Carrell og Wiig sögðu bæði frá því þegar þau sáu teiknimynd í fyrsta sinn og voru sögurnar fljótar að snúast upp í persónulegar harmsögur sem líklegast má þó í raun taka mátulega trúanlega.
Carrell sagði frá því þegar hann hafi séð Fantasiu með föður sínum og eftir myndina hafi móðir hans mætt í bíóið og greint frá því að hún vildi skilja við föður Carrell. „Ég sá aldrei föður minn eftir þetta – Fantasíu-daginn“.
Wiig tók svo við og sagði frá því þegar hún sá Bambi árið 1981 – sama dag og þurfti að svæfa hundana sína þrjá. „Þetta var líka í síðasta sinn sem ég sá afa minn. Hann hvarf... og ég sagði ekki orð næstu tvö árin.“
Sjá má ræðu þeirra að neðan.
Next year's hosts? Watch Steve Carell and Kristen Wiig hilariously introduce Best Animated Film https://t.co/EuUQd5VYg8 #GoldenGlobes pic.twitter.com/6E4uOQmE1M
— Hollywood Reporter (@THR) January 9, 2017