Áhöfn Polar Nanoq full samúðar: Vona að hægt verði að sækja sakamenn til saka Samúel Karl Ólason skrifar 23. janúar 2017 15:07 Áhöfnin hefur orðið fyrir miklu áfalli vegna atburða síðustu daga. Það hefur reynst þeim erfitt að átta sig á hvernig þeir hafi átt að bregðast við. Vísir/Vilhelm Áhöfnin á Polar Nanoq senda fjölskyldu Birnu Brjánsdóttur þeirra innilegustu samúðarkveðjur. Þeir segja þennan sorglega atburð hafa snortið þá djúpt og vonast til þess að hægt verði að upplýsa um atburðarásina sem fyrst, svo hægt verði að sækja sakamenn til saka. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá áhöfninni þar sem segir að áhöfnin hafi orðið fyrir miklu áfalli vegna atburða síðustu daga. Það hafi reynst þeim erfitt að átta sig á hvernig þeir hafi átt að bregðast við. „Til dæmis hefur fjölskylda Birnu beðið okkur um að útskýra hvarf Birnu,“ segir í yfirlýsingunni. Þeim hafi hins vegar verið bannað að eiga í samskiptum út á við. Þar að auki viti þeir ekki hvað hafi gerst. „Við erum þakklátir fyrir að hafa getað hlúð að hverjum öðrum og fyrir stuðning fjölskyldu okkar og vinnuveitenda.“Verður erfitt að gleyma atburðunum Þeir segja mikilvægt að taka fram að þeir séu á Íslandi vegna vinnu þeirra. „Margar hugsanir hafa farið um hugann, og það er mikilvægt fyrir okkur að segja, að um er að ræða einn til tvo einstaklinga, sem grunaðir eru um að hafa framið verknaðinn, og við og þjóð okkar getum ekki tekið ábyrgð á svo voveiflegum atburðum. Þeim verður erfitt að gleyma.“ Þá segja þeir að erfitt hafi verið að vera hluti af þessum hræðilegu atburðum og sumir úr áhöfninni hafi þurft að fara heim. „Við erum mjög þakklátir fyrir að hafa fengið aðhlynningu frá sálfræðingi og frá sjálfboðaliðum, og við vonumst til að geta snúið aftur til vinnu okkar og daglegs lífs.“ „Á þessum sorglegum og erfiðum tímum viljum við taka fram, að viðmót Íslendinga til okkar hefur ekki breyst og er hlýtt sem fyrr.“ Yfirlýsingu áhafnarinnar í heild sinni má lesa hér að neðanPolar Nanoq í Hafnarfjarðarhöfn.Vísir/VilhelmAtburðurinn sorglegi hefur snortið okkur djúpt. Við skipverjar á Polar Nanoq viljum senda fjölskyldu Birnu Brjánsdóttur okkar innilegustu samúðarkveðjur. Við vonum að hægt verði að upplýsa um atburðarásina sem fyrst, svo hægt verði að sækja sakamenn til saka.Við skipverjar höfum orðið fyrir miklu áfalli sökum atburða síðustu daga. Það hefur verið erfitt fyrir okkur að gera okkur grein fyrir því hvernig við eigum að bregðast við ýmsu. Til dæmis hefur fjölskylda Birnu beðið okkur um að útskýra hvarf Birnu, en okkur hefur verið bannað að eiga samskipti út á við, auk þess sem við höfum ekki vitað, hvað hefur skeð. Við erum þakklátir fyrir að hafa getað hlúð að hverjum öðrum og fyrir stuðning fjölskyldu okkar og vinnuveitenda.Við áhöfn skipsins, sem nú höfum safnast saman í einum bæ á Íslandi, komum beint um borð í skipið við komuna til Íslands laugardaginn 14. janúar. Það er mikilvægt fyrir okkur að taka fram, að við erum staddir á Íslandi vinnunnar okkar vegna.„Margar hugsanir hafa farið um hugann, og það er mikilvægt fyrir okkur að segja, að um er að ræða einn til tvo einstaklinga, sem grunaðir eru um að hafa framið verknaðinn, og við og þjóð okkar getum ekki tekið ábyrgð á svo voveiflegum atburðum. Þeim verður erfitt að gleyma.“Það hefur verið erfitt fyrir okkur að vera hluti af þessum hræðilegum atburðum, og sumir okkar hafa þurft að fara heim. Við erum mjög þakklátir fyrir að hafa fengið aðhlynningu frá sálfræðingi og frá sjálfboðaliðum, og við vonumst til að geta snúið aftur til vinnu okkar og daglegs lífs.Á þessum sorglegum og erfiðum tímum viljum við taka fram, að viðmót Íslendinga til okkar hefur ekki breyst og er hlýtt sem fyrr.Skipverjar á Polar Nanoq Birna Brjánsdóttir Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Áhöfnin á Polar Nanoq senda fjölskyldu Birnu Brjánsdóttur þeirra innilegustu samúðarkveðjur. Þeir segja þennan sorglega atburð hafa snortið þá djúpt og vonast til þess að hægt verði að upplýsa um atburðarásina sem fyrst, svo hægt verði að sækja sakamenn til saka. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá áhöfninni þar sem segir að áhöfnin hafi orðið fyrir miklu áfalli vegna atburða síðustu daga. Það hafi reynst þeim erfitt að átta sig á hvernig þeir hafi átt að bregðast við. „Til dæmis hefur fjölskylda Birnu beðið okkur um að útskýra hvarf Birnu,“ segir í yfirlýsingunni. Þeim hafi hins vegar verið bannað að eiga í samskiptum út á við. Þar að auki viti þeir ekki hvað hafi gerst. „Við erum þakklátir fyrir að hafa getað hlúð að hverjum öðrum og fyrir stuðning fjölskyldu okkar og vinnuveitenda.“Verður erfitt að gleyma atburðunum Þeir segja mikilvægt að taka fram að þeir séu á Íslandi vegna vinnu þeirra. „Margar hugsanir hafa farið um hugann, og það er mikilvægt fyrir okkur að segja, að um er að ræða einn til tvo einstaklinga, sem grunaðir eru um að hafa framið verknaðinn, og við og þjóð okkar getum ekki tekið ábyrgð á svo voveiflegum atburðum. Þeim verður erfitt að gleyma.“ Þá segja þeir að erfitt hafi verið að vera hluti af þessum hræðilegu atburðum og sumir úr áhöfninni hafi þurft að fara heim. „Við erum mjög þakklátir fyrir að hafa fengið aðhlynningu frá sálfræðingi og frá sjálfboðaliðum, og við vonumst til að geta snúið aftur til vinnu okkar og daglegs lífs.“ „Á þessum sorglegum og erfiðum tímum viljum við taka fram, að viðmót Íslendinga til okkar hefur ekki breyst og er hlýtt sem fyrr.“ Yfirlýsingu áhafnarinnar í heild sinni má lesa hér að neðanPolar Nanoq í Hafnarfjarðarhöfn.Vísir/VilhelmAtburðurinn sorglegi hefur snortið okkur djúpt. Við skipverjar á Polar Nanoq viljum senda fjölskyldu Birnu Brjánsdóttur okkar innilegustu samúðarkveðjur. Við vonum að hægt verði að upplýsa um atburðarásina sem fyrst, svo hægt verði að sækja sakamenn til saka.Við skipverjar höfum orðið fyrir miklu áfalli sökum atburða síðustu daga. Það hefur verið erfitt fyrir okkur að gera okkur grein fyrir því hvernig við eigum að bregðast við ýmsu. Til dæmis hefur fjölskylda Birnu beðið okkur um að útskýra hvarf Birnu, en okkur hefur verið bannað að eiga samskipti út á við, auk þess sem við höfum ekki vitað, hvað hefur skeð. Við erum þakklátir fyrir að hafa getað hlúð að hverjum öðrum og fyrir stuðning fjölskyldu okkar og vinnuveitenda.Við áhöfn skipsins, sem nú höfum safnast saman í einum bæ á Íslandi, komum beint um borð í skipið við komuna til Íslands laugardaginn 14. janúar. Það er mikilvægt fyrir okkur að taka fram, að við erum staddir á Íslandi vinnunnar okkar vegna.„Margar hugsanir hafa farið um hugann, og það er mikilvægt fyrir okkur að segja, að um er að ræða einn til tvo einstaklinga, sem grunaðir eru um að hafa framið verknaðinn, og við og þjóð okkar getum ekki tekið ábyrgð á svo voveiflegum atburðum. Þeim verður erfitt að gleyma.“Það hefur verið erfitt fyrir okkur að vera hluti af þessum hræðilegum atburðum, og sumir okkar hafa þurft að fara heim. Við erum mjög þakklátir fyrir að hafa fengið aðhlynningu frá sálfræðingi og frá sjálfboðaliðum, og við vonumst til að geta snúið aftur til vinnu okkar og daglegs lífs.Á þessum sorglegum og erfiðum tímum viljum við taka fram, að viðmót Íslendinga til okkar hefur ekki breyst og er hlýtt sem fyrr.Skipverjar á Polar Nanoq
Birna Brjánsdóttir Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira