Óku rauða bílnum um 300 kílómetra á einum sólarhring Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. janúar 2017 19:20 Nokkrar leiðir eru að Selvogsvita en talið er að lík Birnu hafi fundist í fjörunni við vitann í dag. vísir/loftmyndir/garðar Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á máli Birnu Brjánsdóttur sem talið er að hafi fundist látin í dag, segir að rauða Kio Rio-bílnum hafi verið ekið samtals um 300 kílómetra á þeim sólarhring sem skipverji af grænlenska togaranum Polar Nanoq var með bílinn á leigu.Sjá einnig: Blaðamannafundur lögreglunnar í dag í heild sinni Maðurinn er annar tveggja sem sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um að bera ábyrgð á dauða Birnu en hennar hafði verið saknað síðan aðfaranótt laugardagsins 14. janúar. Líkið fannst í fjörunni við Selvogsvita og segir Grímur að staðurinn passi við þann kílómetrafjölda sem lögreglan hafði reiknað út varðandi það hversu langt bílnum hefur verið ekið. „Þetta er ekki fjarri lagi því sem við vorum að reikna út og þess vegna var til dæmis þessi staður alveg inn í leitarskipulaginu í dag,“ segir Grímur í samtali við Vísi. Aðspurður um hvaða leiðir mennirnir gætu hafa farið að vitanum segir Grímur að í stórum dráttum séu bara tvær leiðir að vitanum og það sé efitr Suðurstrandarvegi úr hvorri áttinni en eins og sjá má á kortinu hér að ofan er hægt að koma að vitanum að austanverðu og svo í gegnum Grindavík eða Krísuvík að vestanverðu. Aðspurður hvort lögreglan hafi eitthvað myndefni undir höndum sem sýni rauðan Kia Rio-bíl á þessu svæði segir Grímur að lögreglan leiti nú myndefnis frá þeim slóðum þar sem Birna fannst. Hann bendir þó á að hafa verði í huga að mennirnir gætu hafa sett hana í sjóinn annars staðar en akkúrat á þessum stað. Greint var frá því fyrr í dag að blóð sem fannst í bílnum sé úr Birnu. Það styrkir grunsemdir lögreglu um að skipverjarnir beri ábyrgð á dauða hennar. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir 300 björgunarsveitarmenn halda áfram leit að vísbendingum í kvöld Leit Landsbjargar í tengslum við mál Birnu Brjánsdóttur er hvergi nær lokið þó talið sé að hún sé fundin. 22. janúar 2017 18:37 Skipverjarnir vita af blóðinu en ekki líkfundinum Lögregla telur allar líkur á því að skipverjarnir tveir sem eru í einangrun á Litla-Hrauni beri ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur. 22. janúar 2017 17:46 Lífsýni úr bílnum er úr Birnu Lífsýni úr rauða Kia Rio-bílnum voru send utan til rannsóknar og liggur nú fyrir niðurstaða þeirrar rannsóknar þess efnis að lífsýnið er úr Birnu Brjánsdóttur 22. janúar 2017 11:45 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Fleiri fréttir Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Sjá meira
Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á máli Birnu Brjánsdóttur sem talið er að hafi fundist látin í dag, segir að rauða Kio Rio-bílnum hafi verið ekið samtals um 300 kílómetra á þeim sólarhring sem skipverji af grænlenska togaranum Polar Nanoq var með bílinn á leigu.Sjá einnig: Blaðamannafundur lögreglunnar í dag í heild sinni Maðurinn er annar tveggja sem sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um að bera ábyrgð á dauða Birnu en hennar hafði verið saknað síðan aðfaranótt laugardagsins 14. janúar. Líkið fannst í fjörunni við Selvogsvita og segir Grímur að staðurinn passi við þann kílómetrafjölda sem lögreglan hafði reiknað út varðandi það hversu langt bílnum hefur verið ekið. „Þetta er ekki fjarri lagi því sem við vorum að reikna út og þess vegna var til dæmis þessi staður alveg inn í leitarskipulaginu í dag,“ segir Grímur í samtali við Vísi. Aðspurður um hvaða leiðir mennirnir gætu hafa farið að vitanum segir Grímur að í stórum dráttum séu bara tvær leiðir að vitanum og það sé efitr Suðurstrandarvegi úr hvorri áttinni en eins og sjá má á kortinu hér að ofan er hægt að koma að vitanum að austanverðu og svo í gegnum Grindavík eða Krísuvík að vestanverðu. Aðspurður hvort lögreglan hafi eitthvað myndefni undir höndum sem sýni rauðan Kia Rio-bíl á þessu svæði segir Grímur að lögreglan leiti nú myndefnis frá þeim slóðum þar sem Birna fannst. Hann bendir þó á að hafa verði í huga að mennirnir gætu hafa sett hana í sjóinn annars staðar en akkúrat á þessum stað. Greint var frá því fyrr í dag að blóð sem fannst í bílnum sé úr Birnu. Það styrkir grunsemdir lögreglu um að skipverjarnir beri ábyrgð á dauða hennar.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir 300 björgunarsveitarmenn halda áfram leit að vísbendingum í kvöld Leit Landsbjargar í tengslum við mál Birnu Brjánsdóttur er hvergi nær lokið þó talið sé að hún sé fundin. 22. janúar 2017 18:37 Skipverjarnir vita af blóðinu en ekki líkfundinum Lögregla telur allar líkur á því að skipverjarnir tveir sem eru í einangrun á Litla-Hrauni beri ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur. 22. janúar 2017 17:46 Lífsýni úr bílnum er úr Birnu Lífsýni úr rauða Kia Rio-bílnum voru send utan til rannsóknar og liggur nú fyrir niðurstaða þeirrar rannsóknar þess efnis að lífsýnið er úr Birnu Brjánsdóttur 22. janúar 2017 11:45 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Fleiri fréttir Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Sjá meira
300 björgunarsveitarmenn halda áfram leit að vísbendingum í kvöld Leit Landsbjargar í tengslum við mál Birnu Brjánsdóttur er hvergi nær lokið þó talið sé að hún sé fundin. 22. janúar 2017 18:37
Skipverjarnir vita af blóðinu en ekki líkfundinum Lögregla telur allar líkur á því að skipverjarnir tveir sem eru í einangrun á Litla-Hrauni beri ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur. 22. janúar 2017 17:46
Lífsýni úr bílnum er úr Birnu Lífsýni úr rauða Kia Rio-bílnum voru send utan til rannsóknar og liggur nú fyrir niðurstaða þeirrar rannsóknar þess efnis að lífsýnið er úr Birnu Brjánsdóttur 22. janúar 2017 11:45