Líkir kosningaloforðum ríkistjórnarflokkanna við kjötloku án kjöts Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 24. janúar 2017 20:52 Logi Már Einarsson flytur ræðu sína Vísir/Ernir „Ef við berum saman kosningaloforð stjórnarflokkanna og stjórnarsáttmálann birtist merkilegt ósamræmi: Stórfelld uppbygging heilbrigðis- og menntakerfisins, viðamiklar kerfisbreytingar, þjóðaratkvæðargreiðsla um ESB viðræður, breytingar á stjórnarskrá eru allt mál sem virðast að finna sér nýjan og óvæntan farveg í stjórnarsamstarfinu. Flokkarnir lofuðu þessu fyrir kosningar en slík fyrirheit eru ekki í sáttmálanum,“ sagði Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, í ræðu sinni á Alþingi. Þar fara nú fram umræður um stefnuræðu forsætisráðherra en umræðurnar má sjá í beinni útsendingu hér.Logi líkti þessu við vörusvikum í matvælaframleiðslu. „Við þekkjum nýleg dæmi úr matvælaframleiðslu, þar sem kjötlokur voru án kjöts og brúnegg, með vistvænum stimpli, voru lítið annað en útlitið. Það kölluðu menn vörusvik og vörunum var skilað. Því miður er ekki hægt að skila atkvæði.“ Áfram vegið að velferðinniLogi ræddi meðal annars um að það vantaði tillögur um hvernig bæta mætti menntamál sem og húsnæðismál en einnig kom fram gagnrýni á skattastefnu núverandi ríkisstjórnar sem þingmanni finnst svipa mikið til þeirrar stefnu sem var við lýði hjá stjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins. Þar hafi verið að verki hægri sinnuð skatta- og veflerðapólitík. „Allt bendir til þess að ný ríkisstjórn muni feta sömu slóð. Áfram verði vegið að velferðinni. Ríkisstjórnin gefur ekki skýr fyrirheit um hvernig á að takast á við vanda þúsunda barna sem búa við skort og fátækt, húsnæðisvanda ungs fólks eða aukinni misskiptingu í samfélaginu. Við það verður ekki unað.“ Undirtónn ræðunnar voru áhyggjur þingmannsins á miskiptingu valdsins í landinu. Logi leggur þó jafnfram áherslu á að þingið ætti að geta unnið að því sameiningu að vinna að bættu samfélagi og leggur hann áherslu á að huga þurfi sérstaklega að þremur grunnstoðum samfélagsins; Velferðinni, skipulögðum vinnumarkaði og ábyrgri efnahagsstjórn. „Þótt við jafnaðarmenn séum tímabundið agnarlítill þingflokkur, munum við berjast áfram fyrir hugsjónum okkar: Fyrir almannahagsmunum, gegn sérhagsmunum og af alefli gegn því að lýðræðið láti í minni pokann fyrir auðræðinu.“ segir Logi og steig úr ræðustóli. Alþingi Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
„Ef við berum saman kosningaloforð stjórnarflokkanna og stjórnarsáttmálann birtist merkilegt ósamræmi: Stórfelld uppbygging heilbrigðis- og menntakerfisins, viðamiklar kerfisbreytingar, þjóðaratkvæðargreiðsla um ESB viðræður, breytingar á stjórnarskrá eru allt mál sem virðast að finna sér nýjan og óvæntan farveg í stjórnarsamstarfinu. Flokkarnir lofuðu þessu fyrir kosningar en slík fyrirheit eru ekki í sáttmálanum,“ sagði Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, í ræðu sinni á Alþingi. Þar fara nú fram umræður um stefnuræðu forsætisráðherra en umræðurnar má sjá í beinni útsendingu hér.Logi líkti þessu við vörusvikum í matvælaframleiðslu. „Við þekkjum nýleg dæmi úr matvælaframleiðslu, þar sem kjötlokur voru án kjöts og brúnegg, með vistvænum stimpli, voru lítið annað en útlitið. Það kölluðu menn vörusvik og vörunum var skilað. Því miður er ekki hægt að skila atkvæði.“ Áfram vegið að velferðinniLogi ræddi meðal annars um að það vantaði tillögur um hvernig bæta mætti menntamál sem og húsnæðismál en einnig kom fram gagnrýni á skattastefnu núverandi ríkisstjórnar sem þingmanni finnst svipa mikið til þeirrar stefnu sem var við lýði hjá stjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins. Þar hafi verið að verki hægri sinnuð skatta- og veflerðapólitík. „Allt bendir til þess að ný ríkisstjórn muni feta sömu slóð. Áfram verði vegið að velferðinni. Ríkisstjórnin gefur ekki skýr fyrirheit um hvernig á að takast á við vanda þúsunda barna sem búa við skort og fátækt, húsnæðisvanda ungs fólks eða aukinni misskiptingu í samfélaginu. Við það verður ekki unað.“ Undirtónn ræðunnar voru áhyggjur þingmannsins á miskiptingu valdsins í landinu. Logi leggur þó jafnfram áherslu á að þingið ætti að geta unnið að því sameiningu að vinna að bættu samfélagi og leggur hann áherslu á að huga þurfi sérstaklega að þremur grunnstoðum samfélagsins; Velferðinni, skipulögðum vinnumarkaði og ábyrgri efnahagsstjórn. „Þótt við jafnaðarmenn séum tímabundið agnarlítill þingflokkur, munum við berjast áfram fyrir hugsjónum okkar: Fyrir almannahagsmunum, gegn sérhagsmunum og af alefli gegn því að lýðræðið láti í minni pokann fyrir auðræðinu.“ segir Logi og steig úr ræðustóli.
Alþingi Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira