Yfirheyrslur fóru fram á dönsku og ensku Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. janúar 2017 09:43 Frá Hverfisgötu eftir miðnætti í nótt þegar skipverjarnir þrír komu á lögreglustöðina við Hverfisgötu. Vísir/Ernir Skipverjarnir þrír sem handteknir voru um borð í grænlenska togaranum Polar Nanoq í gær voru yfirheyrðir á lögreglustöðinni á Hverfisgötu í nótt. Yfirheyrslum lauk um klukkan átta í morgun. Unnsteinn Elvarsson, verjandi eins skipverja, var staddur yfirheyrslu yfir einum mannanna í nótt. Hann staðfestir það í samtali við Vísi. Unnsteinn segist ekki geta tjáð sig um það sem fram fór. Lögreglan verði að svara spurningum blaðamanna hvað það varðar. Óeðlilegt sé að reka málið í fjölmiðlum. Fram kemur á RÚV að yfirheyrslurnar fóru fram á dönsku og ensku en mennirnir þrír, sem grunaðir erum um að hafa upplýsingar er varða hvarfið á Birnu Brjánsdóttur, eru Grænlendingar. Samkvæmt heimildum fréttastofu var túlkur bókaður í gærdag þegar búið var að handtaka fyrri mennina tvo. Túlkur var svo viðstaddur yfirheyrslurnar í nótt. Mennirnir þrír voru leiddir frá borði togarans í Hafnarfjarðarhöfn á tólfta tímanum í gærkvöldi. Þaðan voru þeir fluttir á Hverfisgötuna þar sem yfirheyrslur hófust. Björgunarsveitarmenn leituðu fram á nótt, bæði við Hafnarfjarðarhöfn og á Strandaheiði. Rannsakað sem sakamál Hvarfið á Birnu er nú rannsakað sem sakamál. Á þessum tímapunkti eru mennirnir þrír þó aðeins grunaðir um að hafa upplýsingar er varða hvarf Birnu að því er fram hefur komið í máli Gríms Grímssonar, yfirlögregluþjóns sem stýrir rannsókn málsins. Athygli hefur vakið að snjór fannst undir skóm Birnu þegar þeir fundust við Hafnarfjarðarhöfn á mánudagskvöldið, tæpum þremur sólarhringum eftir að Birna sást síðast, á sjötta tímanum á laugardagsmorgun. „Við fengum upplýsingar um það frá þeim mönnum sem fundu skóna að þegar þeir komu að þeim að þá voru þeir þaktir snjó þannig að það virðist nú bara hafa verið þannig að það hafi snjóað að þeim, skafið að þeim með þeim hætti að svona hafi snjórinn endað á skónum. Þannig að við höfum ekki verið að leggja neina áherslu á það að þeim hafi verið komið fyrir þarna með öðrum hætti. Hins vegar er alveg ljóst og það er alveg til skoðunar að Birna hafi ekki farið úr skónum þarna heldur að þeim hafi verið komið þarna fyrir,“ sagði Grímur í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun. Mögulega reynt að villa fyrir lögreglu Það gæti hafa verið gert til að villa um fyrir lögreglu, án þess að það sé vitað. Vel sé mögulegt að aðrir en þeir sem handteknir hafa verið eigi aðild að málinu. Þótt snjór hefði fundist á skónum tveimur sólarhringum eftir að Polar Nanoq lagði úr höfn sé vel mögulegt að skónum hafi verið komið fyrir áður en skipið lagði úr höfn seinni part laugardags. „Ég ítreka það að það er alveg opið, aðild einhverra sem voru ekki í skipinu. Það var hins vegar alveg mögulegt að koma fyrir skóm áður en skipið fór.“ Að neðan má sjá myndskeið frá því eftir miðnætti í gærkvöldi þegar mennirnir voru færðir til yfirheyrslu við lögreglustöðina á Hverfisgötu. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Yfirheyrslum lokið: Hvarf Birnu rannsakað sem sakamál Grímur Grímsson segir að hvarfið sé rannsakað sem sakamál, en hann hefur hingað til ekki viljað skilgreina málið sem slíkt opinberlega. 19. janúar 2017 08:34 Rannsókn um borð í Polar Nanoq lokið: Yfirheyrslur standa enn yfir Yfirheyrslur á grænlensku þremenningunum sem handteknir voru í gær standa enn yfir. 19. janúar 2017 06:45 Fjölmargir fylgdu lögreglu eftir niður á Hverfisgötu Einn fór inn fyrir afgirt svæði og smellti af mynd. 19. janúar 2017 00:57 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður Sjá meira
Skipverjarnir þrír sem handteknir voru um borð í grænlenska togaranum Polar Nanoq í gær voru yfirheyrðir á lögreglustöðinni á Hverfisgötu í nótt. Yfirheyrslum lauk um klukkan átta í morgun. Unnsteinn Elvarsson, verjandi eins skipverja, var staddur yfirheyrslu yfir einum mannanna í nótt. Hann staðfestir það í samtali við Vísi. Unnsteinn segist ekki geta tjáð sig um það sem fram fór. Lögreglan verði að svara spurningum blaðamanna hvað það varðar. Óeðlilegt sé að reka málið í fjölmiðlum. Fram kemur á RÚV að yfirheyrslurnar fóru fram á dönsku og ensku en mennirnir þrír, sem grunaðir erum um að hafa upplýsingar er varða hvarfið á Birnu Brjánsdóttur, eru Grænlendingar. Samkvæmt heimildum fréttastofu var túlkur bókaður í gærdag þegar búið var að handtaka fyrri mennina tvo. Túlkur var svo viðstaddur yfirheyrslurnar í nótt. Mennirnir þrír voru leiddir frá borði togarans í Hafnarfjarðarhöfn á tólfta tímanum í gærkvöldi. Þaðan voru þeir fluttir á Hverfisgötuna þar sem yfirheyrslur hófust. Björgunarsveitarmenn leituðu fram á nótt, bæði við Hafnarfjarðarhöfn og á Strandaheiði. Rannsakað sem sakamál Hvarfið á Birnu er nú rannsakað sem sakamál. Á þessum tímapunkti eru mennirnir þrír þó aðeins grunaðir um að hafa upplýsingar er varða hvarf Birnu að því er fram hefur komið í máli Gríms Grímssonar, yfirlögregluþjóns sem stýrir rannsókn málsins. Athygli hefur vakið að snjór fannst undir skóm Birnu þegar þeir fundust við Hafnarfjarðarhöfn á mánudagskvöldið, tæpum þremur sólarhringum eftir að Birna sást síðast, á sjötta tímanum á laugardagsmorgun. „Við fengum upplýsingar um það frá þeim mönnum sem fundu skóna að þegar þeir komu að þeim að þá voru þeir þaktir snjó þannig að það virðist nú bara hafa verið þannig að það hafi snjóað að þeim, skafið að þeim með þeim hætti að svona hafi snjórinn endað á skónum. Þannig að við höfum ekki verið að leggja neina áherslu á það að þeim hafi verið komið fyrir þarna með öðrum hætti. Hins vegar er alveg ljóst og það er alveg til skoðunar að Birna hafi ekki farið úr skónum þarna heldur að þeim hafi verið komið þarna fyrir,“ sagði Grímur í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun. Mögulega reynt að villa fyrir lögreglu Það gæti hafa verið gert til að villa um fyrir lögreglu, án þess að það sé vitað. Vel sé mögulegt að aðrir en þeir sem handteknir hafa verið eigi aðild að málinu. Þótt snjór hefði fundist á skónum tveimur sólarhringum eftir að Polar Nanoq lagði úr höfn sé vel mögulegt að skónum hafi verið komið fyrir áður en skipið lagði úr höfn seinni part laugardags. „Ég ítreka það að það er alveg opið, aðild einhverra sem voru ekki í skipinu. Það var hins vegar alveg mögulegt að koma fyrir skóm áður en skipið fór.“ Að neðan má sjá myndskeið frá því eftir miðnætti í gærkvöldi þegar mennirnir voru færðir til yfirheyrslu við lögreglustöðina á Hverfisgötu.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Yfirheyrslum lokið: Hvarf Birnu rannsakað sem sakamál Grímur Grímsson segir að hvarfið sé rannsakað sem sakamál, en hann hefur hingað til ekki viljað skilgreina málið sem slíkt opinberlega. 19. janúar 2017 08:34 Rannsókn um borð í Polar Nanoq lokið: Yfirheyrslur standa enn yfir Yfirheyrslur á grænlensku þremenningunum sem handteknir voru í gær standa enn yfir. 19. janúar 2017 06:45 Fjölmargir fylgdu lögreglu eftir niður á Hverfisgötu Einn fór inn fyrir afgirt svæði og smellti af mynd. 19. janúar 2017 00:57 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður Sjá meira
Yfirheyrslum lokið: Hvarf Birnu rannsakað sem sakamál Grímur Grímsson segir að hvarfið sé rannsakað sem sakamál, en hann hefur hingað til ekki viljað skilgreina málið sem slíkt opinberlega. 19. janúar 2017 08:34
Rannsókn um borð í Polar Nanoq lokið: Yfirheyrslur standa enn yfir Yfirheyrslur á grænlensku þremenningunum sem handteknir voru í gær standa enn yfir. 19. janúar 2017 06:45
Fjölmargir fylgdu lögreglu eftir niður á Hverfisgötu Einn fór inn fyrir afgirt svæði og smellti af mynd. 19. janúar 2017 00:57