Helmingur ráðherra og forseti þingsins úr Sjálfstæðisflokki Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. janúar 2017 12:21 Bjarni Benediktsson á Besssatöðum á föstudag þegar hann fékk stjórnarmyndunarumboðið. vísir/stefán Skipting ráðuneyta í nýrri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar verður á þann veg að Sjálfstæðisflokkurinn fær fimm ráðherra, Viðreisn þrjá og Björt framtíð tvo. Þá mun Sjálfstæðisflokkurinn einnig fá forseta þingsins en þetta herma heimildir Vísis. Þetta er í samræmi við orð Benedikts Jóhannessonar, formanns Viðreisnar, í viðtali við Fréttablaðið á gamlársdag þar sem hann sagðist reikna með því að stærð flokkanna á þingi muni endurspeglast í fjölda ráðherra. Sjálfstæðisflokkurinn er langstærsti flokkurinn á Alþingi með 21 þingmann en Viðreisn er með sjö þingmenn og Björt framtíð fjóra. Stjórnarmyndunarviðræður flokkanna halda áfram klukkan 15 í dag en þær hafa formlega staðið yfir frá því á mánudag. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fer með umboðið til stjórnarmyndunar en það fékk hann frá Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á föstudag. Bjartsýni ríkir í viðræðunum og sagði Bjarni í samtali við Stöð 2 í gær að líklegt væri að viðræðunum yrði lokið í vikulok. Þó væru ennþá nokkur stór mál sem stæðu út af. Á fundi með blaðamönnum á Bessastöðum á föstudag sagði Bjarni að gengið væri út frá því í viðræðunum að hann yrði forsætisráðherra ef tækist að koma ACD-ríkisstjórn saman. Þar með er að minnsta kosti eitt ráðuneyti mannað en ekkert annað hefur verið gefið upp um hverjir munu gegna ráðherraembætti eða hvaða ráðuneyti falla í skaut hvaða flokka. Þó verður að teljast nær öruggt að hinir formennirnir tveir, það er Benedikt og svo Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, setjist í ráðherrastóla. Þá er það líklegt, eftir því sem Vísir kemst næst, að þingflokksformenn flokkanna þriggja, þau Guðlaugur Þór Þórðarson, Sjálfstæðisflokki, Björt Ólafsdóttir, Bjartri framtíð, og Hanna Katrín Friðriksson, Viðreisn, taki sæti í ríkisstjórn. Hingað til hefur ekki verið hefð fyrir því að þingflokksformenn séu einnig ráðherrar en hafa verður í huga að þau tóku að sér formennsku í þingflokkunum við afar sérstakar aðstæður á Alþingi núna í desember. Þá er ekkert því til fyrirstöðu að skipta um þingflokksformenn. Tengdar fréttir Bjarni segir að vikan ætti að duga til að klára viðræður Formaður Sjálfstæðisflokksins segir allan ytri ramma að samkomulagi flokksins um stjórnarsamstarf við Viðreisn og Bjarta framtíð kominn og það ætti að vera hægt að ljúka viðræðunum í þessari viku. Hins vegar standi mikilvæg mál enn út af borðinu. 3. janúar 2017 20:22 Ræddu styrkleika og veikleika í mögulegu stjórnarsamstarfi með Viðreisn og Bjartri framtíð Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að fundur hans með þingflokki Sjálfstæðisflokksins í morgun hafi verið gott veganesti inn í áframhaldandi stjórnarmyndunarviðræður hans við Bjarta framtíð og Viðreisn. 3. janúar 2017 12:43 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Sjá meira
Skipting ráðuneyta í nýrri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar verður á þann veg að Sjálfstæðisflokkurinn fær fimm ráðherra, Viðreisn þrjá og Björt framtíð tvo. Þá mun Sjálfstæðisflokkurinn einnig fá forseta þingsins en þetta herma heimildir Vísis. Þetta er í samræmi við orð Benedikts Jóhannessonar, formanns Viðreisnar, í viðtali við Fréttablaðið á gamlársdag þar sem hann sagðist reikna með því að stærð flokkanna á þingi muni endurspeglast í fjölda ráðherra. Sjálfstæðisflokkurinn er langstærsti flokkurinn á Alþingi með 21 þingmann en Viðreisn er með sjö þingmenn og Björt framtíð fjóra. Stjórnarmyndunarviðræður flokkanna halda áfram klukkan 15 í dag en þær hafa formlega staðið yfir frá því á mánudag. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fer með umboðið til stjórnarmyndunar en það fékk hann frá Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á föstudag. Bjartsýni ríkir í viðræðunum og sagði Bjarni í samtali við Stöð 2 í gær að líklegt væri að viðræðunum yrði lokið í vikulok. Þó væru ennþá nokkur stór mál sem stæðu út af. Á fundi með blaðamönnum á Bessastöðum á föstudag sagði Bjarni að gengið væri út frá því í viðræðunum að hann yrði forsætisráðherra ef tækist að koma ACD-ríkisstjórn saman. Þar með er að minnsta kosti eitt ráðuneyti mannað en ekkert annað hefur verið gefið upp um hverjir munu gegna ráðherraembætti eða hvaða ráðuneyti falla í skaut hvaða flokka. Þó verður að teljast nær öruggt að hinir formennirnir tveir, það er Benedikt og svo Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, setjist í ráðherrastóla. Þá er það líklegt, eftir því sem Vísir kemst næst, að þingflokksformenn flokkanna þriggja, þau Guðlaugur Þór Þórðarson, Sjálfstæðisflokki, Björt Ólafsdóttir, Bjartri framtíð, og Hanna Katrín Friðriksson, Viðreisn, taki sæti í ríkisstjórn. Hingað til hefur ekki verið hefð fyrir því að þingflokksformenn séu einnig ráðherrar en hafa verður í huga að þau tóku að sér formennsku í þingflokkunum við afar sérstakar aðstæður á Alþingi núna í desember. Þá er ekkert því til fyrirstöðu að skipta um þingflokksformenn.
Tengdar fréttir Bjarni segir að vikan ætti að duga til að klára viðræður Formaður Sjálfstæðisflokksins segir allan ytri ramma að samkomulagi flokksins um stjórnarsamstarf við Viðreisn og Bjarta framtíð kominn og það ætti að vera hægt að ljúka viðræðunum í þessari viku. Hins vegar standi mikilvæg mál enn út af borðinu. 3. janúar 2017 20:22 Ræddu styrkleika og veikleika í mögulegu stjórnarsamstarfi með Viðreisn og Bjartri framtíð Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að fundur hans með þingflokki Sjálfstæðisflokksins í morgun hafi verið gott veganesti inn í áframhaldandi stjórnarmyndunarviðræður hans við Bjarta framtíð og Viðreisn. 3. janúar 2017 12:43 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Sjá meira
Bjarni segir að vikan ætti að duga til að klára viðræður Formaður Sjálfstæðisflokksins segir allan ytri ramma að samkomulagi flokksins um stjórnarsamstarf við Viðreisn og Bjarta framtíð kominn og það ætti að vera hægt að ljúka viðræðunum í þessari viku. Hins vegar standi mikilvæg mál enn út af borðinu. 3. janúar 2017 20:22
Ræddu styrkleika og veikleika í mögulegu stjórnarsamstarfi með Viðreisn og Bjartri framtíð Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að fundur hans með þingflokki Sjálfstæðisflokksins í morgun hafi verið gott veganesti inn í áframhaldandi stjórnarmyndunarviðræður hans við Bjarta framtíð og Viðreisn. 3. janúar 2017 12:43