Samsung vill nota rafhlöður frá LG Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 21. desember 2016 10:30 Innan skamms gætu símar Samsung verið búnir rafhlöðum frá LG. Vísir/AFP Samsung Electronics reynir nú að komast að samkomulagi við LG Chem, dótturfélag LG Electronics, um að fá að nota rafhlöður síðarnefnds fyrirtækis í snjallsíma sína. Frá þessu er greint í Chosun Ilbo, einu stærsta dagblaði Suður-Kóreu. Með þessu er Samsung sagt vilja koma í veg fyrir galla líkt og komu upp í farsímanum Galaxy Note 7 sem átti það til að springa vegna rafhlöðugalla. Til þessa hafa rafhlöður í Note-símum Samsung komið frá bæði dótturfélaginu Samsung SDI og hinu kínverska Amperex Technology. Chosun Ilbo vitnaði í heimildarmann sem sagði meira en níutíu prósent líkur á að fyrirtækin komist að samkomulagi og Samsung muni nota rafhlöður LG Chem frá og með miðju næsta ári. Hvorki talsmenn Samsung né LG Chem vildu tjá sig um samkomulagið þegar Chosun Ilbo innti þá eftir svörum. Þess er skemmst að minnast að Samsung innkallaði tvær og hálfa milljón Galaxy Note 7 síma snemma í september þessa árs. Var það gert vegna áðurnefnds rafhlöðugalla í rafhlöðu frá Samsung SDI. Í október hætti Samsung öllum stuðningi við notendur Galaxy Note 7 en þá hafði fyrirtækið reynt að laga gallann með því að skipta út rafhlöðunni fyrir rafhlöðu frá Amperex Technology. Í henni kviknaði einnig. LG Chem framleiðir nú rafhlöður fyrir LG Electronics og Apple. Tengdar fréttir Samsung hættir sölu Galaxy Note 7 Hlutabréf tæknifyrirtækisins lækka verulega í verði. 11. október 2016 07:54 Samsung lofar því að Galaxy S7 muni ekki springa Bilanir í fyrrnefndum Note 7 urðu til mikils tekjutaps Samsung. 22. nóvember 2016 08:00 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Samsung Electronics reynir nú að komast að samkomulagi við LG Chem, dótturfélag LG Electronics, um að fá að nota rafhlöður síðarnefnds fyrirtækis í snjallsíma sína. Frá þessu er greint í Chosun Ilbo, einu stærsta dagblaði Suður-Kóreu. Með þessu er Samsung sagt vilja koma í veg fyrir galla líkt og komu upp í farsímanum Galaxy Note 7 sem átti það til að springa vegna rafhlöðugalla. Til þessa hafa rafhlöður í Note-símum Samsung komið frá bæði dótturfélaginu Samsung SDI og hinu kínverska Amperex Technology. Chosun Ilbo vitnaði í heimildarmann sem sagði meira en níutíu prósent líkur á að fyrirtækin komist að samkomulagi og Samsung muni nota rafhlöður LG Chem frá og með miðju næsta ári. Hvorki talsmenn Samsung né LG Chem vildu tjá sig um samkomulagið þegar Chosun Ilbo innti þá eftir svörum. Þess er skemmst að minnast að Samsung innkallaði tvær og hálfa milljón Galaxy Note 7 síma snemma í september þessa árs. Var það gert vegna áðurnefnds rafhlöðugalla í rafhlöðu frá Samsung SDI. Í október hætti Samsung öllum stuðningi við notendur Galaxy Note 7 en þá hafði fyrirtækið reynt að laga gallann með því að skipta út rafhlöðunni fyrir rafhlöðu frá Amperex Technology. Í henni kviknaði einnig. LG Chem framleiðir nú rafhlöður fyrir LG Electronics og Apple.
Tengdar fréttir Samsung hættir sölu Galaxy Note 7 Hlutabréf tæknifyrirtækisins lækka verulega í verði. 11. október 2016 07:54 Samsung lofar því að Galaxy S7 muni ekki springa Bilanir í fyrrnefndum Note 7 urðu til mikils tekjutaps Samsung. 22. nóvember 2016 08:00 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Samsung hættir sölu Galaxy Note 7 Hlutabréf tæknifyrirtækisins lækka verulega í verði. 11. október 2016 07:54
Samsung lofar því að Galaxy S7 muni ekki springa Bilanir í fyrrnefndum Note 7 urðu til mikils tekjutaps Samsung. 22. nóvember 2016 08:00