Aukin aðsókn á sjálfsvarnarnámskeið eftir hvarf Birnu Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 25. janúar 2017 22:00 Aukin aðsókn hefur verið á sjálfsvarnarnámskeið undanfarna daga, eða frá því að Birna Brjánsdóttir hvarf í miðborg Reykjavíkur. Formaður ofbeldisvarnarnefndar Reykjavíkurborgar segir að mikilvægt sé að borgarbúar treysti því öryggiskerfi sem sé til staðar, en að stórauka þurfi fræðslu um öryggismál. Þó að Reykjavík sé ein af öruggustu borgum heims hefur hvarf Birnu Brjánsdóttur skapað töluverða umræðu um hvað mætti betur fara í öryggismálum í miðborginni. Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, sagði í viðtali á Vísi í gær að á milli 70 og 80 prósent kvenna 18 ára og eldri upplifðu sig óöruggar einar á gangi, og um þriðjungur karla. Formaður ofbeldisvarnarnefndar Reykjavíkurborgar segir að borgin geti gert heilmikið til að auka öryggi, og nefnir meðal annars aukna götulýsingu, betra samstarf við skemmtistaði og fleiri öryggismyndavélar. „Aðalmálið til þess að koma í veg fyrir ofbeldi er fræðsla. Þar verðum við að standa okkur ennþá betur en við höfum gert,“ segir Heiða Björg Heimisdóttir, formaður ofbeldisvarnarnefndar Reykjavíkurborgar. Borgin, skóla og frístundasvið, neyðarmóttaka og lögregla munu funda um aukna fræðslu í öryggismálum eftir helgi. „Við sjáum að tilkynningum til lögreglu eru ekki að aukast en okkur sýnist að tilkynningum til neyðarmóttöku séu að aukast. Við viljum líka að fólk treysti kerfinu. Það viti að það er hægt að leita eitthvað,“ segir Heiða BjörgKonur á aldrinum 20 til 40 ára sækja í sjálfsvarnarnámskeiðKonur eru líklegri en karlar til að upplifa óöryggi í miðbæ Reykjavíkur að kvöldi eða næturlagu. Undanfarna daga hefur orðið ákveðin vitundarvakning um þetta og aukin áhugi hefur orðið á námskeiðum í sjálfsvörn. Jón Viðar Arnþórsson hefur haldið fjölmörg sjálfsvarnarnámskeið undanfarin ár en segist aldrei hafa fundið fyrir jafn miklum áhuga og undanfarna daga, bæði frá einstaklingum og hópum. „Það er búið að hafa mikið samband við okkur, bæði við mig sjálfan og fleiri starfsmenn í Mjölni. Í hvert sinn sem það verður gróft ofbeldisbrot eða slæmt gerist finnum við að fleiri hafa samband við okkur,“ segir Jón Viðar. Hann segir að konur á aldrinum tuttugu til fjörtíu ára séu mikill meirihluti þeirra sem hafi undanfarna daga sýnt því áhuga að læra sjálfsvörn. „Aðstæður eru breyttar í Reykjavík og fólk er ekki óhult eitt. Grunnatriði ef að manni vill líða vel og vera öruggur er hvar sem er að maður geti varið sig og sé vanur að takast á.“ Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Konur óttast um öryggi sitt í miðbæ Reykjavíkur: Ganga í tvennum sokkabuxum og með lykla milli fingranna Konur eru líklegri en karlar til að upplifa óöryggi í miðbæ Reykjavík að kvöld- eða næturlagi. Þá grípa konur oft til ráðstafana ef ske kynni að ráðist yrði á þær. 24. janúar 2017 15:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Aukin aðsókn hefur verið á sjálfsvarnarnámskeið undanfarna daga, eða frá því að Birna Brjánsdóttir hvarf í miðborg Reykjavíkur. Formaður ofbeldisvarnarnefndar Reykjavíkurborgar segir að mikilvægt sé að borgarbúar treysti því öryggiskerfi sem sé til staðar, en að stórauka þurfi fræðslu um öryggismál. Þó að Reykjavík sé ein af öruggustu borgum heims hefur hvarf Birnu Brjánsdóttur skapað töluverða umræðu um hvað mætti betur fara í öryggismálum í miðborginni. Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, sagði í viðtali á Vísi í gær að á milli 70 og 80 prósent kvenna 18 ára og eldri upplifðu sig óöruggar einar á gangi, og um þriðjungur karla. Formaður ofbeldisvarnarnefndar Reykjavíkurborgar segir að borgin geti gert heilmikið til að auka öryggi, og nefnir meðal annars aukna götulýsingu, betra samstarf við skemmtistaði og fleiri öryggismyndavélar. „Aðalmálið til þess að koma í veg fyrir ofbeldi er fræðsla. Þar verðum við að standa okkur ennþá betur en við höfum gert,“ segir Heiða Björg Heimisdóttir, formaður ofbeldisvarnarnefndar Reykjavíkurborgar. Borgin, skóla og frístundasvið, neyðarmóttaka og lögregla munu funda um aukna fræðslu í öryggismálum eftir helgi. „Við sjáum að tilkynningum til lögreglu eru ekki að aukast en okkur sýnist að tilkynningum til neyðarmóttöku séu að aukast. Við viljum líka að fólk treysti kerfinu. Það viti að það er hægt að leita eitthvað,“ segir Heiða BjörgKonur á aldrinum 20 til 40 ára sækja í sjálfsvarnarnámskeiðKonur eru líklegri en karlar til að upplifa óöryggi í miðbæ Reykjavíkur að kvöldi eða næturlagu. Undanfarna daga hefur orðið ákveðin vitundarvakning um þetta og aukin áhugi hefur orðið á námskeiðum í sjálfsvörn. Jón Viðar Arnþórsson hefur haldið fjölmörg sjálfsvarnarnámskeið undanfarin ár en segist aldrei hafa fundið fyrir jafn miklum áhuga og undanfarna daga, bæði frá einstaklingum og hópum. „Það er búið að hafa mikið samband við okkur, bæði við mig sjálfan og fleiri starfsmenn í Mjölni. Í hvert sinn sem það verður gróft ofbeldisbrot eða slæmt gerist finnum við að fleiri hafa samband við okkur,“ segir Jón Viðar. Hann segir að konur á aldrinum tuttugu til fjörtíu ára séu mikill meirihluti þeirra sem hafi undanfarna daga sýnt því áhuga að læra sjálfsvörn. „Aðstæður eru breyttar í Reykjavík og fólk er ekki óhult eitt. Grunnatriði ef að manni vill líða vel og vera öruggur er hvar sem er að maður geti varið sig og sé vanur að takast á.“
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Konur óttast um öryggi sitt í miðbæ Reykjavíkur: Ganga í tvennum sokkabuxum og með lykla milli fingranna Konur eru líklegri en karlar til að upplifa óöryggi í miðbæ Reykjavík að kvöld- eða næturlagi. Þá grípa konur oft til ráðstafana ef ske kynni að ráðist yrði á þær. 24. janúar 2017 15:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Konur óttast um öryggi sitt í miðbæ Reykjavíkur: Ganga í tvennum sokkabuxum og með lykla milli fingranna Konur eru líklegri en karlar til að upplifa óöryggi í miðbæ Reykjavík að kvöld- eða næturlagi. Þá grípa konur oft til ráðstafana ef ske kynni að ráðist yrði á þær. 24. janúar 2017 15:30