Aðalvarðstjóri lögreglu: Sterkur grunur að skórnir séu af Birnu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. janúar 2017 04:32 Enn fjölgar í leitarliði sem tekur þátt í umfangsmikli aðgerð lögreglu og björgunarsveita við Hafnarfjarðarhöfn eftir að skópar, sem talið er geta verið af Birnu Brjánsdóttur, fannst við höfnina um ellefu leytið í kvöld.Ítarlegt uppgjör á atburðum næturinnar eftir að skórnir fundust má lesa hér. Ágúst Svansson aðalvarðstjóri, sem sérhæfir sig í leitaraðgerðum, segir að skóparið sér hugsanlega frá henni. Það er svart og af tegundinni Dr. Martens, sömu tegund og Birna klæddist þegar hún hvarf sporlaust á sjötta tímanum á laugardagsmorgun.Kallað í allt sem hægt er að kalla í „Þar sem við höfum sterkan grun þá þorðum við ekki öðru en að kalla til allt sem við getum kallað til,“ segir Ágúst í samtali við fréttastofu. Björgunarsveitir, lögreglumenn og sérsveitarmenn eru á svæðinu en notast er við tvo dróna, gúmmíbáta og sporhund við leitina. Á blaðamannafundi lögreglu í dag kom fram að síðasta merki af iPhone síma Birnu fannst við gömlu slökkvistöðina í Hafnarfirði klukkan 5:50 umræddan laugardagsmorgun. Skömmu síðar var slökkt á símanum en flest bendir til þess að hann hafi verið á ferð í bíl. Fullmikil tilviljun Nú finnast svo skór, sömuleiðis í Hafnarfirði, af sömu tegund og Birna á. Ágúst segir að þetta virki vissulega sem fullmikil tilviljun. „Jú, maður hefur ónot af þessu. Þess vegna erum við með þessa aðgerð hérna í gangi,“ segir Ágúst. Á fjórða tímanum höfðu engar frekari vísbendingar fundist. „Við höfum ekkert fundið nema skórnir eru komnir fram. Nú erum við að gera skipulag. Það eru komnir nokkrir hópar frá Landsbjörgu og erum enn að bæta í.“Viðtalið við Ágúst má sjá í spilaranum að ofan. Að neðan má svo sjá myndir Vilhelms Gunnarssonar frá leitaraðgerðum í nótt. Vilhelm GunnarssonVilhelm GunnarssonVilhelm GunnarssonVilhelm GunnarssonVilhelm GunnarssonVilhelm GunnarssonVilhelm GunnarssonVilhelm GunnarssonVilhelm GunnarssonVilhelm Gunnarsson Birna Brjánsdóttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Enn fjölgar í leitarliði sem tekur þátt í umfangsmikli aðgerð lögreglu og björgunarsveita við Hafnarfjarðarhöfn eftir að skópar, sem talið er geta verið af Birnu Brjánsdóttur, fannst við höfnina um ellefu leytið í kvöld.Ítarlegt uppgjör á atburðum næturinnar eftir að skórnir fundust má lesa hér. Ágúst Svansson aðalvarðstjóri, sem sérhæfir sig í leitaraðgerðum, segir að skóparið sér hugsanlega frá henni. Það er svart og af tegundinni Dr. Martens, sömu tegund og Birna klæddist þegar hún hvarf sporlaust á sjötta tímanum á laugardagsmorgun.Kallað í allt sem hægt er að kalla í „Þar sem við höfum sterkan grun þá þorðum við ekki öðru en að kalla til allt sem við getum kallað til,“ segir Ágúst í samtali við fréttastofu. Björgunarsveitir, lögreglumenn og sérsveitarmenn eru á svæðinu en notast er við tvo dróna, gúmmíbáta og sporhund við leitina. Á blaðamannafundi lögreglu í dag kom fram að síðasta merki af iPhone síma Birnu fannst við gömlu slökkvistöðina í Hafnarfirði klukkan 5:50 umræddan laugardagsmorgun. Skömmu síðar var slökkt á símanum en flest bendir til þess að hann hafi verið á ferð í bíl. Fullmikil tilviljun Nú finnast svo skór, sömuleiðis í Hafnarfirði, af sömu tegund og Birna á. Ágúst segir að þetta virki vissulega sem fullmikil tilviljun. „Jú, maður hefur ónot af þessu. Þess vegna erum við með þessa aðgerð hérna í gangi,“ segir Ágúst. Á fjórða tímanum höfðu engar frekari vísbendingar fundist. „Við höfum ekkert fundið nema skórnir eru komnir fram. Nú erum við að gera skipulag. Það eru komnir nokkrir hópar frá Landsbjörgu og erum enn að bæta í.“Viðtalið við Ágúst má sjá í spilaranum að ofan. Að neðan má svo sjá myndir Vilhelms Gunnarssonar frá leitaraðgerðum í nótt. Vilhelm GunnarssonVilhelm GunnarssonVilhelm GunnarssonVilhelm GunnarssonVilhelm GunnarssonVilhelm GunnarssonVilhelm GunnarssonVilhelm GunnarssonVilhelm GunnarssonVilhelm Gunnarsson
Birna Brjánsdóttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira