Peningaleysi lögreglunnar tafði fyrir Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 19. janúar 2017 07:00 Myndavélar lögreglunnar eru um 20 ára gamlar og eru aðeins átta á víð og dreif um miðborgina. vísir/vilhelm „Það er skelfilegt til þess að hugsa að gæði myndavéla skuli gera það að verkum að svona mikilvægur rannsóknarþáttur skuli tefjast. Það er með ólíkindum á þessari tölvuöld,“ segir Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, en athygli hefur vakið hversu óskýrar myndir lögreglunnar eru af för Birnu Brjánsdóttur nóttina sem hún hvarf. Greint var frá því á blaðamannafundi á mánudag að lögreglan hefði ekki skráningarnúmer Kia Rio-bílsins, sem hún þurfti að finna, vegna lélegra gæða eftirlitsmyndavélanna. Þurfti lögreglan því að notast við útilokunaraðferð til að finna bílinn og sagði Grímur Grímsson, sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu, að lögreglan hefði skoðað 126 bíla. Hefði lögreglan séð bílnúmerið strax hefði það þrengt leitina og sparað mikinn tíma.Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna.Lögreglan hefur fullan aðgang að átta myndavélum samkvæmt rannsókn Bryndísar Björgvinsdóttir og Valdimars Tr. Hafstein í félagsvísindum við Háskóla Íslands frá 2010. Snorri segist efast um að eftirlitsmyndavélar séu orðnar fleiri eða uppfærðar en eftirlitsmyndavélarnar voru settar upp fyrir um 20 árum. „Ég nánast leyfi mér að fullyrða að það hafi ekki orðið nein breyting án þess að ég viti það fyrir víst. Fjárhagsstaðan hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu er slík að það er útilokað að það sé búið að bæta við eða endurnýja þær vélar sem eru uppi. Þetta eru vélar sem voru settar upp í samvinnu við Reykjavíkurborg árið 1997 og þetta voru og eru enn miklir hlunkar,“ segir hann.Sigríður Andersen dómsmálaráðherra.vísir/ernirAlls eru á þriðja hundrað eftirlitsmyndavélar í miðbæ Reykjavíkur samkvæmt rannsókn þeirra Bryndísar og Valdimars. Samkvæmt upplýsingum frá Securitas beinast þær yfirleitt að bakhúsum og inn í verslanir. Götur miðborgarinnar eru því lítið vaktaðar en Birna hvarf sjónum lögreglu við Laugaveg 31. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra er að setja sig inn í starfið og átti erfitt með að tjá sig um hvort eftirlitsmyndavélar lögreglunnar yrðu endurnýjaðar og betrumbættar. „En ef það eru einhverjar vélar sem eru ekki að virka verður það að sjálfsögðu skoðað. En það eru sjónarmið í þessu, bæði með og á móti, og það gilda strangar reglur um eftirlitsmyndavélar sem beinast út á götu,“ segir hún. Snorri segist skilja persónuverndarsjónarmiðin en þau aftri rannsóknum lögreglunnar. „Búnaðurinn er orðinn þannig að það er varla hægt að nota hann. Þessar myndir sem hafa verið að birtast, það þarf að vera ansi fróður um bíla til að vita að þetta sé þessi ákveðna tegund, bara sem dæmi.“Myndin sýnir ferð Birnu Brjánsdóttur í miðbæ Reykjavíkur fyrir hvarf hennar og staðsetningu þeirra öryggismyndavéla sem birtar hafa verið myndir úr.Vísir/Loftmyndir Birtist í Fréttablaðinu Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Útgerð Polar Nanoq: Engin kæra verið lögð fram á hendur neinum í áhöfninni Útgerðin heitir því að veita lögreglu alla mögulega aðstoð við rannsókn málsins. 18. janúar 2017 10:14 Eftirlitsmyndavélakerfið í miðborg Reykjavíkur tekið til gagngerrar endurskoðunar Eftirlitsmyndavélakerfið í miðborg Reykjavíkur verður tekið til gagngerrar endurskoðunar í kjölfar máls Birnu Brjánsdóttur. 17. janúar 2017 12:14 Leitin að Birnu: Tveir menn handteknir Handteknir um borð í Polar Nanoq en sérsveitarmenn tóku yfir stjórn skipsins. 18. janúar 2017 18:23 Lögregla hefur lagt hald á rauða Kia Rio bifreið Bíllinn var dreginn af bílastæði við Hlíðarsmára í Kópavogi. 17. janúar 2017 15:12 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
„Það er skelfilegt til þess að hugsa að gæði myndavéla skuli gera það að verkum að svona mikilvægur rannsóknarþáttur skuli tefjast. Það er með ólíkindum á þessari tölvuöld,“ segir Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, en athygli hefur vakið hversu óskýrar myndir lögreglunnar eru af för Birnu Brjánsdóttur nóttina sem hún hvarf. Greint var frá því á blaðamannafundi á mánudag að lögreglan hefði ekki skráningarnúmer Kia Rio-bílsins, sem hún þurfti að finna, vegna lélegra gæða eftirlitsmyndavélanna. Þurfti lögreglan því að notast við útilokunaraðferð til að finna bílinn og sagði Grímur Grímsson, sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu, að lögreglan hefði skoðað 126 bíla. Hefði lögreglan séð bílnúmerið strax hefði það þrengt leitina og sparað mikinn tíma.Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna.Lögreglan hefur fullan aðgang að átta myndavélum samkvæmt rannsókn Bryndísar Björgvinsdóttir og Valdimars Tr. Hafstein í félagsvísindum við Háskóla Íslands frá 2010. Snorri segist efast um að eftirlitsmyndavélar séu orðnar fleiri eða uppfærðar en eftirlitsmyndavélarnar voru settar upp fyrir um 20 árum. „Ég nánast leyfi mér að fullyrða að það hafi ekki orðið nein breyting án þess að ég viti það fyrir víst. Fjárhagsstaðan hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu er slík að það er útilokað að það sé búið að bæta við eða endurnýja þær vélar sem eru uppi. Þetta eru vélar sem voru settar upp í samvinnu við Reykjavíkurborg árið 1997 og þetta voru og eru enn miklir hlunkar,“ segir hann.Sigríður Andersen dómsmálaráðherra.vísir/ernirAlls eru á þriðja hundrað eftirlitsmyndavélar í miðbæ Reykjavíkur samkvæmt rannsókn þeirra Bryndísar og Valdimars. Samkvæmt upplýsingum frá Securitas beinast þær yfirleitt að bakhúsum og inn í verslanir. Götur miðborgarinnar eru því lítið vaktaðar en Birna hvarf sjónum lögreglu við Laugaveg 31. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra er að setja sig inn í starfið og átti erfitt með að tjá sig um hvort eftirlitsmyndavélar lögreglunnar yrðu endurnýjaðar og betrumbættar. „En ef það eru einhverjar vélar sem eru ekki að virka verður það að sjálfsögðu skoðað. En það eru sjónarmið í þessu, bæði með og á móti, og það gilda strangar reglur um eftirlitsmyndavélar sem beinast út á götu,“ segir hún. Snorri segist skilja persónuverndarsjónarmiðin en þau aftri rannsóknum lögreglunnar. „Búnaðurinn er orðinn þannig að það er varla hægt að nota hann. Þessar myndir sem hafa verið að birtast, það þarf að vera ansi fróður um bíla til að vita að þetta sé þessi ákveðna tegund, bara sem dæmi.“Myndin sýnir ferð Birnu Brjánsdóttur í miðbæ Reykjavíkur fyrir hvarf hennar og staðsetningu þeirra öryggismyndavéla sem birtar hafa verið myndir úr.Vísir/Loftmyndir
Birtist í Fréttablaðinu Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Útgerð Polar Nanoq: Engin kæra verið lögð fram á hendur neinum í áhöfninni Útgerðin heitir því að veita lögreglu alla mögulega aðstoð við rannsókn málsins. 18. janúar 2017 10:14 Eftirlitsmyndavélakerfið í miðborg Reykjavíkur tekið til gagngerrar endurskoðunar Eftirlitsmyndavélakerfið í miðborg Reykjavíkur verður tekið til gagngerrar endurskoðunar í kjölfar máls Birnu Brjánsdóttur. 17. janúar 2017 12:14 Leitin að Birnu: Tveir menn handteknir Handteknir um borð í Polar Nanoq en sérsveitarmenn tóku yfir stjórn skipsins. 18. janúar 2017 18:23 Lögregla hefur lagt hald á rauða Kia Rio bifreið Bíllinn var dreginn af bílastæði við Hlíðarsmára í Kópavogi. 17. janúar 2017 15:12 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Útgerð Polar Nanoq: Engin kæra verið lögð fram á hendur neinum í áhöfninni Útgerðin heitir því að veita lögreglu alla mögulega aðstoð við rannsókn málsins. 18. janúar 2017 10:14
Eftirlitsmyndavélakerfið í miðborg Reykjavíkur tekið til gagngerrar endurskoðunar Eftirlitsmyndavélakerfið í miðborg Reykjavíkur verður tekið til gagngerrar endurskoðunar í kjölfar máls Birnu Brjánsdóttur. 17. janúar 2017 12:14
Leitin að Birnu: Tveir menn handteknir Handteknir um borð í Polar Nanoq en sérsveitarmenn tóku yfir stjórn skipsins. 18. janúar 2017 18:23
Lögregla hefur lagt hald á rauða Kia Rio bifreið Bíllinn var dreginn af bílastæði við Hlíðarsmára í Kópavogi. 17. janúar 2017 15:12