Rússi ók inní flugstöð á flótta frá lögreglu Finnur Thorlacius skrifar 27. desember 2016 16:54 Allra furðulegustu og ótrúlegustu hlutir gerast einhverra hluta vegna flestir í Rússlandi. Lögreglumennirnir sem eltu þennan brotamann trúðu ekki sínum eigin augum þegar þeir horfðu á eftir honum aka Lada Samara bíl sínum inní flugstöðina á Kazan í Rússlandi á flótta sínum undan þeim. Til þess þurfti hann reyndar að aka nokkrum sinnum á hurðina inní flugstöðina uns hún loks gaf sig. Á meðan lömdu lögreglumennirnir bílinn að utan, en náðu ekki að stöðva för hans fyrr en hann hafði ekið dágóðan spöl um flugstöðina. Með ruddaakstri sínum náði brotamaðurinn að valda 11 milljón króna tjóni. Hann náðist þó að lokum og gistir nú fangaklefana í Kazan og bíður dóms fyrir verknað sinn. Helsta ástæðan fyrir því að hann var að flýja laganna verði var líklega sú að í bíl hans voru 4 grömm af marijuana. Það er þó ekki stór ástæða til að valda 11 milljón króna tjóni og setja fjölda fólks í mikla hættu. Myndskeiðið hér að ofan sýnir flóttatilraun hans. Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent
Allra furðulegustu og ótrúlegustu hlutir gerast einhverra hluta vegna flestir í Rússlandi. Lögreglumennirnir sem eltu þennan brotamann trúðu ekki sínum eigin augum þegar þeir horfðu á eftir honum aka Lada Samara bíl sínum inní flugstöðina á Kazan í Rússlandi á flótta sínum undan þeim. Til þess þurfti hann reyndar að aka nokkrum sinnum á hurðina inní flugstöðina uns hún loks gaf sig. Á meðan lömdu lögreglumennirnir bílinn að utan, en náðu ekki að stöðva för hans fyrr en hann hafði ekið dágóðan spöl um flugstöðina. Með ruddaakstri sínum náði brotamaðurinn að valda 11 milljón króna tjóni. Hann náðist þó að lokum og gistir nú fangaklefana í Kazan og bíður dóms fyrir verknað sinn. Helsta ástæðan fyrir því að hann var að flýja laganna verði var líklega sú að í bíl hans voru 4 grömm af marijuana. Það er þó ekki stór ástæða til að valda 11 milljón króna tjóni og setja fjölda fólks í mikla hættu. Myndskeiðið hér að ofan sýnir flóttatilraun hans.
Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent