Lögregla fékk gögn úr eftirlitsmyndavélum Húrra á laugardagskvöld Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. janúar 2017 14:17 Birna var að skemmta sér á Húrra en yfirgaf staðinn um klukkan fimm aðfaranótt laugardags. Vísir Jón Mýrdal, vert á skemmtistaðnum Húrra við Tryggvagötu, segir allt gert til að aðstoða lögreglu við leitina að Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið í tæplega sextíu klukkustundir eða frá því fimm aðfaranótt laugardags. Lögregla hafi fengið gögn úr eftirlitsmyndakerfi Húrra á laugardagskvöldið. Á tólfta tímanum á laugardagskvöldið lýsti lögregla svo formlega eftir Birnu. „Þetta er náttúrulega alveg hræðilegt,“ segir Jón í samtali við Vísi. Hann er sjálfur staddur erlendis en vel inni í málum. Ekki hafi enn verið teknar skýrslur af starfsfólki sem stóð vaktina á Húrra þetta kvöld. Hann á þó von á því að það verði gert.Útgangspunktur leitarinnar sérhæfðra björgunarsveitarmanna er Laugavegur 31 þar sem síðast sást til Birnu á eftirlitsmyndavélum.vísir/loftmyndirHann hafi strax á laugardagskvöldið, eftir að lögregla lýsti eftir Birnu, útvegað gögn úr eftirlitsmyndavél staðarins. „Það sést betur í myndavélakerfinu við hverja hún var í samskiptum við,“ segir Jón. Birna yfirgaf Húrra um fimmleytið og síðast sást til hennar í kringum Laugaveg 31, þar sem Kirkjuhúsið er til húsa. Aðspurður hvort eitthvað sérstakt hafi verið um að vera á Húrra umrætt kvöld og nótt segir Jón að Grapevine hafi afhent tónlistarverðlaun sín fyrr um kvöldið. Birna hafi þó líklega mætt eftir að því var lokið en plötusnúður hafi spilað tónlist um nóttina, eins og venjulega. Húrra lokar klukkan hálf fimm um helgar en svo tekur tíma fyrir fólk að yfirgefa staðinn að sögn Jóns. Sérhæfðir björgunarsveitarmenn ganga nú um miðbæ Reykjavíkur og leita innan 300 metra radíus. Hvarf hennar er ekki rannsakað sem saknæmt að svo stöddu. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Sérhæft björgunarsveitarfólk kallað út til að leita að Birnu Sérhæft björgunarsveitarfólk hefur verið kallað út til að leita að Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið frá því á sjötta tímanum aðfaranótt laugardags. 16. janúar 2017 11:24 Hvarf Birnu ekki rannsakað sem saknæmt að svo stöddu Fjölmargar ábendingar borist lögreglu. 16. janúar 2017 14:09 Ökumaður rauða bílsins enn ekki gefið sig fram Lögregla reynir að fylgja öllum vísbendingum. 16. janúar 2017 11:36 Leitað í 300 metra radíus: „Allt opnað sem hægt er að opna“ Á fjórða tug sérhæfðra björgunarsveitarmanna leita nú að Birnu Brjánsdóttur í miðbæ Reykjavíkur. 16. janúar 2017 12:52 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Sjá meira
Jón Mýrdal, vert á skemmtistaðnum Húrra við Tryggvagötu, segir allt gert til að aðstoða lögreglu við leitina að Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið í tæplega sextíu klukkustundir eða frá því fimm aðfaranótt laugardags. Lögregla hafi fengið gögn úr eftirlitsmyndakerfi Húrra á laugardagskvöldið. Á tólfta tímanum á laugardagskvöldið lýsti lögregla svo formlega eftir Birnu. „Þetta er náttúrulega alveg hræðilegt,“ segir Jón í samtali við Vísi. Hann er sjálfur staddur erlendis en vel inni í málum. Ekki hafi enn verið teknar skýrslur af starfsfólki sem stóð vaktina á Húrra þetta kvöld. Hann á þó von á því að það verði gert.Útgangspunktur leitarinnar sérhæfðra björgunarsveitarmanna er Laugavegur 31 þar sem síðast sást til Birnu á eftirlitsmyndavélum.vísir/loftmyndirHann hafi strax á laugardagskvöldið, eftir að lögregla lýsti eftir Birnu, útvegað gögn úr eftirlitsmyndavél staðarins. „Það sést betur í myndavélakerfinu við hverja hún var í samskiptum við,“ segir Jón. Birna yfirgaf Húrra um fimmleytið og síðast sást til hennar í kringum Laugaveg 31, þar sem Kirkjuhúsið er til húsa. Aðspurður hvort eitthvað sérstakt hafi verið um að vera á Húrra umrætt kvöld og nótt segir Jón að Grapevine hafi afhent tónlistarverðlaun sín fyrr um kvöldið. Birna hafi þó líklega mætt eftir að því var lokið en plötusnúður hafi spilað tónlist um nóttina, eins og venjulega. Húrra lokar klukkan hálf fimm um helgar en svo tekur tíma fyrir fólk að yfirgefa staðinn að sögn Jóns. Sérhæfðir björgunarsveitarmenn ganga nú um miðbæ Reykjavíkur og leita innan 300 metra radíus. Hvarf hennar er ekki rannsakað sem saknæmt að svo stöddu.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Sérhæft björgunarsveitarfólk kallað út til að leita að Birnu Sérhæft björgunarsveitarfólk hefur verið kallað út til að leita að Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið frá því á sjötta tímanum aðfaranótt laugardags. 16. janúar 2017 11:24 Hvarf Birnu ekki rannsakað sem saknæmt að svo stöddu Fjölmargar ábendingar borist lögreglu. 16. janúar 2017 14:09 Ökumaður rauða bílsins enn ekki gefið sig fram Lögregla reynir að fylgja öllum vísbendingum. 16. janúar 2017 11:36 Leitað í 300 metra radíus: „Allt opnað sem hægt er að opna“ Á fjórða tug sérhæfðra björgunarsveitarmanna leita nú að Birnu Brjánsdóttur í miðbæ Reykjavíkur. 16. janúar 2017 12:52 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Sjá meira
Sérhæft björgunarsveitarfólk kallað út til að leita að Birnu Sérhæft björgunarsveitarfólk hefur verið kallað út til að leita að Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið frá því á sjötta tímanum aðfaranótt laugardags. 16. janúar 2017 11:24
Hvarf Birnu ekki rannsakað sem saknæmt að svo stöddu Fjölmargar ábendingar borist lögreglu. 16. janúar 2017 14:09
Ökumaður rauða bílsins enn ekki gefið sig fram Lögregla reynir að fylgja öllum vísbendingum. 16. janúar 2017 11:36
Leitað í 300 metra radíus: „Allt opnað sem hægt er að opna“ Á fjórða tug sérhæfðra björgunarsveitarmanna leita nú að Birnu Brjánsdóttur í miðbæ Reykjavíkur. 16. janúar 2017 12:52