„Yfirgnæfandi líkur“ á að skipverjarnir hafi verið í bílnum á Laugaveginum um nóttina Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. janúar 2017 20:35 Myndin sýnir ferð Birnu Brjánsdóttur í miðbæ Reykjavíkur fyrir hvarf hennar og staðsetningu þeirra öryggismyndavéla sem birtar hafa verið myndir úr. Loftmyndir Lögregla telur yfirgnæfandi líkur á því að skipverjarnir tveir, sem úrskurðaðir voru í gæsluvarðhald í dag, hafi verið í bílnum sem ekið var niður Laugaveginn um það leyti sem síðast sást til Birnu Brjánsdóttur á sömu slóðum. Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem fer með rannsókn málsins, í samtali við Vísi. „Já, við teljum yfirgnæfandi líkur á því.“ Fyrir liggur að bíllinn sem Grænlendingarnir höfðu til umráða var sá sem dreginn var af bílastæði við Hlíðarsmára í Kópavogi þar sem ótengdur aðili hafði haft bílinn á leigu í sólarhring. Grænlendingarnir tóku bílinn á leigu á föstudegi og skiluðu aftur á laugardegi. Um kvöldið hélt Polar Nanoq úr höfn. Grímur Grímsson yfirmaður rannsóknar á hvarfi Birnu Brjánsdóttur.vísir/anton brink Yfirheyrslur áfram í kvöld Grímur segir að árangur hafi náðst úr yfirheyrslum yfir mönnunum tveimur í dag en þriðja manni var sleppt úr haldi þar sem hann liggur ekki lengur undir grun. Hinir mennirnir tveir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald til tveggja vikna en lögregla fór fram á fjögurra vikna varðhald. Var úrskurðurinn kærður til Hæstaréttar. Grímur segist reikna með að yfirheyrslum verði framhaldið í kvöld en svo haldi menn til síns heima í nótt. Yfirheyrslum verði framhaldið í fyrramálið. Þá sagði Grímur í Kastljósi í kvöld að fólk sem sést hefur á gangi eða hlaupum á Laugavegi í upptökum sem birtar hafa verið úr eftirlitsmyndavélum umræddan laugardagsmorgun ekki tengt málinu. Sjómennirnir tveir hafi ekki verið fótgangandi eða hlaupandi á Laugavegi. Bíllinn var dreginn af bílastæði í Hlíðasmára í Kópavogi í hádeginu á þriðjudag.vísir Gögn benda til misindisverksVísir greindi frá því í dag að við rannsókn lögreglu á bílnum hafi fundist gögn sem bendi til þess að misindisverk hafi verið framið í bílnum. Grímur vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað en Vísir hefur heimildir fyrir því að þetta sé tilfellið. Þá herma heimildir fréttastofu að mennirnir tveir hafi komið saman á bílnum að Hafnarfjarðarhöfn um klukkan 6.20 á laugardagsmorgun, tæpum þrjátíu mínútum eftir að slökkt var handvirkt á farsíma Birnu. Þeir sjást á myndavélum stíga út úr bílnum og ræða saman í nokkra stund fyrir utan bílinn, áður en annar þeirra fer um borð í skipið. Hinn ekur í burtu og sést næst á sömu eftirlitsmyndavél við höfnina um fjörutíu og fimm mínútum síðar. Birna sést ekki á myndavélakerfi hafnarinnar og hefur Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn málsins, sagt ekkert benda til þess að Birna hafi farið um borð í skipið. Bíllinn var á nokkru rápi til og frá höfninni fram yfir hádegi á laugardeginum sem gerði það að verkum að ferðir hans þóttu nokkuð grunsamlegar. Bílnum var aftur ekið frá höfninni seinni part dags og kom ekki aftur fyrr en rétt áður en skipið lét úr höfn. Birna Brjánsdóttir Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira
Lögregla telur yfirgnæfandi líkur á því að skipverjarnir tveir, sem úrskurðaðir voru í gæsluvarðhald í dag, hafi verið í bílnum sem ekið var niður Laugaveginn um það leyti sem síðast sást til Birnu Brjánsdóttur á sömu slóðum. Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem fer með rannsókn málsins, í samtali við Vísi. „Já, við teljum yfirgnæfandi líkur á því.“ Fyrir liggur að bíllinn sem Grænlendingarnir höfðu til umráða var sá sem dreginn var af bílastæði við Hlíðarsmára í Kópavogi þar sem ótengdur aðili hafði haft bílinn á leigu í sólarhring. Grænlendingarnir tóku bílinn á leigu á föstudegi og skiluðu aftur á laugardegi. Um kvöldið hélt Polar Nanoq úr höfn. Grímur Grímsson yfirmaður rannsóknar á hvarfi Birnu Brjánsdóttur.vísir/anton brink Yfirheyrslur áfram í kvöld Grímur segir að árangur hafi náðst úr yfirheyrslum yfir mönnunum tveimur í dag en þriðja manni var sleppt úr haldi þar sem hann liggur ekki lengur undir grun. Hinir mennirnir tveir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald til tveggja vikna en lögregla fór fram á fjögurra vikna varðhald. Var úrskurðurinn kærður til Hæstaréttar. Grímur segist reikna með að yfirheyrslum verði framhaldið í kvöld en svo haldi menn til síns heima í nótt. Yfirheyrslum verði framhaldið í fyrramálið. Þá sagði Grímur í Kastljósi í kvöld að fólk sem sést hefur á gangi eða hlaupum á Laugavegi í upptökum sem birtar hafa verið úr eftirlitsmyndavélum umræddan laugardagsmorgun ekki tengt málinu. Sjómennirnir tveir hafi ekki verið fótgangandi eða hlaupandi á Laugavegi. Bíllinn var dreginn af bílastæði í Hlíðasmára í Kópavogi í hádeginu á þriðjudag.vísir Gögn benda til misindisverksVísir greindi frá því í dag að við rannsókn lögreglu á bílnum hafi fundist gögn sem bendi til þess að misindisverk hafi verið framið í bílnum. Grímur vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað en Vísir hefur heimildir fyrir því að þetta sé tilfellið. Þá herma heimildir fréttastofu að mennirnir tveir hafi komið saman á bílnum að Hafnarfjarðarhöfn um klukkan 6.20 á laugardagsmorgun, tæpum þrjátíu mínútum eftir að slökkt var handvirkt á farsíma Birnu. Þeir sjást á myndavélum stíga út úr bílnum og ræða saman í nokkra stund fyrir utan bílinn, áður en annar þeirra fer um borð í skipið. Hinn ekur í burtu og sést næst á sömu eftirlitsmyndavél við höfnina um fjörutíu og fimm mínútum síðar. Birna sést ekki á myndavélakerfi hafnarinnar og hefur Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn málsins, sagt ekkert benda til þess að Birna hafi farið um borð í skipið. Bíllinn var á nokkru rápi til og frá höfninni fram yfir hádegi á laugardeginum sem gerði það að verkum að ferðir hans þóttu nokkuð grunsamlegar. Bílnum var aftur ekið frá höfninni seinni part dags og kom ekki aftur fyrr en rétt áður en skipið lét úr höfn.
Birna Brjánsdóttir Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira