Einhver slökkti á síma Birnu um nóttina Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. janúar 2017 17:28 Fjöldi fólks, vinir og vandamenn, leitaði að Birnu Brjánsdóttur í Hafnarfirði í gær. Birna sást síðast aðfaranótt laugardagsins. Rannsókn lögreglu hefur litlu skilað. Vísir/Eyþór Lögregla telur að slökkt hafi verið á síma Birnu Brjánsdóttur af mannavöldum. Hann hafi ekki orðið batteríslaus. Sími Birnu tengdist símamastrinu á gömlu slökkvistöðinni í Hafnarfirði klukkan 05:50 aðfaranótt laugardags. Síðan hefur ekki verið kveikt á símanum. Þetta kom fram á blaðamannafundi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í dag. Fyrir svörum voru Ásgeir Ásgeirsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn sem stýrir leitinni að Birnu, og Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn málsins. Lögreglan telur tvo möguleika líklegasta í stöðunni miðað við þær upplýsingar sem sjá má úr eftirlitsmyndavélum á sjötta tímanum um nóttina. Annaðhvort hafi Birna farið af Laugavegi niður Vatnsstíg eða farið upp í rauðan Kia Rio bíl sem ekið var niður Laugaveginn á svipuðum tíma. Foreldrar Birnu hafa aðstoðað lögreglu sem hefur meðal annars skoðað Facebook-aðgang hennar. Hins vegar hefur lögregla ekki fengið aðgang að öðrum samfélagsmiðlum en unnið er að því að fá aðgang að þeim. Birna er búsett hjá föður sínum í Bakkahverfinu í Breiðholti en virtist ekki reyna að ná athygli leigubílstjóra á göngu sinni frá Húrra við Tryggvagötu, niður Austurstræti og upp Bankastræti. Það bendi til þess að Birna hafi ekki verið í leit að leigubíl. Sömuleiðis telur fjölskylda hennar ólíklegt að hún hafi ætlað að ganga alla leiðina heim í Breiðholtið. Fjölskylda Birnu segir hana ekki neyta annarra vímuefna en áfengis. Lögregla segir að af eftirlitsmyndavélum að dæma hafi Birna bara verið að skemmta sér á Húrra og ekkert sem gerist þar sem bendi til þess að eitthvað hafi amað að. Á blaðamannafundinum kom fram að Birna var einhleyp en hún og kærasti hennar voru nýhætt saman. Birna Brjánsdóttir Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira
Lögregla telur að slökkt hafi verið á síma Birnu Brjánsdóttur af mannavöldum. Hann hafi ekki orðið batteríslaus. Sími Birnu tengdist símamastrinu á gömlu slökkvistöðinni í Hafnarfirði klukkan 05:50 aðfaranótt laugardags. Síðan hefur ekki verið kveikt á símanum. Þetta kom fram á blaðamannafundi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í dag. Fyrir svörum voru Ásgeir Ásgeirsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn sem stýrir leitinni að Birnu, og Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn málsins. Lögreglan telur tvo möguleika líklegasta í stöðunni miðað við þær upplýsingar sem sjá má úr eftirlitsmyndavélum á sjötta tímanum um nóttina. Annaðhvort hafi Birna farið af Laugavegi niður Vatnsstíg eða farið upp í rauðan Kia Rio bíl sem ekið var niður Laugaveginn á svipuðum tíma. Foreldrar Birnu hafa aðstoðað lögreglu sem hefur meðal annars skoðað Facebook-aðgang hennar. Hins vegar hefur lögregla ekki fengið aðgang að öðrum samfélagsmiðlum en unnið er að því að fá aðgang að þeim. Birna er búsett hjá föður sínum í Bakkahverfinu í Breiðholti en virtist ekki reyna að ná athygli leigubílstjóra á göngu sinni frá Húrra við Tryggvagötu, niður Austurstræti og upp Bankastræti. Það bendi til þess að Birna hafi ekki verið í leit að leigubíl. Sömuleiðis telur fjölskylda hennar ólíklegt að hún hafi ætlað að ganga alla leiðina heim í Breiðholtið. Fjölskylda Birnu segir hana ekki neyta annarra vímuefna en áfengis. Lögregla segir að af eftirlitsmyndavélum að dæma hafi Birna bara verið að skemmta sér á Húrra og ekkert sem gerist þar sem bendi til þess að eitthvað hafi amað að. Á blaðamannafundinum kom fram að Birna var einhleyp en hún og kærasti hennar voru nýhætt saman.
Birna Brjánsdóttir Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira