Grænlendingar finna til sektarkenndar sem þjóð Kristján Már Unnarsson skrifar 28. janúar 2017 20:00 Mál Birnu Brjánsdóttur hefur lagst þungt á Grænlendinga sem finna til mikillar sektarkenndar. Þeir óttast að það kunni að hafa áhrif á samskipti þjóðanna. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Grænland er fámennt samfélag með um 56 þúsund íbúa, um einn sjötta af íbúafjölda Íslands. Í höfuðstaðnum Nuuk finna fréttamenn Stöðvar 2 það sterkt hvað Grænlendingum er brugðið vegna þessa skelfilega atburðar á Íslandi. Frá því grænlensku sjómennirnir voru handteknir hefur þetta verið langstærsta fréttin í fjölmiðlum Grænlands, og miklu rými varið til að fjalla um alla anga málsins. Sjónvarpsstöðin KNR er ríkissjónvarp Grænlands og þar hefur fréttamaðurinn Nuno Isbosethsen fjallað einna mest um málið.Nuno Isbosethsen ræðir við fréttamann Stöðvar 2.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Maður finnur að allir á Grænlandi fylgjast náið með þessu máli. Það er alveg ljóst að allt samfélagið fylgist með því,” segir Nuno. Svo virðist sem margir Grænlendingar hafi þá tilfinningu að þetta sé þeim sem þjóð að kenna. „Já, það má segja það. Margir telja sig meðseka í málinu. Til dæmis finnst fjölskyldu minni, vinum mínum og vinkonum að þau geti ekki talað við Íslendinga. Þau skammast sín fyrir að vera Grænlendingar um þessar mundir,” segir fréttakona grænlenska ríkissjónvarpsins. Nuuk er langfjölmennasti bær Grænlands með um 17 þúsund íbúa og er ekki stærri en svo að þar kannast allir við alla. Við spurðum borgarstjóra Nuuk, Asii Chemnitz Narup, hvaða tilfinningar bærðust með grænlensku þjóðinni í tengslum við þetta mál:Asii Chemnitz Narup, borgarstjóri í Nuuk.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Við erum öll mjög snortin yfir því sem gerðist. Við skulum ekki dæma neinn. En morð hefur bersýnilega verið framið,” segir Asii. „Þegar við eigum í svo nánu og þýðingarmiklu sambandi við Ísland og þegar óhugnanlegur atburður á sér stað meðal vina okkar, og okkar fólk á í hlut, snertir það okkur mikið. Mér finnst ég næstum finna fyrir sameiginlegri sektarkennd. Þetta er hörmulegt,” segir borgarstjórinn í Nuuk. Íslendingar í Nuuk hafa fundið fyrir sterkri samúð sem grænlenska þjóðin hefur sýnt minningu Birnu og fjölskyldu hennar, eins og sjá mátti í þessari frétt Stöðvar 2. Þar var rætt við Ingibjörgu Gísladóttur, sem búið hefur á Grænlandi um árabil. Tengdar fréttir Grænlendingar miður sín Lögreglan segir fólk hafa haft samband sem hafi orðið fyrir aðkasti fyrir það eitt að vera frá Grænlandi. 20. janúar 2017 19:00 Kveikt á kertum víðs vegar um Grænland til minningar um Birnu Fjöldi fólks hyggst koma saman fyrir framan íslenska sendiráðið í Nuuk í Grænlandi til þess að kveikja á kertum til minningar um Birnu Brjánsdóttur. 22. janúar 2017 19:40 Þjóðin syrgir Birnu: „Birna er ég og allar vinkonur mínar“ Íslendingar minnast Birnu Brjánsdóttur um allt land. 23. janúar 2017 11:00 Hundruð minntust Birnu í Nuuk: „Þetta var mjög hjartnæm stund“ Erik Jensen, íbúi í Nuuk, segir mikinn samhug hafa verið á minningarstund um Birnu Brjánsdóttur í kvöld. 22. janúar 2017 23:42 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Fleiri fréttir Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Sjá meira
Mál Birnu Brjánsdóttur hefur lagst þungt á Grænlendinga sem finna til mikillar sektarkenndar. Þeir óttast að það kunni að hafa áhrif á samskipti þjóðanna. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Grænland er fámennt samfélag með um 56 þúsund íbúa, um einn sjötta af íbúafjölda Íslands. Í höfuðstaðnum Nuuk finna fréttamenn Stöðvar 2 það sterkt hvað Grænlendingum er brugðið vegna þessa skelfilega atburðar á Íslandi. Frá því grænlensku sjómennirnir voru handteknir hefur þetta verið langstærsta fréttin í fjölmiðlum Grænlands, og miklu rými varið til að fjalla um alla anga málsins. Sjónvarpsstöðin KNR er ríkissjónvarp Grænlands og þar hefur fréttamaðurinn Nuno Isbosethsen fjallað einna mest um málið.Nuno Isbosethsen ræðir við fréttamann Stöðvar 2.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Maður finnur að allir á Grænlandi fylgjast náið með þessu máli. Það er alveg ljóst að allt samfélagið fylgist með því,” segir Nuno. Svo virðist sem margir Grænlendingar hafi þá tilfinningu að þetta sé þeim sem þjóð að kenna. „Já, það má segja það. Margir telja sig meðseka í málinu. Til dæmis finnst fjölskyldu minni, vinum mínum og vinkonum að þau geti ekki talað við Íslendinga. Þau skammast sín fyrir að vera Grænlendingar um þessar mundir,” segir fréttakona grænlenska ríkissjónvarpsins. Nuuk er langfjölmennasti bær Grænlands með um 17 þúsund íbúa og er ekki stærri en svo að þar kannast allir við alla. Við spurðum borgarstjóra Nuuk, Asii Chemnitz Narup, hvaða tilfinningar bærðust með grænlensku þjóðinni í tengslum við þetta mál:Asii Chemnitz Narup, borgarstjóri í Nuuk.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Við erum öll mjög snortin yfir því sem gerðist. Við skulum ekki dæma neinn. En morð hefur bersýnilega verið framið,” segir Asii. „Þegar við eigum í svo nánu og þýðingarmiklu sambandi við Ísland og þegar óhugnanlegur atburður á sér stað meðal vina okkar, og okkar fólk á í hlut, snertir það okkur mikið. Mér finnst ég næstum finna fyrir sameiginlegri sektarkennd. Þetta er hörmulegt,” segir borgarstjórinn í Nuuk. Íslendingar í Nuuk hafa fundið fyrir sterkri samúð sem grænlenska þjóðin hefur sýnt minningu Birnu og fjölskyldu hennar, eins og sjá mátti í þessari frétt Stöðvar 2. Þar var rætt við Ingibjörgu Gísladóttur, sem búið hefur á Grænlandi um árabil.
Tengdar fréttir Grænlendingar miður sín Lögreglan segir fólk hafa haft samband sem hafi orðið fyrir aðkasti fyrir það eitt að vera frá Grænlandi. 20. janúar 2017 19:00 Kveikt á kertum víðs vegar um Grænland til minningar um Birnu Fjöldi fólks hyggst koma saman fyrir framan íslenska sendiráðið í Nuuk í Grænlandi til þess að kveikja á kertum til minningar um Birnu Brjánsdóttur. 22. janúar 2017 19:40 Þjóðin syrgir Birnu: „Birna er ég og allar vinkonur mínar“ Íslendingar minnast Birnu Brjánsdóttur um allt land. 23. janúar 2017 11:00 Hundruð minntust Birnu í Nuuk: „Þetta var mjög hjartnæm stund“ Erik Jensen, íbúi í Nuuk, segir mikinn samhug hafa verið á minningarstund um Birnu Brjánsdóttur í kvöld. 22. janúar 2017 23:42 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Fleiri fréttir Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Sjá meira
Grænlendingar miður sín Lögreglan segir fólk hafa haft samband sem hafi orðið fyrir aðkasti fyrir það eitt að vera frá Grænlandi. 20. janúar 2017 19:00
Kveikt á kertum víðs vegar um Grænland til minningar um Birnu Fjöldi fólks hyggst koma saman fyrir framan íslenska sendiráðið í Nuuk í Grænlandi til þess að kveikja á kertum til minningar um Birnu Brjánsdóttur. 22. janúar 2017 19:40
Þjóðin syrgir Birnu: „Birna er ég og allar vinkonur mínar“ Íslendingar minnast Birnu Brjánsdóttur um allt land. 23. janúar 2017 11:00
Hundruð minntust Birnu í Nuuk: „Þetta var mjög hjartnæm stund“ Erik Jensen, íbúi í Nuuk, segir mikinn samhug hafa verið á minningarstund um Birnu Brjánsdóttur í kvöld. 22. janúar 2017 23:42