Steven Tyler seldi Hennessey Venom GT bíl sinn Finnur Thorlacius skrifar 31. janúar 2017 15:47 Breytingafyrirtækið Hennessey tilkynnti í síðustu viku að það ætlaði að hætta framleiðslu hraðskreiðasta ökutækis síns, Hennessey Venom GT, en hann er 1.200 hestafla tryllitæki. Þessi bíll er einn af alhraðskreiðustu bílum veraldar og á reyndar núverandi hraðamet fjöldaframleiddra bíla og mældist á 435,2 km hraða árið 2014. Með ákvörðun Hennessey hafa Venom GT bílarnir orðið verðmætari. Einn heppinn nýr eigandi af Hennessey Venom GT var þó heppinn og krækti í það eintak af bílnum hraðskreiða sem söngvari Aerosmith, Steven Tyler átti. Hann borgaði fyrir bílinn 800.000 dollara á uppboði Barrett-Jackson Scottsdale, eða um 95 milljónir króna. Bílnum fylgdi einn af gíturum Tyler, signeruðum af goðinu sjálfu og vikudvöl í strandvillu Steven Tyler á Hawaii eyjunni Maui. Þessi tiltekni bíll var aðeins einn af fimm Venom GT bílum sem Hennessey smíðaði af árgerð 2013. Nýr svona bíll kostar 1,1 milljón dollara, eða um 130 milljónir króna. Afl bílsins kemur frá 7,0 lítra V8 vél með tveimur forþjöppum. Tog bílsins er 1.565 Nm, hestöflin 1.200 og því má koma honum á 100 km hraða á 2,7 sekúndum og í hámarkshraðann 435 km/klst. Semsagt, enginn aumingi þar á ferð. Í myndskeiðinu hér að ofan sést hvar Steven Tyler sést aka bíl sínum í Kaliforníu árið 2013, þá nýbúinn að eignast bílinn.Síðasti dagurinn sem Steven Tyler átti Hennessey bílinn. Bílar video Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent
Breytingafyrirtækið Hennessey tilkynnti í síðustu viku að það ætlaði að hætta framleiðslu hraðskreiðasta ökutækis síns, Hennessey Venom GT, en hann er 1.200 hestafla tryllitæki. Þessi bíll er einn af alhraðskreiðustu bílum veraldar og á reyndar núverandi hraðamet fjöldaframleiddra bíla og mældist á 435,2 km hraða árið 2014. Með ákvörðun Hennessey hafa Venom GT bílarnir orðið verðmætari. Einn heppinn nýr eigandi af Hennessey Venom GT var þó heppinn og krækti í það eintak af bílnum hraðskreiða sem söngvari Aerosmith, Steven Tyler átti. Hann borgaði fyrir bílinn 800.000 dollara á uppboði Barrett-Jackson Scottsdale, eða um 95 milljónir króna. Bílnum fylgdi einn af gíturum Tyler, signeruðum af goðinu sjálfu og vikudvöl í strandvillu Steven Tyler á Hawaii eyjunni Maui. Þessi tiltekni bíll var aðeins einn af fimm Venom GT bílum sem Hennessey smíðaði af árgerð 2013. Nýr svona bíll kostar 1,1 milljón dollara, eða um 130 milljónir króna. Afl bílsins kemur frá 7,0 lítra V8 vél með tveimur forþjöppum. Tog bílsins er 1.565 Nm, hestöflin 1.200 og því má koma honum á 100 km hraða á 2,7 sekúndum og í hámarkshraðann 435 km/klst. Semsagt, enginn aumingi þar á ferð. Í myndskeiðinu hér að ofan sést hvar Steven Tyler sést aka bíl sínum í Kaliforníu árið 2013, þá nýbúinn að eignast bílinn.Síðasti dagurinn sem Steven Tyler átti Hennessey bílinn.
Bílar video Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent