Þetta eru gífurlega stórar fréttir enda eru þau tvö af vinsælustu söngvurum heimsins í dag. Selena var áður með Justin Bieber og The Weeknd var með fyrirsætunni Bella Hadid þangað til í nóvember á seinasta ári.
Ekki er vitað hvað þau eru búin að vera lengi að hittast en miðað við myndirnar þá var þetta ekki fyrsta stefnumótið þeirra. Þau komu bæði fram á Victoria's Secret tískusýningunni árið 2015 svo þau eru búin að þekkjast í minnsta kosti eitt ár.
Selena Gomez and The Weeknd Making Out (PHOTO GALLERY) https://t.co/jTBlzhPj9d
— TMZ (@TMZ) January 11, 2017