Lífsannáll 2016 Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 30. desember 2016 14:00 Tónleikar Justins Bieber voru einn af hápunktum ársins. mynd/vísir Í áramótauppgjöri Lífsins 2016 kennir ýmissa grasa. Lífið hefur tekið saman eftirminnileg atvik á árinu sem er að líða þar sem getur að líta lista yfir helstu dægurmálafréttir ársins.Justin Bieber í einkaviðtali við Fréttablaðið, elskar að vera einn í náttúrunniKanadíska poppstjarnan Justin Bieber steig á svið í Kórnum á árinu. Í einkaviðtali við Fréttablaðið sagðist Justin ekki geta beðið eftir tónleikunum. Hann var hér ásamt fríðu föruneyti í fyrrahaust og tók þá upp myndband við lagið I’ll Show You. Inntur eftir því hvað honum hafi þótt eftirminnilegast við heimsóknina til Íslands í fyrra segi hann það vera náttúruna. „Það sem er eftirminnilegast við heimsóknina eru fjallgöngurnar sem ég fór í og að vera einn í náttúrunni. Ég er klárlega búinn að ákveða að gera það aftur,“ segir Justin, en hann er mikið fyrir útivist og hugar vel að andlegri og líkamlegri heilsu þegar hann er ekki á ferðalögum um heiminn. „Þegar ég er ekki á tónleikaferðalagi eða að vinna að tónlist finnst mér skemmtilegast að spila hokkí og renna mér á hjólabretti,“ sagði Justin meðal annars í viðtali við Fréttablaðið.Balti báðum megin við kvikmyndatökuvélinaKvikmyndin Eiðurinn eftir Baltasar Kormák, var vinsælasta íslenska kvikmyndin á árinu. Baltasar Kormákur fór með aðalhlutverk í myndinni auk þess að leikstýra henni. Hann sagði hvort tveggja vera skemmtilegt og spennandi.Páll Óskar sló í gegnPáll Óskar var valin söngvari ársins ásamt því að syngja um Gleðibanka-syndrome íslensku þjóðarinnar. „Lagið fjallar um okkur Íslendinga í Eurovision og viðbrögð þjóðarsálarinnar við keppninni. Gleðibanka syndrome-ið svokallaða sem við höfum haft í gegnum tíðina, þar sem við erum alltaf svo bjartsýn og förum fljótt að hugsa um hvar við getum haldið keppnina. En auðvitað er betra að við séum að sýna þessi viðbrögð heldur en að senda keppanda út með hálfvolgum viðbrögðum þjóðarinnar. Við vinnum þetta fyrirfram er frábært lag fyrir okkur hérna heima og okkar eigin þjóðarsál,“ segir Páll Óskar , í viðtali við Fréttablaðið.Augabrúnir Ilmar vöktu athygli í Bretlandi.Sjónvarpsþáttaröðin Ófærð, eða Trapped eins og hún er kölluð á ensku, sló ekki bara í gegn hérlendis á árinu heldur fór þáttaröðin vel í áhorfendur í Bretlandi og víðar um heim. Ilmur fékk mjög góð viðbrögð við hlutverki sínu ásamt aukinni athygli á samfélagsmiðlunum, það meðal annars myndast aðdáendahópur á Twitter þar sem fólk fór mikið að velta fyrir sér sérkennum Hinriku. „Ég ákvað að byrja á Twitter til þess að geta fylgst með umræðunni um þættina undir hashtaginu #Trapped en þar hefur myndast aðdáendahópur Hinriku sem hefur gaman af því að skoða augnsvipbrigðin mín, það finnst mér mjög fyndið,“ sagði Ilmur.Lífið hefur tekið saman eftirminnileg atvik á árinu sem er að líða.Brjánsi er ekki perri Stefán Sturla Sigurjónsson, leikari sem fór svo eftirminnilega með hlutverk Brjánsa sýru í kvikmyndinni Sódómu Reykjavík, snéri aftur á skjáinn á árinu, í þáttunum Ligeglad, með leikkonunni og uppistandaranum Önnu Svövu Knútsdóttur í aðalhlutverki. Þættirnir segja frá ævintýralegu ferðalag til Danmerkur þar sem hún hittir söngvarann Helga Björnsson og leikarann Vigni Rafn Valþórssyni.Greta Salóme og samfestingurinn góði Samfestingurinn sem Greta Salóme klæddist hlaut talsverða athygli. Fólk velti því fyrir sér hvort hann væri of stuttur en heilt yfir fékk samfestingurinn mjög fín viðbrögð. „Hann smellpassar við lagið. Mig langaði að láta hann líkja eftir fuglunum sem eru í grafíkinni og þar kemur kögrið sterkt inn, svolítið vængjalegt,“ segir hún glöð. Samfestingurinn er útkoma samstarfs Gretu og Elmu Bjarneyjar og Filippíu Elísdóttur.Erpur og ketilbjöllurnar. Erpur Eyvindarson var duglegur við að rífa í ketilbjöllurnar á árinu sem er að líða. Ástæða sveiflanna var Mýrarboltinn. Erpur ásamt hópi manna stundaði stífar æfingar í rúma níu mánuði fyrir Mýrarboltann sem fram fór um verslunarmannahelgina. „Við erum búnir að vera að þjálfa alveg stanslaust. Hann Helgi í World Class sem er einkaþjálfari og ketilbjöllukennari er í klúbbnum og er búinn að vera að þjálfa okkur. Við höfum verið að fara fjórum til fimm sinnum í viku í þvílíkt ketilbjölluprógramm,“ sagði rapparinn góðkunni.ilmurMiss EM Arna Ýr Jónsdóttir Fegurðardrottningin Arna Ýr hlaut titilinn Miss EM á árinu, hún hafði í nógu að snúast þó svo íslenska karlalandsliðið lauk þátttöku sinni á EM í áttaliða úrslitum. „Það elska allir Ísland,“ segir Arna Ýr, pakkfull af þjóðarstolti, en hún hafði vart undan við að gefa fólki eiginhandaráritanir og veifa úr skrúðgöngum á meðan á EM í fótbolta stóð.Hannaði úlpu og gerði sjónvarpsþátt Manuela Ósk Harðardóttir var áberandi á árinu sem er að líða hún meðal annars hannaði sína eigin úlpu í samstarfi við Zo-On. Manuela útskrifaðist frá Listahá- skóla Íslands síðastliðið vor úr fatahönnun og var þetta fyrsta verkefnið hennar í bransanum. Hún hafði hins vegar enga reynslu af sjónvarpsþáttagerð og viðurkenndi að það taki talsvert meira á að vera fyrir framan linsuna í þáttagerð heldur en hefð- bundinni sjálfsmyndatöku, en líklega eru fáir jafn hoknir af reynslu í þeim efnum og einmitt hún, með sína sautján þúsund fylgjendur á Snapchat.Joss Stone kom til Landsins Fréttablaðið tól viðtal við Grammy- og Brit-verðlaunahafinn Joss Stone. Söngkonan á langan feril að baki, aðeins þrettán ára gömul vann hún hæfileikakeppni á BBC-sjónvarpsstöðinni og í kjölfarið fór boltinn að rúlla hjá þessari ungu söngkonu. Hún kom til Íslands og hélt tónleika í Eldborgarsal Hörpu í október, en tónleikarnir voru partur af tónleikaferðalagi Joss þar sem markmiðið var að spila í öllum löndum heimsins. „Við erum að spila á stöðum sem ég hef aldrei heyrt um áður, mig hefur alltaf langað til þess að koma í frí til Íslands, eftir að vinafólk mitt heimsótti landið og sagði það virkilega fallegt. Mig grunaði aldrei að ég ætti eftir að fá tækifæri til þess að spila hérna, svo það er óhætt að segja að ég hlakka mikið til,“ sagði hún glöð.Hljómsveitin Eva, SigrÃður Eir Zophoniasardóttir, Jóhanna Vala HöskuldsdóttirKvikmyndin Hjartasteinn var sigursæl á árinu. Fyrsta kvikmynd leikstjórans Guðmundar Arnars Guðmundssonar í fullri lengd var sigursæl á árinu og hlaut fjöldann allan af verðlaunum á kvikmyndahátíðum víðs vegar um heiminn. „Við erum rosalega þakklát fyrir þessi viðbrögð. Við höfum unnið að þessu í fjölda ára og gaman að sjá hvað myndin gengur vel í fólk,“ sagði Anton Máni Svansson, einn framleiðenda kvikmyndarinnar.Sagður einn af þeim sem fylgjast ætti með Rapparinn GKR gaf út myndband við lag sitt Meira seint á þessu ári, en það vakti athygli margra tónlistaráhugamanna að myndbandið var á YouTube-reikningi Mad Decent-plötuútgáfunnar sem er stofnuð af Diplo og gefur út listamenn eins og Major Lazer og Jack Ü. „Þau höfðu samband við mig og sýndu mér mikinn áhuga. Þau fundu mig á Spotifylagalista og fíluðu mig mjög mikið. Í framhaldinu settu þau mig á Mad Decent-lagalistann á Spotify. Ég ræddi við þau og sagði þeim að ég væri að fara að gefa út EP og myndband. Þau vilja hjálpa mér að dreifa myndbandinu mínu – settu það á Mad Decent YouTubereikninginn og sendu út tölvupóst á risahóp þar sem er smá texti um mig og ég er sagður vera „one to watch“,“ segir Gaukur Grétuson eða GKR eins og hann kallar sig.Árið hans Emmsjé Gauta Rapparinn Emmsjé Gauti á tvær plötur á topp fimm lista ársins yfir bestu íslensku plöturnar. Rappið er mjög áberandi í ár eins og í fyrra en allar plöturnar fimm geta talist rappplötur. Mikil frumlegheit í markaðssetningu og notkun samfélagsmiðla og streymiveita spila stóra rullu þetta árið og sýnir hvernig tónlistin er í sífelldri þróun. Platan Vagg og Velta með Emmsjé Gauta er plata ársins samkvæmt álitsgjöfum Fréttablaðsins. Fréttir ársins 2016 Mest lesið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Bíó og sjónvarp Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Lífið Hittust bara einu sinni eftir Friends Lífið Höll sumarlandsins komin á sölu Lífið Fleiri fréttir Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Halla Vilhjálms á lausu Kittý og Egill byrjuð saman Stjörnulífið: Brúðkaup í Rússlandi og hiti í desember Var Kurt Cobain myrtur? Enginn ætti að lesa skilaboðin sem honum hafi borist Krakkatían: Póstnúmer, prumpulagið og pólitík Bein útsending: Sterkustu skákmenn landsins mætast Sjá meira
Í áramótauppgjöri Lífsins 2016 kennir ýmissa grasa. Lífið hefur tekið saman eftirminnileg atvik á árinu sem er að líða þar sem getur að líta lista yfir helstu dægurmálafréttir ársins.Justin Bieber í einkaviðtali við Fréttablaðið, elskar að vera einn í náttúrunniKanadíska poppstjarnan Justin Bieber steig á svið í Kórnum á árinu. Í einkaviðtali við Fréttablaðið sagðist Justin ekki geta beðið eftir tónleikunum. Hann var hér ásamt fríðu föruneyti í fyrrahaust og tók þá upp myndband við lagið I’ll Show You. Inntur eftir því hvað honum hafi þótt eftirminnilegast við heimsóknina til Íslands í fyrra segi hann það vera náttúruna. „Það sem er eftirminnilegast við heimsóknina eru fjallgöngurnar sem ég fór í og að vera einn í náttúrunni. Ég er klárlega búinn að ákveða að gera það aftur,“ segir Justin, en hann er mikið fyrir útivist og hugar vel að andlegri og líkamlegri heilsu þegar hann er ekki á ferðalögum um heiminn. „Þegar ég er ekki á tónleikaferðalagi eða að vinna að tónlist finnst mér skemmtilegast að spila hokkí og renna mér á hjólabretti,“ sagði Justin meðal annars í viðtali við Fréttablaðið.Balti báðum megin við kvikmyndatökuvélinaKvikmyndin Eiðurinn eftir Baltasar Kormák, var vinsælasta íslenska kvikmyndin á árinu. Baltasar Kormákur fór með aðalhlutverk í myndinni auk þess að leikstýra henni. Hann sagði hvort tveggja vera skemmtilegt og spennandi.Páll Óskar sló í gegnPáll Óskar var valin söngvari ársins ásamt því að syngja um Gleðibanka-syndrome íslensku þjóðarinnar. „Lagið fjallar um okkur Íslendinga í Eurovision og viðbrögð þjóðarsálarinnar við keppninni. Gleðibanka syndrome-ið svokallaða sem við höfum haft í gegnum tíðina, þar sem við erum alltaf svo bjartsýn og förum fljótt að hugsa um hvar við getum haldið keppnina. En auðvitað er betra að við séum að sýna þessi viðbrögð heldur en að senda keppanda út með hálfvolgum viðbrögðum þjóðarinnar. Við vinnum þetta fyrirfram er frábært lag fyrir okkur hérna heima og okkar eigin þjóðarsál,“ segir Páll Óskar , í viðtali við Fréttablaðið.Augabrúnir Ilmar vöktu athygli í Bretlandi.Sjónvarpsþáttaröðin Ófærð, eða Trapped eins og hún er kölluð á ensku, sló ekki bara í gegn hérlendis á árinu heldur fór þáttaröðin vel í áhorfendur í Bretlandi og víðar um heim. Ilmur fékk mjög góð viðbrögð við hlutverki sínu ásamt aukinni athygli á samfélagsmiðlunum, það meðal annars myndast aðdáendahópur á Twitter þar sem fólk fór mikið að velta fyrir sér sérkennum Hinriku. „Ég ákvað að byrja á Twitter til þess að geta fylgst með umræðunni um þættina undir hashtaginu #Trapped en þar hefur myndast aðdáendahópur Hinriku sem hefur gaman af því að skoða augnsvipbrigðin mín, það finnst mér mjög fyndið,“ sagði Ilmur.Lífið hefur tekið saman eftirminnileg atvik á árinu sem er að líða.Brjánsi er ekki perri Stefán Sturla Sigurjónsson, leikari sem fór svo eftirminnilega með hlutverk Brjánsa sýru í kvikmyndinni Sódómu Reykjavík, snéri aftur á skjáinn á árinu, í þáttunum Ligeglad, með leikkonunni og uppistandaranum Önnu Svövu Knútsdóttur í aðalhlutverki. Þættirnir segja frá ævintýralegu ferðalag til Danmerkur þar sem hún hittir söngvarann Helga Björnsson og leikarann Vigni Rafn Valþórssyni.Greta Salóme og samfestingurinn góði Samfestingurinn sem Greta Salóme klæddist hlaut talsverða athygli. Fólk velti því fyrir sér hvort hann væri of stuttur en heilt yfir fékk samfestingurinn mjög fín viðbrögð. „Hann smellpassar við lagið. Mig langaði að láta hann líkja eftir fuglunum sem eru í grafíkinni og þar kemur kögrið sterkt inn, svolítið vængjalegt,“ segir hún glöð. Samfestingurinn er útkoma samstarfs Gretu og Elmu Bjarneyjar og Filippíu Elísdóttur.Erpur og ketilbjöllurnar. Erpur Eyvindarson var duglegur við að rífa í ketilbjöllurnar á árinu sem er að líða. Ástæða sveiflanna var Mýrarboltinn. Erpur ásamt hópi manna stundaði stífar æfingar í rúma níu mánuði fyrir Mýrarboltann sem fram fór um verslunarmannahelgina. „Við erum búnir að vera að þjálfa alveg stanslaust. Hann Helgi í World Class sem er einkaþjálfari og ketilbjöllukennari er í klúbbnum og er búinn að vera að þjálfa okkur. Við höfum verið að fara fjórum til fimm sinnum í viku í þvílíkt ketilbjölluprógramm,“ sagði rapparinn góðkunni.ilmurMiss EM Arna Ýr Jónsdóttir Fegurðardrottningin Arna Ýr hlaut titilinn Miss EM á árinu, hún hafði í nógu að snúast þó svo íslenska karlalandsliðið lauk þátttöku sinni á EM í áttaliða úrslitum. „Það elska allir Ísland,“ segir Arna Ýr, pakkfull af þjóðarstolti, en hún hafði vart undan við að gefa fólki eiginhandaráritanir og veifa úr skrúðgöngum á meðan á EM í fótbolta stóð.Hannaði úlpu og gerði sjónvarpsþátt Manuela Ósk Harðardóttir var áberandi á árinu sem er að líða hún meðal annars hannaði sína eigin úlpu í samstarfi við Zo-On. Manuela útskrifaðist frá Listahá- skóla Íslands síðastliðið vor úr fatahönnun og var þetta fyrsta verkefnið hennar í bransanum. Hún hafði hins vegar enga reynslu af sjónvarpsþáttagerð og viðurkenndi að það taki talsvert meira á að vera fyrir framan linsuna í þáttagerð heldur en hefð- bundinni sjálfsmyndatöku, en líklega eru fáir jafn hoknir af reynslu í þeim efnum og einmitt hún, með sína sautján þúsund fylgjendur á Snapchat.Joss Stone kom til Landsins Fréttablaðið tól viðtal við Grammy- og Brit-verðlaunahafinn Joss Stone. Söngkonan á langan feril að baki, aðeins þrettán ára gömul vann hún hæfileikakeppni á BBC-sjónvarpsstöðinni og í kjölfarið fór boltinn að rúlla hjá þessari ungu söngkonu. Hún kom til Íslands og hélt tónleika í Eldborgarsal Hörpu í október, en tónleikarnir voru partur af tónleikaferðalagi Joss þar sem markmiðið var að spila í öllum löndum heimsins. „Við erum að spila á stöðum sem ég hef aldrei heyrt um áður, mig hefur alltaf langað til þess að koma í frí til Íslands, eftir að vinafólk mitt heimsótti landið og sagði það virkilega fallegt. Mig grunaði aldrei að ég ætti eftir að fá tækifæri til þess að spila hérna, svo það er óhætt að segja að ég hlakka mikið til,“ sagði hún glöð.Hljómsveitin Eva, SigrÃður Eir Zophoniasardóttir, Jóhanna Vala HöskuldsdóttirKvikmyndin Hjartasteinn var sigursæl á árinu. Fyrsta kvikmynd leikstjórans Guðmundar Arnars Guðmundssonar í fullri lengd var sigursæl á árinu og hlaut fjöldann allan af verðlaunum á kvikmyndahátíðum víðs vegar um heiminn. „Við erum rosalega þakklát fyrir þessi viðbrögð. Við höfum unnið að þessu í fjölda ára og gaman að sjá hvað myndin gengur vel í fólk,“ sagði Anton Máni Svansson, einn framleiðenda kvikmyndarinnar.Sagður einn af þeim sem fylgjast ætti með Rapparinn GKR gaf út myndband við lag sitt Meira seint á þessu ári, en það vakti athygli margra tónlistaráhugamanna að myndbandið var á YouTube-reikningi Mad Decent-plötuútgáfunnar sem er stofnuð af Diplo og gefur út listamenn eins og Major Lazer og Jack Ü. „Þau höfðu samband við mig og sýndu mér mikinn áhuga. Þau fundu mig á Spotifylagalista og fíluðu mig mjög mikið. Í framhaldinu settu þau mig á Mad Decent-lagalistann á Spotify. Ég ræddi við þau og sagði þeim að ég væri að fara að gefa út EP og myndband. Þau vilja hjálpa mér að dreifa myndbandinu mínu – settu það á Mad Decent YouTubereikninginn og sendu út tölvupóst á risahóp þar sem er smá texti um mig og ég er sagður vera „one to watch“,“ segir Gaukur Grétuson eða GKR eins og hann kallar sig.Árið hans Emmsjé Gauta Rapparinn Emmsjé Gauti á tvær plötur á topp fimm lista ársins yfir bestu íslensku plöturnar. Rappið er mjög áberandi í ár eins og í fyrra en allar plöturnar fimm geta talist rappplötur. Mikil frumlegheit í markaðssetningu og notkun samfélagsmiðla og streymiveita spila stóra rullu þetta árið og sýnir hvernig tónlistin er í sífelldri þróun. Platan Vagg og Velta með Emmsjé Gauta er plata ársins samkvæmt álitsgjöfum Fréttablaðsins.
Fréttir ársins 2016 Mest lesið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Bíó og sjónvarp Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Lífið Hittust bara einu sinni eftir Friends Lífið Höll sumarlandsins komin á sölu Lífið Fleiri fréttir Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Halla Vilhjálms á lausu Kittý og Egill byrjuð saman Stjörnulífið: Brúðkaup í Rússlandi og hiti í desember Var Kurt Cobain myrtur? Enginn ætti að lesa skilaboðin sem honum hafi borist Krakkatían: Póstnúmer, prumpulagið og pólitík Bein útsending: Sterkustu skákmenn landsins mætast Sjá meira