Hvolpasveitin tekin til sýninga á ný Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. janúar 2017 14:45 Hvolpasveitin nýtur gríðarlegra vinsælda bæði hjá foreldrum og börnum. Hinn sívinsæli sjónvarpsþáttur Hvolpasveitin verður tekin til sýninga á ný á RÚV í fyrramálið í kjölfar fjölda áskorana. Frá þessu er greint á Facebook-síðu RÚV og ef marka má viðbrögðin við færslunni eru foreldrar og börn afar ánægð með þessi tíðindi. Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri RÚV, segir að ný þáttaröð af Hvolpasveitinni sé nýkomin í hús og verði ekki tilbúin með íslensku tali fyrr en í marslok. Það verður því brugðið á það ráð nú að endursýna þætti úr nýjustu seríunni en Skarphéðinn segir mikinn fjölda þátta í hverri seríu; sú nýjasta var í sýningu síðastliðið ár og ætti því að vera nokkuð síðan elstu þættirnir úr henni voru á dagskrá.Að sögn Skarphéðins fékk RÚV mikinn fjölda fyrirspurna um hvenær Hvolpasveitin yrði næst á dagskrá og áskoranir um að setja þáttinn aftur á dagskrá. „Við ákváðum einfaldlega að bregðast við því eins og við reynum alltaf að gera þegar svona margir hafa samband og eru að spyrja eftir því sama, og fara strax í að sýna aftur þessa þáttaröð sem var seinast á dagskrá þar til að nýr skammtur af glænýjum þáttum af Hvolpasveitinni er klár,“ segir Skarphéðinn í samtali við Vísi. Skarphéðinn segir að uppnámið hafi tengst því að síðasti þátturinn var að detta út af VOD-inu, Sarpinum, KrakkaRúv og öðrum veitum þar sem hægt er að horfa á gamla þætti. „Það stefndi í að það yrði mjög örlagarík stund þegar það yrði enginn þáttur eftir, jafnvel þó að krakkarnir hafi verið að horfa aftur og aftur á sama þáttinn. En þau geta tekið gleði sína á ný, börn og sérstaklega foreldrar og þá ekki síst feður skilst mér en það skapaðist víst mikil umræða um þetta á sérstakri pabbasíðu á Facebook og þar var mikil örvænting í því hvernig það ætti að útskýra fyrir börnunum að það væri engin Hvolpasveit,“ segir Skarphéðinn. Í seinasta mánuði baðst Aðalsteinn Kjartansson, einn umsjónarmanna Morgunútvarpsins á Rás 2, afsökunar á ummælum sem hann lét falla um Hvolpasveitina en hann sagði að þátturinn væri leiðinlegur.Þá varð nokkuð uppnám á heimili Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna, þegar sjónvarpið á heimilinu gaf upp öndina í miðjum þætti af Hvolpasveitinni. Tengdar fréttir Umsjónarmaður Morgunútvarpsins biðst afsökunar á að hafa grætt börn með særandi ummælum Aðalsteinn Kjartansson hefur beðist afsökunar á ummælum sínum. 9. desember 2016 10:07 Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Hinn sívinsæli sjónvarpsþáttur Hvolpasveitin verður tekin til sýninga á ný á RÚV í fyrramálið í kjölfar fjölda áskorana. Frá þessu er greint á Facebook-síðu RÚV og ef marka má viðbrögðin við færslunni eru foreldrar og börn afar ánægð með þessi tíðindi. Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri RÚV, segir að ný þáttaröð af Hvolpasveitinni sé nýkomin í hús og verði ekki tilbúin með íslensku tali fyrr en í marslok. Það verður því brugðið á það ráð nú að endursýna þætti úr nýjustu seríunni en Skarphéðinn segir mikinn fjölda þátta í hverri seríu; sú nýjasta var í sýningu síðastliðið ár og ætti því að vera nokkuð síðan elstu þættirnir úr henni voru á dagskrá.Að sögn Skarphéðins fékk RÚV mikinn fjölda fyrirspurna um hvenær Hvolpasveitin yrði næst á dagskrá og áskoranir um að setja þáttinn aftur á dagskrá. „Við ákváðum einfaldlega að bregðast við því eins og við reynum alltaf að gera þegar svona margir hafa samband og eru að spyrja eftir því sama, og fara strax í að sýna aftur þessa þáttaröð sem var seinast á dagskrá þar til að nýr skammtur af glænýjum þáttum af Hvolpasveitinni er klár,“ segir Skarphéðinn í samtali við Vísi. Skarphéðinn segir að uppnámið hafi tengst því að síðasti þátturinn var að detta út af VOD-inu, Sarpinum, KrakkaRúv og öðrum veitum þar sem hægt er að horfa á gamla þætti. „Það stefndi í að það yrði mjög örlagarík stund þegar það yrði enginn þáttur eftir, jafnvel þó að krakkarnir hafi verið að horfa aftur og aftur á sama þáttinn. En þau geta tekið gleði sína á ný, börn og sérstaklega foreldrar og þá ekki síst feður skilst mér en það skapaðist víst mikil umræða um þetta á sérstakri pabbasíðu á Facebook og þar var mikil örvænting í því hvernig það ætti að útskýra fyrir börnunum að það væri engin Hvolpasveit,“ segir Skarphéðinn. Í seinasta mánuði baðst Aðalsteinn Kjartansson, einn umsjónarmanna Morgunútvarpsins á Rás 2, afsökunar á ummælum sem hann lét falla um Hvolpasveitina en hann sagði að þátturinn væri leiðinlegur.Þá varð nokkuð uppnám á heimili Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna, þegar sjónvarpið á heimilinu gaf upp öndina í miðjum þætti af Hvolpasveitinni.
Tengdar fréttir Umsjónarmaður Morgunútvarpsins biðst afsökunar á að hafa grætt börn með særandi ummælum Aðalsteinn Kjartansson hefur beðist afsökunar á ummælum sínum. 9. desember 2016 10:07 Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Umsjónarmaður Morgunútvarpsins biðst afsökunar á að hafa grætt börn með særandi ummælum Aðalsteinn Kjartansson hefur beðist afsökunar á ummælum sínum. 9. desember 2016 10:07