Miklar tækniframfarir áttu sér stað árið 2016. Amazon hóf að senda pakka með dróna og sjálfkeyrandi Uber-bílar fóru að keyra um götur Bandaríkjanna. Þrettán þekktar tæknivörur voru þó teknar úr framleiðslu á árinu.
CNN bendir á að þetta var árið þegar framleiðslu vídeótækja var hætt, í júlí. Einnig hætti Samsung framleiðslu Galaxy Note 7 í haust eftir að batteríið hóf að springa.
Apple ákvað að hætta að vera með heyrnartól sem tengd væru við iPhone og framleiða þess í stað þráðlaus heyrnartól, breyting sem fór í taugarnar á mörgum.
Hætt var með Picasa-myndaforrit Google í mars eftir að Google Photos hafði náð meiri vinsældum. Loks hætti BlackBerry, einn vinsælasti símaframleiðandinn fyrir áratug, að hætta að framleiða eigin síma.
Árið sem vídeótækið dó

Tengdar fréttir

Yahoo, Samsung og Deutsche: Fyrirtækin sem áttu hræðilegt ár
Gengi hlutabréfa hrundi í mörgum fyrirtækjum á árinu og hagnaður dróst verulega saman.