Gervigreind malar netspilara í Go Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 6. janúar 2017 07:00 Frá því er Lee Sedol keppti við AlphaGo í Go. Nordicphotos/AFP AlphaGo, gervigreind fyrirtækisins DeepMind sem gerði garðinn frægan þegar hún vann heimsmeistarann Lee Sedol í kínverska spilinu Go, hefur undanfarið keppt í leyni á netinu. Þar hefur hún pakkað saman mörgum af bestu Go-spilurum heims. AlphaGo, sem gekk undir notandanafninu Master, hafði vakið furðu margra í Go-samfélaginu fyrir undarlegan en árangursríkan leikstíl. Vakti leikstíllinn grunsemdir um að þarna væri ekki maður að verki heldur gervigreind. Sú reyndist raunin og staðfesti Demis Hassabis, forstjóri DeepMind, þetta í tilkynningu í gær. „Niðurstöðurnar gera okkur spennt fyrir framhaldinu og því sem Go-samfélagið gæti lært af leikstíl AlphaGo. Eftir að hafa spilað við AlphaGo sagði stórmeistarinn Gu Li að mannkynið gæti komist að dýpstu leyndarmálum Go,“ segir í tilkynningunni. Hassabis segir framhaldið vera það að gervigreindin spili á opinberum vettvangi í samstarfi við Go-sambönd og sérfræðinga. Með því væri hægt að varpa ljósi á leyndardóma spilsins og hjálpa því að þróast. AlphaGo hefur nú unnið sextíu leiki í röð og meðal annars gegn heimsmeisturunum Lee Sedol og Ke Jie. Hinn undarlegi leikstíll er sagður slá mennska spilara út af laginu og þá leikur gervigreindin mun hraðar en flestir menn gera. Go er fyrir tvo leikmenn og er spilið talið vera allt að þrjú þúsund ára gamalt. Þótt reglur þess séu einfaldar eru mögulegar stöður í spilinu sagðar vera fleiri en atómin í hinum sjáanlega alheimi. Leikborðið er nokkru stærra en í skák og því geta leikirnir orðið mun lengri. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
AlphaGo, gervigreind fyrirtækisins DeepMind sem gerði garðinn frægan þegar hún vann heimsmeistarann Lee Sedol í kínverska spilinu Go, hefur undanfarið keppt í leyni á netinu. Þar hefur hún pakkað saman mörgum af bestu Go-spilurum heims. AlphaGo, sem gekk undir notandanafninu Master, hafði vakið furðu margra í Go-samfélaginu fyrir undarlegan en árangursríkan leikstíl. Vakti leikstíllinn grunsemdir um að þarna væri ekki maður að verki heldur gervigreind. Sú reyndist raunin og staðfesti Demis Hassabis, forstjóri DeepMind, þetta í tilkynningu í gær. „Niðurstöðurnar gera okkur spennt fyrir framhaldinu og því sem Go-samfélagið gæti lært af leikstíl AlphaGo. Eftir að hafa spilað við AlphaGo sagði stórmeistarinn Gu Li að mannkynið gæti komist að dýpstu leyndarmálum Go,“ segir í tilkynningunni. Hassabis segir framhaldið vera það að gervigreindin spili á opinberum vettvangi í samstarfi við Go-sambönd og sérfræðinga. Með því væri hægt að varpa ljósi á leyndardóma spilsins og hjálpa því að þróast. AlphaGo hefur nú unnið sextíu leiki í röð og meðal annars gegn heimsmeisturunum Lee Sedol og Ke Jie. Hinn undarlegi leikstíll er sagður slá mennska spilara út af laginu og þá leikur gervigreindin mun hraðar en flestir menn gera. Go er fyrir tvo leikmenn og er spilið talið vera allt að þrjú þúsund ára gamalt. Þótt reglur þess séu einfaldar eru mögulegar stöður í spilinu sagðar vera fleiri en atómin í hinum sjáanlega alheimi. Leikborðið er nokkru stærra en í skák og því geta leikirnir orðið mun lengri. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira