Rauða hárið í ættinni og tónlistin líka Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 12. janúar 2017 10:15 Herdís Mjöll í fremstu röð með fiðluna sína á æfingu með Sinfóníunni fyrir kvöldið. Vísir/Ernir Ég ætla að spila fiðlukonsert Mendelssohns í E-dúr. Mér finnst hann mjög fallegur og líka spes að því leyti að hann er erfiðari í meðförum en hann hljómar. Ég fékk að velja á milli hans og annars konserts,“ segir Herdís Mjöll Guðmundsdóttir um einleik sinn á fiðlu á sinfóníutónleikum kvöldsins í Hörpu. Herdís Mjöll var ein þeirra sem skoruðu hátt í nemendasamkeppni á liðnu hausti á vegum Listaháskólans og Sinfóníunnar sem þeir nemendur sem stunda hljóðfæra- eða söngnám á fyrsta háskólastigi mega taka þátt í. Hún segir keppnina vera stórt tækifæri. Aðrar sem komust áfram og verða sólóistar í kvöld eru þær Hrafnhildur Marta Guðmundsdóttir á selló, Auður Edda Erlendsdóttir á klarínett og Jóna G. Kolbrúnardóttir sópran. Herdís Mjöll er yngst í hópnum. Hún er tvítug og er á síðustu önn tveggja ára diplómabrautar við Listaháskólann sem hún byrjaði á meðan hún var enn í MH en þaðan varð hún stúdent síðasta vor. Hvað tekur svo við? „Ég að reyna að komast inn í skóla erlendis, bæði í Chigaco og í Indiana í Bandaríkjunum og líka Helsinki í Finnlandi í Sibelius Akademíuna. Þar er ein íslensk vinkona mín og ég þekki líka fólk þar sem ég var með í hljómsveitinni Orkester Norden þegar ég var 16 ára. Þá mundi ég læra nýtt tungumál í leiðinni, það væri gaman.“ Enskan er Herdísi Mjöll ekki framandi, í fyrrasumar kveðst hún hafa verið í tvo mánuði í Bandaríkjunum við tónlistarnám. „Það er síðasta stóra verkefnið sem ég hef verið í erlendis,“ segir hún. Fimm ára kveðst Herdís Mjöll hafa byrjað að handfjatla fiðluna í Allegro Suzukiskólanum. „Þaðan lá leiðin í Tónlistarskólann í Reykjavík, helsti kennari minn þar var Guðný Guðmundsdóttir. Ég er enn að læra hjá henni og líka Sigrúnu Eðvaldsdóttur,“ lýsir hún. Kom aldrei tímabil sem hana langaði að hætta? „Jú, ég neita því ekki en ég er búin að verja svo miklum tíma í æfingar að það er ekki hægt.“ Rauða hárið hennar Herdísar Mjallar vekur athygli. Skyldi hún hafa tekið þátt í samkeppninni um rauðhærðasta Íslendinginn? (Hlæjandi) „Nei, ekki ennþá, ég hef yfirleitt verið í útlöndum þegar hún hefur verið haldin en mig langar að prófa það. Ég verð að bregða mér á Skagann á Írska daga einhvern tíma. Þessi hárlitur er í ættinni. Pabbi er með rautt skegg og mamma var rauðhærð þegar hún var lítil.“ En tónlistin, er hún í ættinni? „Foreldrar mínir eru ekki í tónlist en hún Guðný Guðmundsdóttir, fiðluleikari og kennari minn, er ömmusystir mín.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 12. janúar 2017 Menning Mest lesið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Trommari Blondie er fallinn frá Lífið Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Ég ætla að spila fiðlukonsert Mendelssohns í E-dúr. Mér finnst hann mjög fallegur og líka spes að því leyti að hann er erfiðari í meðförum en hann hljómar. Ég fékk að velja á milli hans og annars konserts,“ segir Herdís Mjöll Guðmundsdóttir um einleik sinn á fiðlu á sinfóníutónleikum kvöldsins í Hörpu. Herdís Mjöll var ein þeirra sem skoruðu hátt í nemendasamkeppni á liðnu hausti á vegum Listaháskólans og Sinfóníunnar sem þeir nemendur sem stunda hljóðfæra- eða söngnám á fyrsta háskólastigi mega taka þátt í. Hún segir keppnina vera stórt tækifæri. Aðrar sem komust áfram og verða sólóistar í kvöld eru þær Hrafnhildur Marta Guðmundsdóttir á selló, Auður Edda Erlendsdóttir á klarínett og Jóna G. Kolbrúnardóttir sópran. Herdís Mjöll er yngst í hópnum. Hún er tvítug og er á síðustu önn tveggja ára diplómabrautar við Listaháskólann sem hún byrjaði á meðan hún var enn í MH en þaðan varð hún stúdent síðasta vor. Hvað tekur svo við? „Ég að reyna að komast inn í skóla erlendis, bæði í Chigaco og í Indiana í Bandaríkjunum og líka Helsinki í Finnlandi í Sibelius Akademíuna. Þar er ein íslensk vinkona mín og ég þekki líka fólk þar sem ég var með í hljómsveitinni Orkester Norden þegar ég var 16 ára. Þá mundi ég læra nýtt tungumál í leiðinni, það væri gaman.“ Enskan er Herdísi Mjöll ekki framandi, í fyrrasumar kveðst hún hafa verið í tvo mánuði í Bandaríkjunum við tónlistarnám. „Það er síðasta stóra verkefnið sem ég hef verið í erlendis,“ segir hún. Fimm ára kveðst Herdís Mjöll hafa byrjað að handfjatla fiðluna í Allegro Suzukiskólanum. „Þaðan lá leiðin í Tónlistarskólann í Reykjavík, helsti kennari minn þar var Guðný Guðmundsdóttir. Ég er enn að læra hjá henni og líka Sigrúnu Eðvaldsdóttur,“ lýsir hún. Kom aldrei tímabil sem hana langaði að hætta? „Jú, ég neita því ekki en ég er búin að verja svo miklum tíma í æfingar að það er ekki hægt.“ Rauða hárið hennar Herdísar Mjallar vekur athygli. Skyldi hún hafa tekið þátt í samkeppninni um rauðhærðasta Íslendinginn? (Hlæjandi) „Nei, ekki ennþá, ég hef yfirleitt verið í útlöndum þegar hún hefur verið haldin en mig langar að prófa það. Ég verð að bregða mér á Skagann á Írska daga einhvern tíma. Þessi hárlitur er í ættinni. Pabbi er með rautt skegg og mamma var rauðhærð þegar hún var lítil.“ En tónlistin, er hún í ættinni? „Foreldrar mínir eru ekki í tónlist en hún Guðný Guðmundsdóttir, fiðluleikari og kennari minn, er ömmusystir mín.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 12. janúar 2017
Menning Mest lesið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Trommari Blondie er fallinn frá Lífið Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira