Hannes opnar sig um kynleiðréttingu föður síns: „Fer ekki að kalla hana mömmu, það er bara fáránlegt“ Stefán Árni Pálsson skrifar 25. janúar 2017 12:30 Hannes Óli og Anna Margrét í þættinum 19:10 á Stöð 2 í gær. Hannes Óli Ágústsson, leikari, segist hafa verið lengi að meðtaka breytingarnar sem urðu þegar faðir hans gekkst undir kyn leiðréttingaferli og nú nokkrum árum síður stendur hann á fjölum Borgarleikhússins og tjáir þessa reynslu sína á sviði. Ásgeir Erlendsson, fréttamaður Stöðvar 2, ræddi við Hannes Óla og Önnu Margréti Grétarsdóttur, föður hans. Anna Margrét fæddist karlamaður og lifði sem Ágúst Már Grétarsson fram á sextugsaldur. Á yfirborðinu var líf Ágústs að mestu leyti ekkert frábrugðið líf íslensks fjölskylduföðurs fyrir utan leyndarmál sem fáir vissu af. „Þegar maður var að fara eitthvað erlendis á vegum fyrirtækisins þá var maður alltaf með eitthvað lítið í horninu á töskunni, svona smá búningur,“ segir Anna Margrét. Hún passaði sig þá alltaf á því að vera bara ein, og ekki meðal fólks. Hún segist snemma hafa áttað sig á því að hún hafi verið í röngum líkama. „Ég var svona 15-16 ára. Þá allavega fara koma hugmyndir um það hvað sé í gangi með mig.“ Anna starfar í dag á hjúkrunarheimili í Reykjavík og er glöð með lífið og tilveruna. Sonur hennar Hannes Óli Ágústsson frumsýndi á dögunum nýtt leikrit sem byggt er á sögu Önnu og heitir Hún pabbi. Hannes segir að ferlið hafi verið nokkuð snúið fyrst um sinn fyrir fjölskylduna.Bara venjulegur karl „Ég leit alltaf á pabba sem ótrúlega venjulegan karl og var fjölskyldulífið bara ofboðslega normal,“ segir Hannes Óli. Hannes sá pabba sinn óvart í kvenmannsfötum óvart árið 2005. „Það var algjörlega óvart og þá var ég bara ein heima. Ég nýtti tækifærið til að punta mig pínulítið,“ segir Anna. „Vissulega brá manni töluvert en ég hafði reyndar áður fundið ljósmynd á heimilistölvunni sem gaf til kynna að það væri kannski eitthvað aðeins öðruvísi í gangi.“ Það var síðan í október 2009 sem Anna tók ákvörðun um að mæta í fyrsta sinn opinberlega klædd í kvenmannsföt. Eftir það var ekki aftur snúið. „Það var eins og sálfræðingurinn minn sagði við mig á sínum tíma. Þjóðin veit þegar þrír vita. Þarna var internetið vissulega komið og Facebook og símar með myndavélum. Þetta sprakk allt bara framan í mig.“Bauð syni sínum á kaffihús Pabbi Hannesar boðaði son sinn á fund til að segja honum frá málinu. „Pabbi hringi í mig og biður mig um að hitta sig á kaffihúsi. Það var mjög óvanalegt og mér svona datt í hug að það ætti að segja mér einhverjar fréttir. Eitt af því fyrsta sem poppaði upp í hugann minn var eitthvað tengt þessu. Þetta voru vissulega mjög stórar fréttir en ég tók þessu samt bara mjög vel.“ Hannes segir að hann hafi alltaf verið nokkuð opinn fyrir málinu. Anna segir að það hafi tekið alveg gríðarlega mikið á að segja fjölskyldunni formlega frá. „Þetta er ekkert sem þú ert að gera að gamni þínu og þetta er eitthvað sem er búið að hvíla á þér í marga áratugi. Þú ert búin að vera í felum, þú ert búin að vera ljúga að fólki í öll þessi ár. Ég held stundum hlutunum fast að mér, þó svo að ég sé frekar opin líka,“ segir Anna.Lengi að meðtaka „Fyrst er maður rosalega lengi að meðtaka þetta og bara hugsa um þetta. Ég hugsaði samt strax að ef þetta væri svona, þá myndi ég ekki vilja halda þessu leyndu fyrir fólki. Ég hef alltaf verið tilbúinn að opna á þetta. Auðvitað eru allskonar leiðindi sem fylgja þessu eins og skilnaður foreldra minna og alveg nýtt fjölskylduminnstur að einhverju leyti.“ Hannes segir að þegar árin liðu varð þetta alltaf meira og meira eðlilegt fyrir hann. „í daglegu lífi finn ég mest fyrir þessu þegar ég ruglast á persónufornöfnum og beygingum orðum. Það er kannski stóri lærdómurinn í þessu, það verður voðalega lítil karakterbreyting á pabba mínum. Þetta er ennþá sama manneskjan, með öllum sínum kostum og göllum.“ Pabbi Hannesar hélt áfram að vera pabbi hans. „Ég sagði alltaf bara pabbi og hún sagði ekki neitt. Mér finnst liggur við ekki taka því að breyta úr þessu. Pabbi er bara pabbi minn og ég á mömmu líka. Ég fer ekki að kalla hana mömmu, það er bara fáránlegt.“ Menning Mest lesið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Trommari Blondie er fallinn frá Lífið Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Hannes Óli Ágústsson, leikari, segist hafa verið lengi að meðtaka breytingarnar sem urðu þegar faðir hans gekkst undir kyn leiðréttingaferli og nú nokkrum árum síður stendur hann á fjölum Borgarleikhússins og tjáir þessa reynslu sína á sviði. Ásgeir Erlendsson, fréttamaður Stöðvar 2, ræddi við Hannes Óla og Önnu Margréti Grétarsdóttur, föður hans. Anna Margrét fæddist karlamaður og lifði sem Ágúst Már Grétarsson fram á sextugsaldur. Á yfirborðinu var líf Ágústs að mestu leyti ekkert frábrugðið líf íslensks fjölskylduföðurs fyrir utan leyndarmál sem fáir vissu af. „Þegar maður var að fara eitthvað erlendis á vegum fyrirtækisins þá var maður alltaf með eitthvað lítið í horninu á töskunni, svona smá búningur,“ segir Anna Margrét. Hún passaði sig þá alltaf á því að vera bara ein, og ekki meðal fólks. Hún segist snemma hafa áttað sig á því að hún hafi verið í röngum líkama. „Ég var svona 15-16 ára. Þá allavega fara koma hugmyndir um það hvað sé í gangi með mig.“ Anna starfar í dag á hjúkrunarheimili í Reykjavík og er glöð með lífið og tilveruna. Sonur hennar Hannes Óli Ágústsson frumsýndi á dögunum nýtt leikrit sem byggt er á sögu Önnu og heitir Hún pabbi. Hannes segir að ferlið hafi verið nokkuð snúið fyrst um sinn fyrir fjölskylduna.Bara venjulegur karl „Ég leit alltaf á pabba sem ótrúlega venjulegan karl og var fjölskyldulífið bara ofboðslega normal,“ segir Hannes Óli. Hannes sá pabba sinn óvart í kvenmannsfötum óvart árið 2005. „Það var algjörlega óvart og þá var ég bara ein heima. Ég nýtti tækifærið til að punta mig pínulítið,“ segir Anna. „Vissulega brá manni töluvert en ég hafði reyndar áður fundið ljósmynd á heimilistölvunni sem gaf til kynna að það væri kannski eitthvað aðeins öðruvísi í gangi.“ Það var síðan í október 2009 sem Anna tók ákvörðun um að mæta í fyrsta sinn opinberlega klædd í kvenmannsföt. Eftir það var ekki aftur snúið. „Það var eins og sálfræðingurinn minn sagði við mig á sínum tíma. Þjóðin veit þegar þrír vita. Þarna var internetið vissulega komið og Facebook og símar með myndavélum. Þetta sprakk allt bara framan í mig.“Bauð syni sínum á kaffihús Pabbi Hannesar boðaði son sinn á fund til að segja honum frá málinu. „Pabbi hringi í mig og biður mig um að hitta sig á kaffihúsi. Það var mjög óvanalegt og mér svona datt í hug að það ætti að segja mér einhverjar fréttir. Eitt af því fyrsta sem poppaði upp í hugann minn var eitthvað tengt þessu. Þetta voru vissulega mjög stórar fréttir en ég tók þessu samt bara mjög vel.“ Hannes segir að hann hafi alltaf verið nokkuð opinn fyrir málinu. Anna segir að það hafi tekið alveg gríðarlega mikið á að segja fjölskyldunni formlega frá. „Þetta er ekkert sem þú ert að gera að gamni þínu og þetta er eitthvað sem er búið að hvíla á þér í marga áratugi. Þú ert búin að vera í felum, þú ert búin að vera ljúga að fólki í öll þessi ár. Ég held stundum hlutunum fast að mér, þó svo að ég sé frekar opin líka,“ segir Anna.Lengi að meðtaka „Fyrst er maður rosalega lengi að meðtaka þetta og bara hugsa um þetta. Ég hugsaði samt strax að ef þetta væri svona, þá myndi ég ekki vilja halda þessu leyndu fyrir fólki. Ég hef alltaf verið tilbúinn að opna á þetta. Auðvitað eru allskonar leiðindi sem fylgja þessu eins og skilnaður foreldra minna og alveg nýtt fjölskylduminnstur að einhverju leyti.“ Hannes segir að þegar árin liðu varð þetta alltaf meira og meira eðlilegt fyrir hann. „í daglegu lífi finn ég mest fyrir þessu þegar ég ruglast á persónufornöfnum og beygingum orðum. Það er kannski stóri lærdómurinn í þessu, það verður voðalega lítil karakterbreyting á pabba mínum. Þetta er ennþá sama manneskjan, með öllum sínum kostum og göllum.“ Pabbi Hannesar hélt áfram að vera pabbi hans. „Ég sagði alltaf bara pabbi og hún sagði ekki neitt. Mér finnst liggur við ekki taka því að breyta úr þessu. Pabbi er bara pabbi minn og ég á mömmu líka. Ég fer ekki að kalla hana mömmu, það er bara fáránlegt.“
Menning Mest lesið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Trommari Blondie er fallinn frá Lífið Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira