Ferrari og Aston Martin sektuð vegna mengunarviðmiða ESB Finnur Thorlacius skrifar 22. desember 2016 11:39 Ferrari F60 America. Bæði Ferrari og Aston Martin eru vel yfir þeim viðmiðunum sem Evrópusambandið hefur sett bílaframleiðendum í álfunni. Samkvæmt þeim verða bílaframleiðendur að minnka CO2 útblástur bíla sinna og viðmiðið fyrir áramótin 2020/2021 er 95 g/km. Að meðaltali voru evrópskir nýir bílar með 119,5 CO2 g/km fyrir árið 2015 og er það 3,1% bæting frá 2014 og 8% undir 130 g/km viðmiðuninni sem þeim er sett. Samkvæmt því verða þeir að halda áfram að minnka útblástur bíla sinna á sama hraða til ársins 2020 til að standast kröfur Evrópusambandsins. Sumir bílaframleiðendur sem standa sig hvað best eru komnir langt með að ná viðmiðinu fyrir árið 2020. Ferrari og Aston Martin eru aldeilis ekki á meðal þeirra, heldur hefur mengun bíla þeirra aukist á milli ára og eru langt frá þeim takmörkum sem þeim er sett. Því er þeim gert að greiða sekt uppá 500.000 Evrur til Evrópusambandsins. Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent
Bæði Ferrari og Aston Martin eru vel yfir þeim viðmiðunum sem Evrópusambandið hefur sett bílaframleiðendum í álfunni. Samkvæmt þeim verða bílaframleiðendur að minnka CO2 útblástur bíla sinna og viðmiðið fyrir áramótin 2020/2021 er 95 g/km. Að meðaltali voru evrópskir nýir bílar með 119,5 CO2 g/km fyrir árið 2015 og er það 3,1% bæting frá 2014 og 8% undir 130 g/km viðmiðuninni sem þeim er sett. Samkvæmt því verða þeir að halda áfram að minnka útblástur bíla sinna á sama hraða til ársins 2020 til að standast kröfur Evrópusambandsins. Sumir bílaframleiðendur sem standa sig hvað best eru komnir langt með að ná viðmiðinu fyrir árið 2020. Ferrari og Aston Martin eru aldeilis ekki á meðal þeirra, heldur hefur mengun bíla þeirra aukist á milli ára og eru langt frá þeim takmörkum sem þeim er sett. Því er þeim gert að greiða sekt uppá 500.000 Evrur til Evrópusambandsins.
Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent