Løkke sæmdur íslensku fálkaorðunni atli ísleifsson skrifar 25. janúar 2017 10:14 Guðni T. Jóhannesson forseti er í sinni fyrstu opinberu heimsókn í útlöndum frá því að hann tók við embætti í sumar. facebook/epa Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, var í gær sæmdur íslensku fálkaorðunni. Frá þessu greinir forsætisráðherrann á Facebook-síðu sinni. Guðni Th. Jóhannesson forseti og Eliza Reid forsetafrú eru í opinberri heimsókn í Kaupmannahöfn þessa dagana og funduðu með Rasmussen í Kristjánsborgarhöll í gær.„Var í dag sæmdur íslensku fálkaorðunni. Og já, ég hef heyrt þann [brandarann] um að maður festir orður á hálfvita :) Sjálfur lít ég hins vegar á hana sem tákn um náin tengsl Íslands og Danmerkur, og ég hlakka til að vera með hana í kvöld,“ sagði Rasmussen sem sótti hátíðarkvöldverð í Amalíuborgarhöll í tilefni af heimsókn íslenska forsetans í gærkvöldi. Að hátíðarkvöldverðinum loknum birti Rasmussen mynd af sjálfum sér í fullum skrúða þar sem hann sagði kvöldið hafa verið afar ánægjulegt. Sagðist hann þó fagna því að fara aftur í gallabuxurnar. Á heimasíðu forseta Íslands kemur fram að forseti „sæmir árlega nokkra erlenda ríkisborgara fálkaorðu. Sérstakar reglur um orðuveitingar eru í gildi milli Íslands og nokkurra ríkja í Evrópu um gagnkvæmar orðuveitingar í tengslum við opinberar heimsóknir þjóðhöfðingja.“ Súkkulaðigosbrunnur Løkke vekur óneitanlega athygli á myndinni sem hann birtir, en í athugasemdum segir forsætisráðherrann að gosbrunnurinn hafi síðast verið notaður á gamlárskvöld og bíði þess að vera fluttur niður í geymslu. Fálkaorðan Tengdar fréttir Mikið um dýrðir í Amalíuborgarhöll Opinber heimsókn Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands til Danmerkur hófst í morgun þegar Þórhildur Danadrottning tók á móti forsetahjónunum í Amalíuborgarhöll. 24. janúar 2017 23:51 Ánægja með Guðna í hæstu hæðum Í nýlegri könnun MMR sögðust 81,4 prósent þátttakenda vera ánægð með störf forsetans og hefur ánægjan aldrei mælst meiri. 24. janúar 2017 13:13 Enginn bæklingur með þýðingu á ræðu forsetans í Amalíuborg Í hátíðarkvöldverði í Amalíuborg í gærkvöldi ræddu þau Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Margrét Þórhildur, Danadrottning, bæði um vinsældir og mikilvægi Andrés Andar-blaðanna hjá íslenskum börnum þegar þau voru að læra í dönsku hér á árum áður. 25. janúar 2017 07:50 Guðni og Eliza funduðu með Danadrottningu í Amalíuborgarhöll Guðni Th. Jóhannesson forseti og Eliza Reid eru í sinni fyrstu opinberu heimsókn til útlanda frá því að Guðni tók við embætti í sumar. 24. janúar 2017 10:09 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Innlent Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ Sjá meira
Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, var í gær sæmdur íslensku fálkaorðunni. Frá þessu greinir forsætisráðherrann á Facebook-síðu sinni. Guðni Th. Jóhannesson forseti og Eliza Reid forsetafrú eru í opinberri heimsókn í Kaupmannahöfn þessa dagana og funduðu með Rasmussen í Kristjánsborgarhöll í gær.„Var í dag sæmdur íslensku fálkaorðunni. Og já, ég hef heyrt þann [brandarann] um að maður festir orður á hálfvita :) Sjálfur lít ég hins vegar á hana sem tákn um náin tengsl Íslands og Danmerkur, og ég hlakka til að vera með hana í kvöld,“ sagði Rasmussen sem sótti hátíðarkvöldverð í Amalíuborgarhöll í tilefni af heimsókn íslenska forsetans í gærkvöldi. Að hátíðarkvöldverðinum loknum birti Rasmussen mynd af sjálfum sér í fullum skrúða þar sem hann sagði kvöldið hafa verið afar ánægjulegt. Sagðist hann þó fagna því að fara aftur í gallabuxurnar. Á heimasíðu forseta Íslands kemur fram að forseti „sæmir árlega nokkra erlenda ríkisborgara fálkaorðu. Sérstakar reglur um orðuveitingar eru í gildi milli Íslands og nokkurra ríkja í Evrópu um gagnkvæmar orðuveitingar í tengslum við opinberar heimsóknir þjóðhöfðingja.“ Súkkulaðigosbrunnur Løkke vekur óneitanlega athygli á myndinni sem hann birtir, en í athugasemdum segir forsætisráðherrann að gosbrunnurinn hafi síðast verið notaður á gamlárskvöld og bíði þess að vera fluttur niður í geymslu.
Fálkaorðan Tengdar fréttir Mikið um dýrðir í Amalíuborgarhöll Opinber heimsókn Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands til Danmerkur hófst í morgun þegar Þórhildur Danadrottning tók á móti forsetahjónunum í Amalíuborgarhöll. 24. janúar 2017 23:51 Ánægja með Guðna í hæstu hæðum Í nýlegri könnun MMR sögðust 81,4 prósent þátttakenda vera ánægð með störf forsetans og hefur ánægjan aldrei mælst meiri. 24. janúar 2017 13:13 Enginn bæklingur með þýðingu á ræðu forsetans í Amalíuborg Í hátíðarkvöldverði í Amalíuborg í gærkvöldi ræddu þau Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Margrét Þórhildur, Danadrottning, bæði um vinsældir og mikilvægi Andrés Andar-blaðanna hjá íslenskum börnum þegar þau voru að læra í dönsku hér á árum áður. 25. janúar 2017 07:50 Guðni og Eliza funduðu með Danadrottningu í Amalíuborgarhöll Guðni Th. Jóhannesson forseti og Eliza Reid eru í sinni fyrstu opinberu heimsókn til útlanda frá því að Guðni tók við embætti í sumar. 24. janúar 2017 10:09 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Innlent Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ Sjá meira
Mikið um dýrðir í Amalíuborgarhöll Opinber heimsókn Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands til Danmerkur hófst í morgun þegar Þórhildur Danadrottning tók á móti forsetahjónunum í Amalíuborgarhöll. 24. janúar 2017 23:51
Ánægja með Guðna í hæstu hæðum Í nýlegri könnun MMR sögðust 81,4 prósent þátttakenda vera ánægð með störf forsetans og hefur ánægjan aldrei mælst meiri. 24. janúar 2017 13:13
Enginn bæklingur með þýðingu á ræðu forsetans í Amalíuborg Í hátíðarkvöldverði í Amalíuborg í gærkvöldi ræddu þau Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Margrét Þórhildur, Danadrottning, bæði um vinsældir og mikilvægi Andrés Andar-blaðanna hjá íslenskum börnum þegar þau voru að læra í dönsku hér á árum áður. 25. janúar 2017 07:50
Guðni og Eliza funduðu með Danadrottningu í Amalíuborgarhöll Guðni Th. Jóhannesson forseti og Eliza Reid eru í sinni fyrstu opinberu heimsókn til útlanda frá því að Guðni tók við embætti í sumar. 24. janúar 2017 10:09