Árangurslaus leit að Birnu: Hún er alltaf „online“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 16. janúar 2017 07:00 Fjöldi fólks, vinir og vandamenn, leitaði að Birnu Brjánsdóttur í Hafnarfirði í gær. Birna sást síðast aðfaranótt laugardagsins. Rannsókn lögreglu hefur litlu skilað. Vísir/Eyþór Vinir, skyldmenni og velunnarar leituðu í gær að Birnu Brjánsdóttur en ekkert hefur spurst til ferða hennar í tvo sólarhringa. Ekki þótti unnt að hefja allsherjarleit í gær. Birna er fædd 1996, rauðhærð, 170 sentímetrar á hæð og um 70 kíló. Hún var klædd í svartar gallabuxur, gráa peysu, svartan flísjakka með hettu og svarta Dr. Martens skó þegar síðast sást til hennar. Það var þegar hún fór út af skemmtistaðnum Húrra um klukkan fimm á laugardagsmorgun. Unnt var að rekja ferðir síma hennar í Flatahraun í Hafnarfirði en síðan hefur verið slökkt á honum. Í upphafi leitaði fólk því í Hafnarfirði en einnig var leitað í Öskjuhlíð og Heiðmörk.Birna BrjánsdóttirLögreglu- og björgunarsveitarmenn hafa hingað til ekki tekið þátt í leitinni þar sem talið var að skortur væri á vísbendingum um ferðir Birnu. Þó að sími hennar hafi sent frá sér merki í Hafnarfirði sé engin leið að vita hvort hún hafi verið þar á ferð, hvort hún hafi verið fótgangandi eða í bíl, eða símanum hafi hreinlega verið stolið. Í stöðuuppfærslu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem birtist á tíunda tímanum í gærkvöldi, var ítrekað að enn væri lýst eftir Birnu. Málið væri í algerum forgangi og hefðu starfsmenn embættisins skoðað upptökur úr eftirlitsmyndavélum og símagögn nær sleitulaust í allan gærdag. Fundað var um málið í gærkvöldi til að ákveða næstu skref.Faðir Birnu, Brjánn Guðjónsson, deildi myndbandinu að neðan í þeirri von að það gæti hjálpað til við leitina.„Sá möguleiki er fyrir hendi að símanum hennar hafi verið stolið. Síðustu skilaboð úr honum voru send klukkan 3 en hann sendir síðan frá sér merki í Hafnarfirði rúmum tveimur tímum síðar,“ segir Sigurlaug Hreinsdóttir, móðir Birnu. Að sögn Sigurlaugar sást til dóttur hennar ganga upp Laugaveginn skömmu eftir að hún fór af Húrra en það fæst ekki staðfest af lögreglu. „Þetta er úr karakter að hverfa svona. Hún er alltaf „online“ og í samskiptum við vinkonur sínar. Það er yfirleitt ekkert mál að ná í hana ef maður þarf,“ segir Sigurlaug. Lögregla biður þá sem hafa upplýsingar um ferðir Birnu að hafa samband í síma 444-1000.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Leitin að Birnu í „algjörum forgangi“ hjá lögreglu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir enn eftir Birnu Brjánsdóttur, sem er fædd árið 1996. 15. janúar 2017 21:10 Lögreglan leitar að Birnu Brjánsdóttur Síðast er vitað um Birnu í miðborg Reykjavíkur um kl. 02:00 – 03:00 síðastliðna nótt. 14. janúar 2017 23:55 „Ef þið eruð að halda henni í gíslingu, sleppið henni“ Móðir Birnu Brjánsdóttur, segist vilja allsherjarleit að dóttur sinni á meðan enn sé von um að hún finnist. 15. janúar 2017 19:01 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent Íþróttamaður ársins fékk ekki að líftryggja sig vegna BMI-stuðulsins Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Vinir, skyldmenni og velunnarar leituðu í gær að Birnu Brjánsdóttur en ekkert hefur spurst til ferða hennar í tvo sólarhringa. Ekki þótti unnt að hefja allsherjarleit í gær. Birna er fædd 1996, rauðhærð, 170 sentímetrar á hæð og um 70 kíló. Hún var klædd í svartar gallabuxur, gráa peysu, svartan flísjakka með hettu og svarta Dr. Martens skó þegar síðast sást til hennar. Það var þegar hún fór út af skemmtistaðnum Húrra um klukkan fimm á laugardagsmorgun. Unnt var að rekja ferðir síma hennar í Flatahraun í Hafnarfirði en síðan hefur verið slökkt á honum. Í upphafi leitaði fólk því í Hafnarfirði en einnig var leitað í Öskjuhlíð og Heiðmörk.Birna BrjánsdóttirLögreglu- og björgunarsveitarmenn hafa hingað til ekki tekið þátt í leitinni þar sem talið var að skortur væri á vísbendingum um ferðir Birnu. Þó að sími hennar hafi sent frá sér merki í Hafnarfirði sé engin leið að vita hvort hún hafi verið þar á ferð, hvort hún hafi verið fótgangandi eða í bíl, eða símanum hafi hreinlega verið stolið. Í stöðuuppfærslu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem birtist á tíunda tímanum í gærkvöldi, var ítrekað að enn væri lýst eftir Birnu. Málið væri í algerum forgangi og hefðu starfsmenn embættisins skoðað upptökur úr eftirlitsmyndavélum og símagögn nær sleitulaust í allan gærdag. Fundað var um málið í gærkvöldi til að ákveða næstu skref.Faðir Birnu, Brjánn Guðjónsson, deildi myndbandinu að neðan í þeirri von að það gæti hjálpað til við leitina.„Sá möguleiki er fyrir hendi að símanum hennar hafi verið stolið. Síðustu skilaboð úr honum voru send klukkan 3 en hann sendir síðan frá sér merki í Hafnarfirði rúmum tveimur tímum síðar,“ segir Sigurlaug Hreinsdóttir, móðir Birnu. Að sögn Sigurlaugar sást til dóttur hennar ganga upp Laugaveginn skömmu eftir að hún fór af Húrra en það fæst ekki staðfest af lögreglu. „Þetta er úr karakter að hverfa svona. Hún er alltaf „online“ og í samskiptum við vinkonur sínar. Það er yfirleitt ekkert mál að ná í hana ef maður þarf,“ segir Sigurlaug. Lögregla biður þá sem hafa upplýsingar um ferðir Birnu að hafa samband í síma 444-1000.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Leitin að Birnu í „algjörum forgangi“ hjá lögreglu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir enn eftir Birnu Brjánsdóttur, sem er fædd árið 1996. 15. janúar 2017 21:10 Lögreglan leitar að Birnu Brjánsdóttur Síðast er vitað um Birnu í miðborg Reykjavíkur um kl. 02:00 – 03:00 síðastliðna nótt. 14. janúar 2017 23:55 „Ef þið eruð að halda henni í gíslingu, sleppið henni“ Móðir Birnu Brjánsdóttur, segist vilja allsherjarleit að dóttur sinni á meðan enn sé von um að hún finnist. 15. janúar 2017 19:01 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent Íþróttamaður ársins fékk ekki að líftryggja sig vegna BMI-stuðulsins Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Leitin að Birnu í „algjörum forgangi“ hjá lögreglu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir enn eftir Birnu Brjánsdóttur, sem er fædd árið 1996. 15. janúar 2017 21:10
Lögreglan leitar að Birnu Brjánsdóttur Síðast er vitað um Birnu í miðborg Reykjavíkur um kl. 02:00 – 03:00 síðastliðna nótt. 14. janúar 2017 23:55
„Ef þið eruð að halda henni í gíslingu, sleppið henni“ Móðir Birnu Brjánsdóttur, segist vilja allsherjarleit að dóttur sinni á meðan enn sé von um að hún finnist. 15. janúar 2017 19:01