Líkfundurinn engin tilviljun: Sjö þúsund kílómetra ganga að baki hjá björgunarsveitunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. janúar 2017 19:30 Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn sem haldið hefur utan um leitaraðgerðir lögreglu að Birnu Brjánsdóttur undanfarna viku, segir að líkfundurinn í dag hafi ekki verið nein tilviljun. Hátt í átta hundruð björgunarsveitarmenn, héðan og þaðan af landinu, hafa komið að leitinni um helgina sem er sú stærsta í sögunni.Fjallað var ítarlega um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld en fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Fram kom í máli Ásgeirs, í viðtali við Gunnar Atla Gunnarsson fréttamann í kvöldfréttum Stöðvar 2, að gróflega væri búið að reikna að björgunarsveitarfólk hefði gengið um 7000 kílómetra samanlagt við leitina að Birnu. Sú vegalengd er rúmlega fimmfaldur hringvegur en auðvitað hefur ekki verið gengið á götum eða stígum. Fólk hafi gengið í hrauni og drullu í ítarlegri leit um helgina. Þótt að þyrla Landhelgisgæslunnar hafi fundið líkið í dag, í einni af fjölmörgum þyrluferðum á suðvesturhorninu undanfarna daga, þá er engin tilviljun að líkið fannst. Selvogsviti er á svæðinu sem búið var að skilgreina til leitar um helgina. Þá sagði Ásgeir að persónulega væri hann afar hryggur yfir líkfundinum í dag. Það væri þó gott að búið væri að finna líkið og leitinni að því væri lokið. Leitaraðilar hafa vottað aðstandendum Birnu samúð sína.Áfram leitað í kvöld Yfir 300 björgunarsveitamenn er enn við leitarstörf vegna hvarfs Birnu Brjánsdóttur. Eftir að þyrla með sérhæfðu leitarfólki úr björgunarsveitum Slysavarnafélagsins Landsbjargar fann lík hennar við Selvogvita var leitarskipulagi breytt að því er segir í tilkynningu frá Landsbjörgu. Nú er áhersla lögð á að finna vísbendingar sem tengst geta málinu, svo sem ummerki eftir mannaferðir, jarðrask eða hluti sem tengst gert málinu. Færanlegri stjórnstöð björgunarsveitanna hefur verið komið upp á svæðinu og þaðan er leitinni stjórnað. Skiplög voru 90 leitarsvæði og sem verða vandlega leituð í kvöld. Leitarsvæðið nær frá Grindavík austur að Eyrarbakka. Leitað verður á og meðfram vegum og vegaslóðum. Alls komu um 775 sjálfboðaliðar Slysavarnafélagsins Landsbjargar að leitinni að Birnu, þar af voru 685 leitarmenn, 40 aðgerðastjórnendur og 50 frá slysavarnadeildum félagsins. Við leitina var notast við 11 hunda, dróna, fjórhjól og nánast allan bílaflota björgunarsveitanna. Leitarfólk úr 71 björgunarsveit víðsvegar að af landinu tók þátt í leitinni og slysavarnafólk úr fimm deildum félagsins. Birna Brjánsdóttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn sem haldið hefur utan um leitaraðgerðir lögreglu að Birnu Brjánsdóttur undanfarna viku, segir að líkfundurinn í dag hafi ekki verið nein tilviljun. Hátt í átta hundruð björgunarsveitarmenn, héðan og þaðan af landinu, hafa komið að leitinni um helgina sem er sú stærsta í sögunni.Fjallað var ítarlega um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld en fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Fram kom í máli Ásgeirs, í viðtali við Gunnar Atla Gunnarsson fréttamann í kvöldfréttum Stöðvar 2, að gróflega væri búið að reikna að björgunarsveitarfólk hefði gengið um 7000 kílómetra samanlagt við leitina að Birnu. Sú vegalengd er rúmlega fimmfaldur hringvegur en auðvitað hefur ekki verið gengið á götum eða stígum. Fólk hafi gengið í hrauni og drullu í ítarlegri leit um helgina. Þótt að þyrla Landhelgisgæslunnar hafi fundið líkið í dag, í einni af fjölmörgum þyrluferðum á suðvesturhorninu undanfarna daga, þá er engin tilviljun að líkið fannst. Selvogsviti er á svæðinu sem búið var að skilgreina til leitar um helgina. Þá sagði Ásgeir að persónulega væri hann afar hryggur yfir líkfundinum í dag. Það væri þó gott að búið væri að finna líkið og leitinni að því væri lokið. Leitaraðilar hafa vottað aðstandendum Birnu samúð sína.Áfram leitað í kvöld Yfir 300 björgunarsveitamenn er enn við leitarstörf vegna hvarfs Birnu Brjánsdóttur. Eftir að þyrla með sérhæfðu leitarfólki úr björgunarsveitum Slysavarnafélagsins Landsbjargar fann lík hennar við Selvogvita var leitarskipulagi breytt að því er segir í tilkynningu frá Landsbjörgu. Nú er áhersla lögð á að finna vísbendingar sem tengst geta málinu, svo sem ummerki eftir mannaferðir, jarðrask eða hluti sem tengst gert málinu. Færanlegri stjórnstöð björgunarsveitanna hefur verið komið upp á svæðinu og þaðan er leitinni stjórnað. Skiplög voru 90 leitarsvæði og sem verða vandlega leituð í kvöld. Leitarsvæðið nær frá Grindavík austur að Eyrarbakka. Leitað verður á og meðfram vegum og vegaslóðum. Alls komu um 775 sjálfboðaliðar Slysavarnafélagsins Landsbjargar að leitinni að Birnu, þar af voru 685 leitarmenn, 40 aðgerðastjórnendur og 50 frá slysavarnadeildum félagsins. Við leitina var notast við 11 hunda, dróna, fjórhjól og nánast allan bílaflota björgunarsveitanna. Leitarfólk úr 71 björgunarsveit víðsvegar að af landinu tók þátt í leitinni og slysavarnafólk úr fimm deildum félagsins.
Birna Brjánsdóttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira