Sannarlega búið að byggja brú Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 2. janúar 2017 15:15 Nemendur og starfsfólk Kvikmyndaskólans. Sigrún Gylfadóttir er önnur frá vinstri. Brú inn í bransann er nýr samstarfssamningur sem Kvikmyndaskóli Íslands hefur gert við helstu framleiðslufyrirtæki landsins. Nafnið er ekki úr lausu lofti gripið því samstarfið er hugsað sem leið fyrir útskrifaða nemendur KVÍ að launuðu starfi til lengri eða skemmri tíma og er gert ráð fyrir að sá tími verði á bilinu þrír til tólf mánuðir. Þau störf sem í boði eru eru breytileg og í samræmi við verkefnin sem fyrirtækin fást við hverju sinni. Þegar er búið að gera starfsþjálfunarsamning við Saga film, Pegasus og 365 og samningur við RÚV er á lokastigi. „Þessi samningur er stórt skref. Við erum stolt og ánægð með að hafa gengið til samstarfs við þessi fjögur fyrirtæki sem okkur hugnast mest fyrir nemendur okkar. Við teljum líka að samningurinn geti nýst sem kraftmikið afl inn í kvikmyndafyrirtækin og sjónvarpsstöðvarnar,“ segir Sigrún Gylfadóttir, kynningar- og framleiðslustjóri kvikmyndaskólans. Hún tekur fram að um útskrifaða nemendur sé að ræða sem ráðnir verði. „Þetta er starfskraftur sem er tilbúinn að fara að vinna með fagfólki, takast á við hin ýmsu verkefni og fá sem víðtækasta reynslu. Það er svo mikilvægt strax að námi loknu og þarna er sannarlega búið að byggja brú.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. janúar 2016. Menning Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Brú inn í bransann er nýr samstarfssamningur sem Kvikmyndaskóli Íslands hefur gert við helstu framleiðslufyrirtæki landsins. Nafnið er ekki úr lausu lofti gripið því samstarfið er hugsað sem leið fyrir útskrifaða nemendur KVÍ að launuðu starfi til lengri eða skemmri tíma og er gert ráð fyrir að sá tími verði á bilinu þrír til tólf mánuðir. Þau störf sem í boði eru eru breytileg og í samræmi við verkefnin sem fyrirtækin fást við hverju sinni. Þegar er búið að gera starfsþjálfunarsamning við Saga film, Pegasus og 365 og samningur við RÚV er á lokastigi. „Þessi samningur er stórt skref. Við erum stolt og ánægð með að hafa gengið til samstarfs við þessi fjögur fyrirtæki sem okkur hugnast mest fyrir nemendur okkar. Við teljum líka að samningurinn geti nýst sem kraftmikið afl inn í kvikmyndafyrirtækin og sjónvarpsstöðvarnar,“ segir Sigrún Gylfadóttir, kynningar- og framleiðslustjóri kvikmyndaskólans. Hún tekur fram að um útskrifaða nemendur sé að ræða sem ráðnir verði. „Þetta er starfskraftur sem er tilbúinn að fara að vinna með fagfólki, takast á við hin ýmsu verkefni og fá sem víðtækasta reynslu. Það er svo mikilvægt strax að námi loknu og þarna er sannarlega búið að byggja brú.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. janúar 2016.
Menning Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning