Byrjaði allt með einni jólaseríu frá Ameríku Guðný Hrönn skrifar 22. desember 2016 12:00 Magnús ásamt barnabörnunum Söru Björk Arnarsdóttur og Kristni Jökli Kristinssyni. Vísir/Vilhelm Við Melabraut á Seltjarnarnesi stendur upplýst jólahús. Þar býr Magnús Sigurðsson rafvirkjameistari og fjölskylda hans. Á hverju ári prýðir hann húsið og garðinn með þúsundum ljósapera. Magnús hefur skreytt húsið að utan seinustu tvo áratugi. „Þetta hefur nú bara verið að þróast alltaf meira og meira í 20 ár. Þetta byrjaði á að ein vinkona mín sem er flugfreyja gaf mér marglita jólaseríu sem hún hafði keypt úti í Ameríku fyrir að hjálpa henni eitthvað með rafmagnið heima hjá henni. Mér fannst þessi sería svo rosalega flott, hún var svo skær og fín og ég setti hana utan um útihurðina. Það var nú eiginlega það eina sem ég gerði það árið en svona byrjaði þetta. Svo þróaðist þetta og ég fór að gera við gamlar seríur sem voru ónýtar. Svo vill maður alltaf meira og meira,“ segir Magnús og hlær.Í seinustu viku beið Magnús bara eftir jólasnjónum, þá njóta jólaljósin sín betur.Vísir/VilhelmHús Magnúsar vekur lukku hjá öllum þeim sem eiga leið hjá. Nágrannar hans eru líka sáttir. „Já, nágrannarnir eru voða ánægðir. Einhvern tímann var ég eitthvað seinn að setja upp seríur, það var mikið að gera í vinnunni og veðrið ekki alveg að gera sig, og þá kom ein nágrannakonan yfir því hún hélt bara að jólin ætluðu ekkert að koma.“Magnús kaupir jólaskrautið helst í Ameríku.Vísir/VilhelmÞað tekur vissulega töluverðan tíma að skreyta húsið og lóðina en Magnús dreifir þessu á nokkra daga. „Ég reyni að vera búinn að setja eitthvað aðeins upp fyrstu helgina í aðventu. Svo er maður bara að dunda sér við þetta þegar tækifæri gefst, á kvöldin þegar það er gott veður og um helgarnar fram að jólum. En þetta eru svona fjórir fimm góðir dagar.“ Magnús hefur ekki tölu á hversu margar seríur eru á húsinu og í garðinum. „Þetta eru einhver nokkur þúsund. Átta, níu þúsund myndi ég halda,“ áætlar Magnús sem kaupir jólaskrautið í Ameríku. „Það munar slatta á verði og oft eru þetta skemmtilegri ljós.““Grílukerta”-seríurnar sem hanga á þakkanntinum eru í ákveðnu uppáhaldi hjá Magnúsi. Vísir/VilhelmÞó að hús Magnúsar sé skreytt hátt og lágt væri hann alveg til í að skreyta það meira. „Ég sagði við konuna í gær, þegar við vorum að koma heim úr jólaboði, að mér fyndist þetta nú eitthvað hálflítið. Hún leit bara á mig og ég held hún hafi ekki alveg verið sammála mér sko,“ segir Magnús og hlær. „Maður þarf að gera smá áhlaup bara,“ segir Magnús aðspurður hvernig sé svo að taka seríurnar niður eftir jólin. „Sonur minn er mjög duglegur að hjálpa mér, við tökum kannski ca. helgi í að taka niður og hrúga öllu inn í skúr.“ Mest lesið Þakkargjörð í sól og hita Jól Gyðingakökur Jól Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól Uppskrift að piparkökuhúsi Jólin Fylltar kalkúnabringur Jólin Mömmukökur bestar Jólin Svona gerirðu graflax Jól Endurgerð á ömmusalati Jól Kjúklingur með ljúfu jólabragði Jól Óskalagatónleikar, aðventu- kvöld og fjölbreytt listalíf Jólin
Við Melabraut á Seltjarnarnesi stendur upplýst jólahús. Þar býr Magnús Sigurðsson rafvirkjameistari og fjölskylda hans. Á hverju ári prýðir hann húsið og garðinn með þúsundum ljósapera. Magnús hefur skreytt húsið að utan seinustu tvo áratugi. „Þetta hefur nú bara verið að þróast alltaf meira og meira í 20 ár. Þetta byrjaði á að ein vinkona mín sem er flugfreyja gaf mér marglita jólaseríu sem hún hafði keypt úti í Ameríku fyrir að hjálpa henni eitthvað með rafmagnið heima hjá henni. Mér fannst þessi sería svo rosalega flott, hún var svo skær og fín og ég setti hana utan um útihurðina. Það var nú eiginlega það eina sem ég gerði það árið en svona byrjaði þetta. Svo þróaðist þetta og ég fór að gera við gamlar seríur sem voru ónýtar. Svo vill maður alltaf meira og meira,“ segir Magnús og hlær.Í seinustu viku beið Magnús bara eftir jólasnjónum, þá njóta jólaljósin sín betur.Vísir/VilhelmHús Magnúsar vekur lukku hjá öllum þeim sem eiga leið hjá. Nágrannar hans eru líka sáttir. „Já, nágrannarnir eru voða ánægðir. Einhvern tímann var ég eitthvað seinn að setja upp seríur, það var mikið að gera í vinnunni og veðrið ekki alveg að gera sig, og þá kom ein nágrannakonan yfir því hún hélt bara að jólin ætluðu ekkert að koma.“Magnús kaupir jólaskrautið helst í Ameríku.Vísir/VilhelmÞað tekur vissulega töluverðan tíma að skreyta húsið og lóðina en Magnús dreifir þessu á nokkra daga. „Ég reyni að vera búinn að setja eitthvað aðeins upp fyrstu helgina í aðventu. Svo er maður bara að dunda sér við þetta þegar tækifæri gefst, á kvöldin þegar það er gott veður og um helgarnar fram að jólum. En þetta eru svona fjórir fimm góðir dagar.“ Magnús hefur ekki tölu á hversu margar seríur eru á húsinu og í garðinum. „Þetta eru einhver nokkur þúsund. Átta, níu þúsund myndi ég halda,“ áætlar Magnús sem kaupir jólaskrautið í Ameríku. „Það munar slatta á verði og oft eru þetta skemmtilegri ljós.““Grílukerta”-seríurnar sem hanga á þakkanntinum eru í ákveðnu uppáhaldi hjá Magnúsi. Vísir/VilhelmÞó að hús Magnúsar sé skreytt hátt og lágt væri hann alveg til í að skreyta það meira. „Ég sagði við konuna í gær, þegar við vorum að koma heim úr jólaboði, að mér fyndist þetta nú eitthvað hálflítið. Hún leit bara á mig og ég held hún hafi ekki alveg verið sammála mér sko,“ segir Magnús og hlær. „Maður þarf að gera smá áhlaup bara,“ segir Magnús aðspurður hvernig sé svo að taka seríurnar niður eftir jólin. „Sonur minn er mjög duglegur að hjálpa mér, við tökum kannski ca. helgi í að taka niður og hrúga öllu inn í skúr.“
Mest lesið Þakkargjörð í sól og hita Jól Gyðingakökur Jól Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól Uppskrift að piparkökuhúsi Jólin Fylltar kalkúnabringur Jólin Mömmukökur bestar Jólin Svona gerirðu graflax Jól Endurgerð á ömmusalati Jól Kjúklingur með ljúfu jólabragði Jól Óskalagatónleikar, aðventu- kvöld og fjölbreytt listalíf Jólin