Annar skipverjinn sem situr í haldi vegna hvarfs Birnu einnig grunaður um aðild að fíkniefnamálinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. janúar 2017 11:27 Frá aðgerðum lögreglu í Polar Nanoq á miðvikudagskvöld þegar togarinn kom aftur til hafnar. vísir/anton brink Annar skipverjinn sem situr í gæsluvarðhaldi vegna hvarfs Birnu Brjánsdóttur er einnig grunaður um aðild að smygli á 20 kílóum af hassi sem fundust í grænlenska togaranum Polar Nanoq við leit lögreglu aðfaranótt fimmtudags. Þetta segir Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar deildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi en deildin fer með rannsókn beggja málanna. Alls voru þrír skipverjar af Polar Nanoq úrskurðaðir í gæsluvarðhald síðastliðinn fimmtudag, tveir í tveggja vikna varðhald vegna gruns um aðild að hvarfinu og einn fram á mánudag vegna gruns um að tengjast smyglinu. Fjórði skipverjinn var handtekinn, grunaður um aðild að hvarfi Birnu, en honum var sleppt að lokinni yfirheyrslu. Sá maður var látinn laus úr haldi strax á föstudeginum að sögn Gríms þar sem lögreglan taldi sig hafa sannað að maðurinn hefði ekki komið neitt að því að smygla efnunum.Tveir í einangrun Tveir menn sitja því nú í gæsluvarðhaldi, í einangrun á Litla-Hrauni. Skipverjarnir tveir voru upphaflega handteknir þegar sérsveitarmenn lögreglu fóru um borð í Polar Nanoq á hafi úti á miðvikudaginn. Þeir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna gruns um manndráp. Lögregla fór fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald og var úrskurðurinn úr héraðsdómi kærður til Hæstaréttar sem enn á eftir að kveða upp sinn dóm. Einar Guðberg Jónsson, rannsóknarlögreglumaður, segir í samtali við fréttastofu að lögreglan telji ekki að hvarf Birnu tengist fíkniefnunum á nokkurn hátt. Málin séu því algjörlega aðskilin þó þau séu rannsökuð hjá sömu deild. Þá segir hann jafnframt að maðurinn hafi verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að hvarfi Birnu; það að hann tengdist smyglinu kom upp síðar í rannsókn þess máls. Fíkniefnin eru metin á 228 milljónir króna sé miðað við götuverð á hassi í Nuuk, höfuðborg Grænlands. Hassið gæti þó verið enn verðmætara í fámennari byggðalögum Grænlands. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Hassið sem fannst í Polar Nanoq rúmlega 230 milljóna króna virði Verðmæti þess gæti þó verið meira í fámennari byggðalögum Grænlands. Grænlenski sjávarútvegsráðherrann hótar útgerðum þar í landi aðgerðum taki þær ekki á vandamálinu sem felst í fíkniefnasmygli áhafna skipa þeirra. 21. janúar 2017 18:59 Þriðji skipverjinn í gæsluvarðhald grunaður um smygl á 20 kílóum af hassi Maðurinn verður í einangrun til mánudags. 20. janúar 2017 01:11 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Annar skipverjinn sem situr í gæsluvarðhaldi vegna hvarfs Birnu Brjánsdóttur er einnig grunaður um aðild að smygli á 20 kílóum af hassi sem fundust í grænlenska togaranum Polar Nanoq við leit lögreglu aðfaranótt fimmtudags. Þetta segir Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar deildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi en deildin fer með rannsókn beggja málanna. Alls voru þrír skipverjar af Polar Nanoq úrskurðaðir í gæsluvarðhald síðastliðinn fimmtudag, tveir í tveggja vikna varðhald vegna gruns um aðild að hvarfinu og einn fram á mánudag vegna gruns um að tengjast smyglinu. Fjórði skipverjinn var handtekinn, grunaður um aðild að hvarfi Birnu, en honum var sleppt að lokinni yfirheyrslu. Sá maður var látinn laus úr haldi strax á föstudeginum að sögn Gríms þar sem lögreglan taldi sig hafa sannað að maðurinn hefði ekki komið neitt að því að smygla efnunum.Tveir í einangrun Tveir menn sitja því nú í gæsluvarðhaldi, í einangrun á Litla-Hrauni. Skipverjarnir tveir voru upphaflega handteknir þegar sérsveitarmenn lögreglu fóru um borð í Polar Nanoq á hafi úti á miðvikudaginn. Þeir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna gruns um manndráp. Lögregla fór fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald og var úrskurðurinn úr héraðsdómi kærður til Hæstaréttar sem enn á eftir að kveða upp sinn dóm. Einar Guðberg Jónsson, rannsóknarlögreglumaður, segir í samtali við fréttastofu að lögreglan telji ekki að hvarf Birnu tengist fíkniefnunum á nokkurn hátt. Málin séu því algjörlega aðskilin þó þau séu rannsökuð hjá sömu deild. Þá segir hann jafnframt að maðurinn hafi verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að hvarfi Birnu; það að hann tengdist smyglinu kom upp síðar í rannsókn þess máls. Fíkniefnin eru metin á 228 milljónir króna sé miðað við götuverð á hassi í Nuuk, höfuðborg Grænlands. Hassið gæti þó verið enn verðmætara í fámennari byggðalögum Grænlands.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Hassið sem fannst í Polar Nanoq rúmlega 230 milljóna króna virði Verðmæti þess gæti þó verið meira í fámennari byggðalögum Grænlands. Grænlenski sjávarútvegsráðherrann hótar útgerðum þar í landi aðgerðum taki þær ekki á vandamálinu sem felst í fíkniefnasmygli áhafna skipa þeirra. 21. janúar 2017 18:59 Þriðji skipverjinn í gæsluvarðhald grunaður um smygl á 20 kílóum af hassi Maðurinn verður í einangrun til mánudags. 20. janúar 2017 01:11 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Hassið sem fannst í Polar Nanoq rúmlega 230 milljóna króna virði Verðmæti þess gæti þó verið meira í fámennari byggðalögum Grænlands. Grænlenski sjávarútvegsráðherrann hótar útgerðum þar í landi aðgerðum taki þær ekki á vandamálinu sem felst í fíkniefnasmygli áhafna skipa þeirra. 21. janúar 2017 18:59
Þriðji skipverjinn í gæsluvarðhald grunaður um smygl á 20 kílóum af hassi Maðurinn verður í einangrun til mánudags. 20. janúar 2017 01:11