Hafa ekki fengið fyllilega staðfest hvort skórnir séu Birnu Atli Ísleifsson skrifar 17. janúar 2017 09:01 Allir mögulegir viðbragðsaðilar; björgunarsveitir, lögregla og Landhelgisgæslan, hafa verið boðuð til leitarinnar að Birnu. Vísir/SÁP „Við höfum ekki fengið fyllilega staðfest að þetta séu skór frá Birnu. Við erum að vinna í því eins og við getum að staðfesta af eða á með það,“ segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn málsins, aðspurður um gang rannsóknarinnar. Skópar áþekkt því sem Birna klæddist þegar hún hvarf sporlaust á fimmta tímanum síðastliðinn laugardagsmorgun fannst á tólfta tímanum við höfnina í Hafnarfirði í gærkvöldi. Þeir eru af gerðinni Dr. Martens og svartir að lit. Um mjög vinsæla tegund skóa er að ræða hjá ungu fólki.Fundað klukkan 9 Fundað verður í stjórnstöð leitarinnar um klukkan 9. „Fljótlega eftir það verðum við með betri upplýsingar um hvernig ætlum að nálgast þetta upp að því marki hvernig við getum talað um það. Fjölmiðlar skilja að við getum ekki upplýst um allar rannsóknaraðgerðir en við getum upplýst að einhverju leyti hvernig leitinni verður háttað.“Sjá einnig:Atburðir næturinnar: Fundu skó eins og Birna var í en umfangsmikil leit við Hafnarfjarðarhöfn engu skilað Athygli vakti að snjó var að finna undir skónum þegar þeir fundust við höfnina. Um þrír sólarhringar eru liðnir síðan Birna hvarf og var nokkuð hlýtt á suðvesturhorni landsins á sunnudag. Öllu kaldara var í gær og snjóaði. „Ég tek alveg undir það að það er merkilegt,“ segir Grímur, aðspurður um snjóinn undir skónum.Skoða eftirlitsmyndavélarGrímur segir að lögregla sé nú komin á fullt í að skoða eftirlitsmyndavélar á þessu svæði og rannsaka alla möguleika. Allir mögulegir viðbragðsaðilar; björgunarsveitir, lögregla og Landhelgisgæslan, hafa nú verið boðaðir til leitarinnar að Birnu. Hlé var gerð á leitinni í nótt en henni verður framhaldið í birtingu.En þetta myndband sem þið birtuð í gær? Hefur fólkið sem birtist þar haft samband við ykkur?„Það sem mér finnst mikilvægt með þetta myndband, er að þeir sem eru á myndbandinu, að þeir hafi samband við okkur. Þó að við reyndum að vinna myndbandið þannig að fólk þekktist ekki, þá muna menn hvenær þeir voru þarna. Að þeir myndu eitthvað meira og gætu komið upplýsingar til okkar hvort þeir hafi orðið var við eitthvað hjá Birnu. Það var stærsti tilgangurinn, að fá fólk sem var þarna á staðnum að hafa samband við okkur,“ segir Grímur. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Atburðir næturinnar: Fundu skó eins og Birna var í en umfangsmikil leit við Hafnarfjarðarhöfn engu skilað "Þetta verður ömurlega með hverri einustu mínútu sem líður og það er afar alvarlegt þegar svona langur tími er liðinn,“ segir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn sem fer fyrir rannsóknnni á máli Birnu Brjánsdóttur. 17. janúar 2017 06:30 Skór af sömu tegund og í sama lit og Birna var í fundust við Hafnarfjarðarhöfn Umfangsmiklar leitaraðgerðir standa yfir í Hafnarfjarðarhöfn eftir að Dr. Martens-skór svipaður þeim sem Birna Brjánsdóttir átti fannst þar fyrr í kvöld. 17. janúar 2017 02:33 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Fleiri fréttir Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Sjá meira
„Við höfum ekki fengið fyllilega staðfest að þetta séu skór frá Birnu. Við erum að vinna í því eins og við getum að staðfesta af eða á með það,“ segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn málsins, aðspurður um gang rannsóknarinnar. Skópar áþekkt því sem Birna klæddist þegar hún hvarf sporlaust á fimmta tímanum síðastliðinn laugardagsmorgun fannst á tólfta tímanum við höfnina í Hafnarfirði í gærkvöldi. Þeir eru af gerðinni Dr. Martens og svartir að lit. Um mjög vinsæla tegund skóa er að ræða hjá ungu fólki.Fundað klukkan 9 Fundað verður í stjórnstöð leitarinnar um klukkan 9. „Fljótlega eftir það verðum við með betri upplýsingar um hvernig ætlum að nálgast þetta upp að því marki hvernig við getum talað um það. Fjölmiðlar skilja að við getum ekki upplýst um allar rannsóknaraðgerðir en við getum upplýst að einhverju leyti hvernig leitinni verður háttað.“Sjá einnig:Atburðir næturinnar: Fundu skó eins og Birna var í en umfangsmikil leit við Hafnarfjarðarhöfn engu skilað Athygli vakti að snjó var að finna undir skónum þegar þeir fundust við höfnina. Um þrír sólarhringar eru liðnir síðan Birna hvarf og var nokkuð hlýtt á suðvesturhorni landsins á sunnudag. Öllu kaldara var í gær og snjóaði. „Ég tek alveg undir það að það er merkilegt,“ segir Grímur, aðspurður um snjóinn undir skónum.Skoða eftirlitsmyndavélarGrímur segir að lögregla sé nú komin á fullt í að skoða eftirlitsmyndavélar á þessu svæði og rannsaka alla möguleika. Allir mögulegir viðbragðsaðilar; björgunarsveitir, lögregla og Landhelgisgæslan, hafa nú verið boðaðir til leitarinnar að Birnu. Hlé var gerð á leitinni í nótt en henni verður framhaldið í birtingu.En þetta myndband sem þið birtuð í gær? Hefur fólkið sem birtist þar haft samband við ykkur?„Það sem mér finnst mikilvægt með þetta myndband, er að þeir sem eru á myndbandinu, að þeir hafi samband við okkur. Þó að við reyndum að vinna myndbandið þannig að fólk þekktist ekki, þá muna menn hvenær þeir voru þarna. Að þeir myndu eitthvað meira og gætu komið upplýsingar til okkar hvort þeir hafi orðið var við eitthvað hjá Birnu. Það var stærsti tilgangurinn, að fá fólk sem var þarna á staðnum að hafa samband við okkur,“ segir Grímur.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Atburðir næturinnar: Fundu skó eins og Birna var í en umfangsmikil leit við Hafnarfjarðarhöfn engu skilað "Þetta verður ömurlega með hverri einustu mínútu sem líður og það er afar alvarlegt þegar svona langur tími er liðinn,“ segir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn sem fer fyrir rannsóknnni á máli Birnu Brjánsdóttur. 17. janúar 2017 06:30 Skór af sömu tegund og í sama lit og Birna var í fundust við Hafnarfjarðarhöfn Umfangsmiklar leitaraðgerðir standa yfir í Hafnarfjarðarhöfn eftir að Dr. Martens-skór svipaður þeim sem Birna Brjánsdóttir átti fannst þar fyrr í kvöld. 17. janúar 2017 02:33 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Fleiri fréttir Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Sjá meira
Atburðir næturinnar: Fundu skó eins og Birna var í en umfangsmikil leit við Hafnarfjarðarhöfn engu skilað "Þetta verður ömurlega með hverri einustu mínútu sem líður og það er afar alvarlegt þegar svona langur tími er liðinn,“ segir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn sem fer fyrir rannsóknnni á máli Birnu Brjánsdóttur. 17. janúar 2017 06:30
Skór af sömu tegund og í sama lit og Birna var í fundust við Hafnarfjarðarhöfn Umfangsmiklar leitaraðgerðir standa yfir í Hafnarfjarðarhöfn eftir að Dr. Martens-skór svipaður þeim sem Birna Brjánsdóttir átti fannst þar fyrr í kvöld. 17. janúar 2017 02:33
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“