Adidas var svalasta fatamerki ársins 2016 Ritstjórn skrifar 27. desember 2016 13:00 Stan Smith skórnir er ein af ástæðunum fyrir miklum vinsældum Adidas seinustu ár. Myndir/Getty Það eru mörg tískumerki sem koma upp í hugann þegar litið er yfir árið 2016. Það eru þó fáir sem hafa vaxið jafn hratt og örugglega eins og Adidas. Þrátt fyrir að Gucci og Vetements hafi einnig átt einstakt ár þá voru áhrif Adidas að gæta mun víðar og í mun stærra magni. Á þessu ári hefur þýski íþróttarisinn komið með hverja skótýpuna að fætur annari sem slær í gegn sem og gamlar týpur hafa komist aftur í tísku. Superstar skórnir seldus tí 15 milljón eintökum árið 2015 og þær vinsældur héldu áfram á þessu ári. Stan Smith strigaskórnir héldu einnig áfram sigurgöngu sinni á árinu. Gazelle skórnir komu svo sterkir til baka á árinu eftir nýja markaðsherferð þar sem Kate Moss var í aðalhlutverki. Nýjar týpur á borð við NMD og City Sock voru einar af vinsælustu strigaskóm ársins. Svo er auðvitað ekki hægt að tala um velgengni Adidas án þess að minnast á Yeezy Boost skóna eftir Kanye West en þeir seljast alltaf nánast samstundis upp um allan heim. Það er því greinilegt að þetta hefur verið ansi gjöfult ár hjá Adidas og vonandi mun þeim takast jafn vel til árið 2017. Fréttir ársins 2016 Mest lesið „Komið að því að stökkva út í djúpu laugina“ Glamour Cara Delevingne rakar af sér hárið Glamour Kinnalitur hressir upp á útlitið í svartasta skammdeginu Glamour Lífvirkni og hreinleiki Glamour Breytt skipulag á tískuvikunni í New York Glamour Mariah Carey sökuð um að eiga við Instagram mynd Glamour Ísland í aðalhlutverki í nýrri herferð hjá Selected Glamour Lena Dunham og Jemima Kirke auglýsa nærföt Glamour Versace hættir að nota alvöru loð Glamour Frískaðu upp á útlitið í lægðinni Glamour
Það eru mörg tískumerki sem koma upp í hugann þegar litið er yfir árið 2016. Það eru þó fáir sem hafa vaxið jafn hratt og örugglega eins og Adidas. Þrátt fyrir að Gucci og Vetements hafi einnig átt einstakt ár þá voru áhrif Adidas að gæta mun víðar og í mun stærra magni. Á þessu ári hefur þýski íþróttarisinn komið með hverja skótýpuna að fætur annari sem slær í gegn sem og gamlar týpur hafa komist aftur í tísku. Superstar skórnir seldus tí 15 milljón eintökum árið 2015 og þær vinsældur héldu áfram á þessu ári. Stan Smith strigaskórnir héldu einnig áfram sigurgöngu sinni á árinu. Gazelle skórnir komu svo sterkir til baka á árinu eftir nýja markaðsherferð þar sem Kate Moss var í aðalhlutverki. Nýjar týpur á borð við NMD og City Sock voru einar af vinsælustu strigaskóm ársins. Svo er auðvitað ekki hægt að tala um velgengni Adidas án þess að minnast á Yeezy Boost skóna eftir Kanye West en þeir seljast alltaf nánast samstundis upp um allan heim. Það er því greinilegt að þetta hefur verið ansi gjöfult ár hjá Adidas og vonandi mun þeim takast jafn vel til árið 2017.
Fréttir ársins 2016 Mest lesið „Komið að því að stökkva út í djúpu laugina“ Glamour Cara Delevingne rakar af sér hárið Glamour Kinnalitur hressir upp á útlitið í svartasta skammdeginu Glamour Lífvirkni og hreinleiki Glamour Breytt skipulag á tískuvikunni í New York Glamour Mariah Carey sökuð um að eiga við Instagram mynd Glamour Ísland í aðalhlutverki í nýrri herferð hjá Selected Glamour Lena Dunham og Jemima Kirke auglýsa nærföt Glamour Versace hættir að nota alvöru loð Glamour Frískaðu upp á útlitið í lægðinni Glamour