Í gegnum tíðina hefur Zara ekki verið að eyða miklum pening í auglýsingaherferðir svo nýja herferðin eru óvenjulegt skref hjá spænska fatarisanum. Þekkt er að peningurinn sem Zara gæti notað í markaðssetningu er notaður í að koma búðum fyrir í bestu plássunum á flottustu verslunargötum heims. Zara hefur til dæmis ekki auglýst í tímaritum líkt og Topshop og H&M sem eru þær fatabúðir sem eiga svipaðan kúnnahóp.
Þessi glæsilega herferð er þó einstaklega vel heppnuð og gefur góða mynd af því sem koma skal í verslunum Zara á næstu misserum.




