Smurði milljón krónum á hásetahlutinn Svavar Hávarðsson skrifar 7. janúar 2017 07:00 Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness „Þessi samanburður er með svo miklum ólíkindum að það nær ekki nokkru tali enda eru þessi meðallaun í engu samræmi við þau laun sem hásetar t.d. á ísfisktogurum og frystiskipum hafa,“ skrifar Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, á heimasíðu félagsins. Þar gerir hann að umtalsefni grein sem Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, skrifaði um laun sjómanna undir fyrirsögninni „Kjarabarátta þeirra hæst launuðu“. Þar sagði að meðallaun sjómanna árið 2014 hafi verið 2,1 milljón á mánuði og á árinu 2015 hafi meðallaun sjómanna verið komin uppí 2,3 milljónir. Þetta segir Vilhjálmur vera rakalausan þvætting enda sé Heiðrún þarna að tala um meðaltal tekjuhæstu sjómanna landsins; skipstjóra, yfirvélstjóra og annarra yfirmanna á fiskiskipum „sem eru ekki einu sinni í verkfalli. Í greininni er ýjað að því að þetta séu meðallaun háseta sem eru í verkfalli og vinnubrögð af þessu tagi eru til skammar,“ skrifar Vilhjálmur og birtir sína eigin útreikninga.Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS„Verkalýðsfélag Akraness gerði stutta athugun á iðgjaldaskrá félagsins og skoðaði hver meðallaun háseta á ísfisktogurum og frystiskipum hafi verið á þessum árum. Þá kemur í ljós að meðallaun háseta í þessum tveimur útgerðarflokkum árið 2014 voru 1,1 milljón á mánuði en ekki 2,1 milljón eins og framkvæmdastjóri SFS gaf í skyn. Árið 2015 voru meðallaun háseta á þessum skipum 1,2 milljónir en ekki 2,3 milljónir eins og framkvæmdastjóri SFS ýjaði að. Á árinu 2016 eru hásetar á ísfisk- og frystitogurum að meðaltali með 994 þúsund á mánuði“, sem eru reyndar enn lægri sé tekið tillit til orlofsgreiðslna. Vilhjálmur tekur þess utan til þeirra fórna sem sjómannsstarfið felur í sér – ekki síst fjarvista. Hann nefnir þá að síðustu að sjómenn greiða tugi þúsunda í fæðis-, fata- og netkostnað. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Verkfall sjómanna Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
„Þessi samanburður er með svo miklum ólíkindum að það nær ekki nokkru tali enda eru þessi meðallaun í engu samræmi við þau laun sem hásetar t.d. á ísfisktogurum og frystiskipum hafa,“ skrifar Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, á heimasíðu félagsins. Þar gerir hann að umtalsefni grein sem Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, skrifaði um laun sjómanna undir fyrirsögninni „Kjarabarátta þeirra hæst launuðu“. Þar sagði að meðallaun sjómanna árið 2014 hafi verið 2,1 milljón á mánuði og á árinu 2015 hafi meðallaun sjómanna verið komin uppí 2,3 milljónir. Þetta segir Vilhjálmur vera rakalausan þvætting enda sé Heiðrún þarna að tala um meðaltal tekjuhæstu sjómanna landsins; skipstjóra, yfirvélstjóra og annarra yfirmanna á fiskiskipum „sem eru ekki einu sinni í verkfalli. Í greininni er ýjað að því að þetta séu meðallaun háseta sem eru í verkfalli og vinnubrögð af þessu tagi eru til skammar,“ skrifar Vilhjálmur og birtir sína eigin útreikninga.Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS„Verkalýðsfélag Akraness gerði stutta athugun á iðgjaldaskrá félagsins og skoðaði hver meðallaun háseta á ísfisktogurum og frystiskipum hafi verið á þessum árum. Þá kemur í ljós að meðallaun háseta í þessum tveimur útgerðarflokkum árið 2014 voru 1,1 milljón á mánuði en ekki 2,1 milljón eins og framkvæmdastjóri SFS gaf í skyn. Árið 2015 voru meðallaun háseta á þessum skipum 1,2 milljónir en ekki 2,3 milljónir eins og framkvæmdastjóri SFS ýjaði að. Á árinu 2016 eru hásetar á ísfisk- og frystitogurum að meðaltali með 994 þúsund á mánuði“, sem eru reyndar enn lægri sé tekið tillit til orlofsgreiðslna. Vilhjálmur tekur þess utan til þeirra fórna sem sjómannsstarfið felur í sér – ekki síst fjarvista. Hann nefnir þá að síðustu að sjómenn greiða tugi þúsunda í fæðis-, fata- og netkostnað. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Verkfall sjómanna Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira