Undirbúa komu Polar Nanoq: „Vil bara beina því til fólks að sýna stillingu“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. janúar 2017 21:22 Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir lögreglu viðbúna því að það verði mikið af fólki við Hafnarfjarðarhöfn í kvöld þegar grænlenski togarinn Polar Nanoq leggst þar að bryggju um kluakkan 23. Bæði í dag og nú í kvöld hefur verið þó nokkur bílaumferð í kringum höfnina en um borð í togaranum eru þrír skipverjar sem íslenskir lögreglumenn handtóku í dag. Þegar skipið kemur að landi verður farið með mennina á lögreglustað og þeir yfirheyrðir.„Það hefur fylgst mikið með þessu máli og það er alveg viðbúið að það verði mikið af fólki sem vilji vera þarna niður frá þegar skipið kemur. Auðvitað vil ég bara beina því til fólks að sýna stillingu. Við erum að rannsaka mál og þeir sem eru grunaðir hafa ekki verið dæmdir sekir. Þeim ber að sýna tilhlýðilega virðingu eins og öðru fólki,“ segir Grímur í samtali við Vísi. Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Hafnarfirði, segir að öllu svæðinu við Hafnarfjarðarhöfn verði lokað. Þannig geti fólk ekki keyrt inn á svæðið þar sem Polar Nanoq mun koma að bryggju þar sem Óseyrarbraut er lokuð. Margeir segir að það verði því ekkert fyrir fólk að sjá við höfnina.Ljósmyndari Vísis er á hafnarsvæðinu en byrjað er að stafla upp gámum þar. Þeir munu að öllum líkindum byrgja bæði fjölmiðlum og almenningi sem leggur leið sína á svæðið. Grímur segir að gæta þurfi að réttindum þeirra handteknu; lögreglan sé ekki að fara að sýna þá. „Það þarf að gæta að réttindum fólks þó að það sé handtekið. Það er ekki dæmt, og jafnvel þó að fólk sé dæmt þá þarf að gæta að réttindum þess, þannig að við erum ekki að fara að sýna eitthvað fólk. Það voru settir upp gámar til að vera með innri lokun á höfninni til þess að það verði gert eins og lög gera ráð fyrir að færa fólk til yfirheyrslu,“ segir Grímur.Fréttin var seinast uppfærð klukkan 21:51. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Skipstjórinn var ekki handtekinn: Hefðbundið verklag að taka yfir skipið segir lögregla "Við getum ekkert farið um borð í skipið og síðan ákveður skipstjórinn að sigla eitthvað annað en við ætlum að gera.“ 18. janúar 2017 20:00 Leitin að Birnu: Tveir menn handteknir Handteknir um borð í Polar Nanoq en sérsveitarmenn tóku yfir stjórn skipsins. 18. janúar 2017 18:23 Grænlenski togarinn leggst að bryggju í Hafnarfjarðarhöfn Búist við Polar Nanoq klukkan 23. 18. janúar 2017 10:25 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira
Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir lögreglu viðbúna því að það verði mikið af fólki við Hafnarfjarðarhöfn í kvöld þegar grænlenski togarinn Polar Nanoq leggst þar að bryggju um kluakkan 23. Bæði í dag og nú í kvöld hefur verið þó nokkur bílaumferð í kringum höfnina en um borð í togaranum eru þrír skipverjar sem íslenskir lögreglumenn handtóku í dag. Þegar skipið kemur að landi verður farið með mennina á lögreglustað og þeir yfirheyrðir.„Það hefur fylgst mikið með þessu máli og það er alveg viðbúið að það verði mikið af fólki sem vilji vera þarna niður frá þegar skipið kemur. Auðvitað vil ég bara beina því til fólks að sýna stillingu. Við erum að rannsaka mál og þeir sem eru grunaðir hafa ekki verið dæmdir sekir. Þeim ber að sýna tilhlýðilega virðingu eins og öðru fólki,“ segir Grímur í samtali við Vísi. Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Hafnarfirði, segir að öllu svæðinu við Hafnarfjarðarhöfn verði lokað. Þannig geti fólk ekki keyrt inn á svæðið þar sem Polar Nanoq mun koma að bryggju þar sem Óseyrarbraut er lokuð. Margeir segir að það verði því ekkert fyrir fólk að sjá við höfnina.Ljósmyndari Vísis er á hafnarsvæðinu en byrjað er að stafla upp gámum þar. Þeir munu að öllum líkindum byrgja bæði fjölmiðlum og almenningi sem leggur leið sína á svæðið. Grímur segir að gæta þurfi að réttindum þeirra handteknu; lögreglan sé ekki að fara að sýna þá. „Það þarf að gæta að réttindum fólks þó að það sé handtekið. Það er ekki dæmt, og jafnvel þó að fólk sé dæmt þá þarf að gæta að réttindum þess, þannig að við erum ekki að fara að sýna eitthvað fólk. Það voru settir upp gámar til að vera með innri lokun á höfninni til þess að það verði gert eins og lög gera ráð fyrir að færa fólk til yfirheyrslu,“ segir Grímur.Fréttin var seinast uppfærð klukkan 21:51.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Skipstjórinn var ekki handtekinn: Hefðbundið verklag að taka yfir skipið segir lögregla "Við getum ekkert farið um borð í skipið og síðan ákveður skipstjórinn að sigla eitthvað annað en við ætlum að gera.“ 18. janúar 2017 20:00 Leitin að Birnu: Tveir menn handteknir Handteknir um borð í Polar Nanoq en sérsveitarmenn tóku yfir stjórn skipsins. 18. janúar 2017 18:23 Grænlenski togarinn leggst að bryggju í Hafnarfjarðarhöfn Búist við Polar Nanoq klukkan 23. 18. janúar 2017 10:25 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira
Skipstjórinn var ekki handtekinn: Hefðbundið verklag að taka yfir skipið segir lögregla "Við getum ekkert farið um borð í skipið og síðan ákveður skipstjórinn að sigla eitthvað annað en við ætlum að gera.“ 18. janúar 2017 20:00
Leitin að Birnu: Tveir menn handteknir Handteknir um borð í Polar Nanoq en sérsveitarmenn tóku yfir stjórn skipsins. 18. janúar 2017 18:23
Grænlenski togarinn leggst að bryggju í Hafnarfjarðarhöfn Búist við Polar Nanoq klukkan 23. 18. janúar 2017 10:25