Sögusagnirnar eru ekki svo vitlausar enda eru Donatella og Ricardo góðir vinir. Svo góðir vinir að Donatella sat fyrir í herferð hjá Givenchy árið 2015.
Ricardo hefur skapað sér gott orð hjá Givenchy seinustu ár og er einn virtasti hönnuður heims um þessar mundir. Það er því ekki víst hvaða áhrif þessi ákvörðun mundi hafa á starfsferil hans en Versace er eitt þekktasta tískuhús heims og ekki amalegt starf að taka við keflinu af Donatellu Versace.
