Lögregla rannsakar nýja upptöku: Rauðum bíl ekið flóttalega í Garðabæ mínútum eftir að slökkt var á farsíma Birnu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. janúar 2017 16:00 Rúmlega þrír kílómetrar eru frá svæðinu í kringum mastrið í Hafnarfirði og að áhaldageymslunni við Golfklúbb Kópavogs og Garðabæjar. Loftmyndir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur undir höndum upptöku af rauðum bíl, líkast til rauðum Kia Rio, sem náðist á eftirlitsmyndavél áhaldageymslu Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar klukkan 5:53 á laugardagsmorgun. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni sem stýrir rannsókn málsins, staðfestir við Vísi að lögregla hafi myndskeið frá þessum tíma og svæði undir höndum. Samkvæmt heimildum Vísis virðist af myndskeiðinu sem ökumanni bifreiðarinnar bregði þegar hann verður var við að ljós kviknar á eftirlitsmyndavélinni þegar hún greinir hreyfingu. Má merkja það á aksturslagi bifreiðarinnar sem ekið er skyndilega á brott.Áhaldageymsla GKG með Vífilstaðaspítala í baksýn.Vísir/ErnirLögðu hald á rauða Kia Rio bifreiðEins og Vísir greindi frá í dag lagði lögregla hald á rauða Kia Rio bifreið í hádeginu í dag sem hafði verið í leigu hjá starfsmanni verktakafyrirtækis í Hlíðarsmára. Umræddur starfsmaður tók bílinn á leigu í gær, mánudag, en hafði hann ekki í umsjá sinni um helgina. Samkvæmt heimildum Vísis var bíllinn í leigu hjá erlendum ríkisborgurum frá því seinni part föstudags til laugardags. Grímur segir engan hafa réttarstöðu sakbornings á þessu stigi málsins en málið í algjörum forgangi.Áhaldahús Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar. Eftirlitsmyndavélin sést undir þakskegginu.Vísir/ErnirLögreglan gengur út frá því og miðar það við símagögn að Birna hafi farið upp í bíl í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardags, þegar seinast sást til hennar á Laugavegi, og farið með bílnum áleiðis til Hafnarfjarðar þar síminn hennar næst á merki við Flatahraun áður en einhver slekkur á honum klukkan 5:50. Ekki liggur þó ljóst fyrir hvar í miðbænum hún fór upp í bílinn. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Lykilúrskurður fyrir rannsókn lögreglu: Fá leyfi til að skoða farsíma sem notaðir voru á sama svæði og merki barst frá síma Birnu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur til að skoða upplýsingar um farsíma sem ferðast með sama hætti á farsímasendum og sími Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið síðan á aðfaranótt laugardags. 17. janúar 2017 12:45 Skóparið er Birnu Lögreglan hefur staðfest að skóparið sem fannst við Óseyrarbraut í Hafnarfirði sé í eigu Birnu Brjánsdóttur, konunnar sem leitað er að. 17. janúar 2017 15:52 Lögregla hefur lagt hald á rauða Kia Rio bifreið Bíllinn var dreginn af bílastæði við Hlíðarsmára í Kópavogi. 17. janúar 2017 15:12 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur undir höndum upptöku af rauðum bíl, líkast til rauðum Kia Rio, sem náðist á eftirlitsmyndavél áhaldageymslu Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar klukkan 5:53 á laugardagsmorgun. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni sem stýrir rannsókn málsins, staðfestir við Vísi að lögregla hafi myndskeið frá þessum tíma og svæði undir höndum. Samkvæmt heimildum Vísis virðist af myndskeiðinu sem ökumanni bifreiðarinnar bregði þegar hann verður var við að ljós kviknar á eftirlitsmyndavélinni þegar hún greinir hreyfingu. Má merkja það á aksturslagi bifreiðarinnar sem ekið er skyndilega á brott.Áhaldageymsla GKG með Vífilstaðaspítala í baksýn.Vísir/ErnirLögðu hald á rauða Kia Rio bifreiðEins og Vísir greindi frá í dag lagði lögregla hald á rauða Kia Rio bifreið í hádeginu í dag sem hafði verið í leigu hjá starfsmanni verktakafyrirtækis í Hlíðarsmára. Umræddur starfsmaður tók bílinn á leigu í gær, mánudag, en hafði hann ekki í umsjá sinni um helgina. Samkvæmt heimildum Vísis var bíllinn í leigu hjá erlendum ríkisborgurum frá því seinni part föstudags til laugardags. Grímur segir engan hafa réttarstöðu sakbornings á þessu stigi málsins en málið í algjörum forgangi.Áhaldahús Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar. Eftirlitsmyndavélin sést undir þakskegginu.Vísir/ErnirLögreglan gengur út frá því og miðar það við símagögn að Birna hafi farið upp í bíl í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardags, þegar seinast sást til hennar á Laugavegi, og farið með bílnum áleiðis til Hafnarfjarðar þar síminn hennar næst á merki við Flatahraun áður en einhver slekkur á honum klukkan 5:50. Ekki liggur þó ljóst fyrir hvar í miðbænum hún fór upp í bílinn.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Lykilúrskurður fyrir rannsókn lögreglu: Fá leyfi til að skoða farsíma sem notaðir voru á sama svæði og merki barst frá síma Birnu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur til að skoða upplýsingar um farsíma sem ferðast með sama hætti á farsímasendum og sími Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið síðan á aðfaranótt laugardags. 17. janúar 2017 12:45 Skóparið er Birnu Lögreglan hefur staðfest að skóparið sem fannst við Óseyrarbraut í Hafnarfirði sé í eigu Birnu Brjánsdóttur, konunnar sem leitað er að. 17. janúar 2017 15:52 Lögregla hefur lagt hald á rauða Kia Rio bifreið Bíllinn var dreginn af bílastæði við Hlíðarsmára í Kópavogi. 17. janúar 2017 15:12 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Sjá meira
Lykilúrskurður fyrir rannsókn lögreglu: Fá leyfi til að skoða farsíma sem notaðir voru á sama svæði og merki barst frá síma Birnu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur til að skoða upplýsingar um farsíma sem ferðast með sama hætti á farsímasendum og sími Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið síðan á aðfaranótt laugardags. 17. janúar 2017 12:45
Skóparið er Birnu Lögreglan hefur staðfest að skóparið sem fannst við Óseyrarbraut í Hafnarfirði sé í eigu Birnu Brjánsdóttur, konunnar sem leitað er að. 17. janúar 2017 15:52
Lögregla hefur lagt hald á rauða Kia Rio bifreið Bíllinn var dreginn af bílastæði við Hlíðarsmára í Kópavogi. 17. janúar 2017 15:12