Svona lítur stjórnarsáttmálinn út Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 10. janúar 2017 15:17 Formenn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar undirrituðu sáttmála um ríkisstjórnarsamstarf í Gerðarsafni í Kópavogi í dag klukkan 14:30. Vísir/Ernir Formenn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar undirrituðu sáttmála um ríkisstjórnarsamstarf í Gerðarsafni í Kópavogi í dag klukkan hálf þrjú Samkvæmt honum mun Sjálfstæðisflokkurinn fá forsætis-, innanríkis- mennta-, iðnaðar og viðskipta- og utanríkisráðuneytið. Björt Framtíð mun sitja í heilbrigðis- og umhverfisráðuneytunum. Viðreisn verður svo með fjármálaráðuneytið, sjávarútvegs- og landbúnarðarráðuneytð og félagsmálráðherra innan velferðarráðuneytis á sinni könnu. Sáttmálinn er alls átta blaðsíður og í inngangi hans segir að jafnvægi og framsýni verði leiðarstef ríkisstjórnarinnar. Ísland eigi að vera eftirsóknarvert fyrir alla sem vilja taka þátt í að byggja upp íslenskt samfélag til framtíðar. „Treysta þarf samkeppnishæfni Íslands. Ríkisstjórnin mun stuðla að uppbyggingu á innviðum samfélagsins, samgöngum, heilbrigðis- og menntakerfi og kraftmiklu og samkeppnishæfu atvinnulífi fyrir íbúa um land allt. Forsenda þess að sótt verði fram í átt að bættum lífskjörum er að stöðugleiki ríki í efnahagsmálum þannig að landsins gæði og núverandi efnahagsbati komi næstu kynslóðum einnig til góða,” segir í sáttmálanum.Heilbrigðismál í forgang Þá segir einnig að heilbrigðismál verði sett í forgang. Stefnt verði að því að minnka greiðsluþátttöku einstaklinga vegna heilbrigðisþjónustu og að byggingu meðferðarkjarna við Hringbraut verði lokið árið 2023. Þá verði aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu aukið, meðal annars með sálfræðiþjónustu á heilsugæslu og í framhaldsskólum. Á blaðamannafundi í Gerðarsafni sagði Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, að meðal fyrstu verka nýrrar ríkisstjórnar verði að koma á jafnlaunavottun fyrirtækja með 25 starfsmenn eða fleiri. Þá segir einnig í sáttmálanum að hámarksfjárhæðir fæðingarorlofs verða hækkaðar í öruggum skrefum á kjörtímabilinu. Aflamarkaðskerfið verður, samkvæmt sáttmálanum, áfram grunnstoð sjávarútvegs á Íslandi en kannað verði hvaða kostir séu tækir, svo sem markaðstenging, sérstakt afkomutengt gjald eða aðrar leiðir, ti lað tryggja betur að gjald fyrir aðgang að sameiginlegri auðlind verði í eðlilegu hlutfalli við afrakstur veiða.Menntamál Þegar kemur að menntamálum er nefnt að tekið verði upp námsstyrkjakerfi að norrænni fyrirmynd og lánveitingar LÍN miðaðar við fulla framfærslu og hvatningu til námsframvindu og að hugað verði að félagslegu hlutverki sjóðsins. Háskólar á Íslandi verði studdir í að halda uppi gæðum og standst alþjóðlega samkeppni um leið og samvinna og samhæfing íslenskra háskóla- og vísindastofnana verður aukin. Endurskoða þurfi reiknilíkön skólakerfisins með tilliti til mismunandi kostnaðar og fjölbreytts nemendahóps. Þá verði unnið markvisst að því að tryggja börnum leikskóla- eða dagvistun þegar fæðingarorlofi sleppir með sameiginlegu átaki ríkis og sveitarfélaga.Menningarmál Myndarlega verður stutt við rannsóknir og þróun og hlutverk samkeppnissjóða víkkað út til rannsókna á sviði skapandi greina Þá segir að endurskoða þurfi löggjöf í samræmi við þróun í tækni og tækjabúnaði til afritunar og dreifingar höfundaréttarvarins efnis. Þá muni ríkið færa útgáfu námsefnis í auknum mæli til sjálfstæðra útgefenda sem gegna mikilvægu menningarhlutverki með fjölbreyttri útgáfustarfsemiLöggæsla og útlendingamál Þá beri að efla getu lögreglu og ákæruvalds til að bregðast við kynferðisbrota- og heimilisofbeldismálum. Lögð verður áhersla á framkvæmd aðgerðaáætlunar um bætta verkferla vegna kynferðisbrota og lagt til við Alþingi að stafrænt kynferðisofbeldi verði skilgreint í hegningarlögum. Meðal þess sem kemur fram undir liðnum lög og regla í sáttmálanum segir að unnið skuli að uppbyggingu löggæslunnar og sérstaklega skal horft til aukins álags á landsvísu vegna fjölgunar ferðamanna og landamæraeftirlit styrkt. Um innflytjenda- og útlendingamál segir að vanda verði til reglubundinnar móttöku kvótaflóttafólks og stefnt sé að því að taka á móti fleiri flóttamönnum. Mannúðarsjónarmið skuli höfð að leiðarljósi við afgreiðslu umsókna um alþjóðlega vernd, samanber skyldur í samræmi við flóttamannasamning Sameinuðu þjóðanna, og afgreiðslutími styttur án þess að það bitni á vandaðri málsmeðferð.Efnahagsmál og stöðugleiki Aðhaldi í ríkisrekstri, sölu eigna sem komust í eigu ríkissjóðs í kjölfar bankahrunsins og niðurgreiðsli ríkisskulda er ætlað að styðja áfram við sterka stöðu í ríksifjármálum. Áhersla verði lögð á opið og gagnsætt söluferli eigna. Stöðugleikasjóður verður stofnaður til að halda utan um arð af orkuauðlindum og tryggja komandi kynslóðum hlutdeild í ávinningi af sameiginlegum auðlindum. Sjóðurinn mun einnig geta verið sveiflujafnandi fyrir efnahagslífið Ríkisstjórnin mun styðja sátt á vinnumarkaði meðal annars með stuðningi við SALEK og jöfnun kjara milli opinbera og almenna markaðarins. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Nýr stjórnarsáttmáli: Samþykki Alþingis þarf fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB Peningastefnan verður endurskoðuð í samræmi við skýrslu Seðlabankans frá árinu 2012 og lögð verður fram þingsályktunartillaga fyrir lok þings um hvort kjósa eigi um áframhaldandi aðildarviðræður við Evrópusambandið. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýgerðum stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. 9. janúar 2017 21:30 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Sjá meira
Formenn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar undirrituðu sáttmála um ríkisstjórnarsamstarf í Gerðarsafni í Kópavogi í dag klukkan hálf þrjú Samkvæmt honum mun Sjálfstæðisflokkurinn fá forsætis-, innanríkis- mennta-, iðnaðar og viðskipta- og utanríkisráðuneytið. Björt Framtíð mun sitja í heilbrigðis- og umhverfisráðuneytunum. Viðreisn verður svo með fjármálaráðuneytið, sjávarútvegs- og landbúnarðarráðuneytð og félagsmálráðherra innan velferðarráðuneytis á sinni könnu. Sáttmálinn er alls átta blaðsíður og í inngangi hans segir að jafnvægi og framsýni verði leiðarstef ríkisstjórnarinnar. Ísland eigi að vera eftirsóknarvert fyrir alla sem vilja taka þátt í að byggja upp íslenskt samfélag til framtíðar. „Treysta þarf samkeppnishæfni Íslands. Ríkisstjórnin mun stuðla að uppbyggingu á innviðum samfélagsins, samgöngum, heilbrigðis- og menntakerfi og kraftmiklu og samkeppnishæfu atvinnulífi fyrir íbúa um land allt. Forsenda þess að sótt verði fram í átt að bættum lífskjörum er að stöðugleiki ríki í efnahagsmálum þannig að landsins gæði og núverandi efnahagsbati komi næstu kynslóðum einnig til góða,” segir í sáttmálanum.Heilbrigðismál í forgang Þá segir einnig að heilbrigðismál verði sett í forgang. Stefnt verði að því að minnka greiðsluþátttöku einstaklinga vegna heilbrigðisþjónustu og að byggingu meðferðarkjarna við Hringbraut verði lokið árið 2023. Þá verði aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu aukið, meðal annars með sálfræðiþjónustu á heilsugæslu og í framhaldsskólum. Á blaðamannafundi í Gerðarsafni sagði Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, að meðal fyrstu verka nýrrar ríkisstjórnar verði að koma á jafnlaunavottun fyrirtækja með 25 starfsmenn eða fleiri. Þá segir einnig í sáttmálanum að hámarksfjárhæðir fæðingarorlofs verða hækkaðar í öruggum skrefum á kjörtímabilinu. Aflamarkaðskerfið verður, samkvæmt sáttmálanum, áfram grunnstoð sjávarútvegs á Íslandi en kannað verði hvaða kostir séu tækir, svo sem markaðstenging, sérstakt afkomutengt gjald eða aðrar leiðir, ti lað tryggja betur að gjald fyrir aðgang að sameiginlegri auðlind verði í eðlilegu hlutfalli við afrakstur veiða.Menntamál Þegar kemur að menntamálum er nefnt að tekið verði upp námsstyrkjakerfi að norrænni fyrirmynd og lánveitingar LÍN miðaðar við fulla framfærslu og hvatningu til námsframvindu og að hugað verði að félagslegu hlutverki sjóðsins. Háskólar á Íslandi verði studdir í að halda uppi gæðum og standst alþjóðlega samkeppni um leið og samvinna og samhæfing íslenskra háskóla- og vísindastofnana verður aukin. Endurskoða þurfi reiknilíkön skólakerfisins með tilliti til mismunandi kostnaðar og fjölbreytts nemendahóps. Þá verði unnið markvisst að því að tryggja börnum leikskóla- eða dagvistun þegar fæðingarorlofi sleppir með sameiginlegu átaki ríkis og sveitarfélaga.Menningarmál Myndarlega verður stutt við rannsóknir og þróun og hlutverk samkeppnissjóða víkkað út til rannsókna á sviði skapandi greina Þá segir að endurskoða þurfi löggjöf í samræmi við þróun í tækni og tækjabúnaði til afritunar og dreifingar höfundaréttarvarins efnis. Þá muni ríkið færa útgáfu námsefnis í auknum mæli til sjálfstæðra útgefenda sem gegna mikilvægu menningarhlutverki með fjölbreyttri útgáfustarfsemiLöggæsla og útlendingamál Þá beri að efla getu lögreglu og ákæruvalds til að bregðast við kynferðisbrota- og heimilisofbeldismálum. Lögð verður áhersla á framkvæmd aðgerðaáætlunar um bætta verkferla vegna kynferðisbrota og lagt til við Alþingi að stafrænt kynferðisofbeldi verði skilgreint í hegningarlögum. Meðal þess sem kemur fram undir liðnum lög og regla í sáttmálanum segir að unnið skuli að uppbyggingu löggæslunnar og sérstaklega skal horft til aukins álags á landsvísu vegna fjölgunar ferðamanna og landamæraeftirlit styrkt. Um innflytjenda- og útlendingamál segir að vanda verði til reglubundinnar móttöku kvótaflóttafólks og stefnt sé að því að taka á móti fleiri flóttamönnum. Mannúðarsjónarmið skuli höfð að leiðarljósi við afgreiðslu umsókna um alþjóðlega vernd, samanber skyldur í samræmi við flóttamannasamning Sameinuðu þjóðanna, og afgreiðslutími styttur án þess að það bitni á vandaðri málsmeðferð.Efnahagsmál og stöðugleiki Aðhaldi í ríkisrekstri, sölu eigna sem komust í eigu ríkissjóðs í kjölfar bankahrunsins og niðurgreiðsli ríkisskulda er ætlað að styðja áfram við sterka stöðu í ríksifjármálum. Áhersla verði lögð á opið og gagnsætt söluferli eigna. Stöðugleikasjóður verður stofnaður til að halda utan um arð af orkuauðlindum og tryggja komandi kynslóðum hlutdeild í ávinningi af sameiginlegum auðlindum. Sjóðurinn mun einnig geta verið sveiflujafnandi fyrir efnahagslífið Ríkisstjórnin mun styðja sátt á vinnumarkaði meðal annars með stuðningi við SALEK og jöfnun kjara milli opinbera og almenna markaðarins.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Nýr stjórnarsáttmáli: Samþykki Alþingis þarf fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB Peningastefnan verður endurskoðuð í samræmi við skýrslu Seðlabankans frá árinu 2012 og lögð verður fram þingsályktunartillaga fyrir lok þings um hvort kjósa eigi um áframhaldandi aðildarviðræður við Evrópusambandið. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýgerðum stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. 9. janúar 2017 21:30 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Sjá meira
Nýr stjórnarsáttmáli: Samþykki Alþingis þarf fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB Peningastefnan verður endurskoðuð í samræmi við skýrslu Seðlabankans frá árinu 2012 og lögð verður fram þingsályktunartillaga fyrir lok þings um hvort kjósa eigi um áframhaldandi aðildarviðræður við Evrópusambandið. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýgerðum stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. 9. janúar 2017 21:30
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“