"Líður nú að lokum…“ Guðmundur Andri Thorsson skrifar 30. janúar 2017 00:00 Trump var ekki kosinn þrátt fyrir ókosti sína heldur vegna þeirra. Öll súpum við seyðið af þessu kjöri, afleiðingarnar kunna að verða skelfilegar fyrir alla heimsbyggðina og nú þegar eru teknar að streyma frá honum tilskipanir sem hafa beinlínis áhrif til hins verra á líf venjulegs fólks sem ekkert hefur til saka unnið, en hefur orðið fyrir barðinu á þeim ofstækisfullu stríðsmönnum sem Trump lætur sem hann berjist gegn, en tekur nú höndum saman við. Við störum á þennan mann í forundran. Trúum naumast eigin augum þegar hann sést þagga ruddalega niður í brosandi konu sinni eða ryðst fram fyrir hana, talar eins og fábjáni yfir CIA-mönnum og fer að þrátta um mannfjöldatölur á innsetningarathöfn sinni, sem liggja þó fyrir og blasa við öllum nema honum og höfundi Staksteina.Raunveruleikaþáttaforsetinn Stundum heyrist að kjör hans sé sök einhverra. „Góða fólkið“ er þá nefnt í því sambandi, aðallega af þeim sem telja að heiminum stafi um þessar mundir einkum ógn af fólki sem viðrar frjálslyndar skoðanir, umburðarlyndar og mannúðlegar. Kenningin er þá sú að þessi eilífa pólitíska rétttrúnaðarkrafa um góðvild í garð annarra og jafnrétti fólks burtséð frá kyni, stétt eða uppruna, sé svo íþyngjandi og þrúgandi að hún hafi hrakið fólk í fang Donalds Trump og viðlíka afla sem gefi fólki nauðsynlega útrás fyrir þörf sína að viðra andúð á öðru fólki. Samkvæmt þessum þankagangi er hatur og fordómagirni nokkurs konar grunnhvöt hjá öllum manneskjum og sá eða sú sem predikar kærleika, jafnrétti og mildi í dómum sé þá að hræsna, að þykjast, til þess að ná völdum í samfélaginu og „þagga“ niður „umræðuna“ sem „þarf að taka“. Ég veit það ekki. Er ekki nærtækara að líta svo á að kjör Trumps sé fremur þeim að kenna sem kusu hann en hinum sem kusu hann ekki? Að vísu má segja sem svo að allt það fólk sem sat heima í forsetakosningunum – meirihluti þjóðarinnar – eigi sína sök á þessu, og eins má færa rök fyrir því að Hillary hafi mistekist að kveikja í mörgu fólki sem ekki vildi Trump – en nennti ekki heldur að kjósa hana. Við megum að vísu ekki gleyma því að hún fékk skýran meirihluta atkvæða á þjóðarvísu, en Trump krækti hins vegar í kjörmennina. Af hverju tapaði svo augljóslega hæf kona fyrir svo augljósum labbakút? Þar kemur ýmislegt til: íhaldssemi í kynjamálum; það er til fólk sem frekar treystir vanhæfum karli til mannaforráða en hæfri konu: en líka hitt: Hillary var fulltrúi 20. aldarinnar, gamaldags stjórnmála. Trump var kallinn í sjónvarpinu sem réð og rak og réð öllu. Hann er raunveruleikaþáttaforsetinn.Já en af hverju? Eftir stendur samt spurningin: Af hverju kusu svona margir Bandaríkjamenn þennan andstyggilega mann? Vissu þeir ekki betur? Jú – en annað vegur þyngra í huga þeirra. Nefnum fernt: Hann lofar óháskólagengnu fólki að taka á afleiðingum alþjóðavæðingar og skapa störf með nýrri tegund af merkantílisma sem á eftir að breyta mjög andrúmsloftinu í heiminum, og í leiðinni herða mjög á ágangi á náttúruauðlindir, með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir Jörðina og framtíð mannkyns. Annað: hinni fjölmennu millistétt, sem er vellaunuð en hefur ekki jafnmikið milli handanna og hún telur sig þurfa lofar hann stórfelldum skattalækkunum og afnámi sjúkratryggingakerfis, en hjá mörgu slíku fólki hafa slíkar greiðslur hækkað til muna eftir að Obamastjórnin innleiddi sitt tryggingakerfi. Þannig nær hann bæði að höfða til háskólagengins fólks í sérhæfðum störfum og fólks í láglaunastörfum sem keppir um störfin við fólk úr öllum heiminum. Og það þriðja er svolítið óljóst en mikilvægt. Aftur: Trump er ekki kosinn þrátt fyrir galla sína heldur vegna þeirra. Hann er ófyrirleitinn, óútreiknanlegur reglubrjótur. Hann er kallinn í sjónvarpinu sem við skellum okkur á lær yfir: upp á hverju tekur hann nú? Hann höfðar til okkar verri manns. Mótþróinn er innbyggður í þjóðarsálina þar vestra; persónur með mótþróaröskun eru þar í hávegum hafðar í kvikmyndum, bókum og rokkmúsík-kúltur; við höfum séð ótal bíómyndir um þessa týpu sem gerir aldrei það sem ætlast er til af henni, er með dónaskap og ljótan munnsöfnuð – vart húsum hæf – en endar svo á að bjarga öllu út af hyggjuviti sínu og þvermóðsku. Þessi mannshugsjón einstaklingshyggjunnar endurspeglar sjálfsmynd hvítra karla, sem hafa gníst tönnum yfir Obamahjónunum, svo elegant og gáfuð og framúrskarandi sem þau eru. Og virðast hafa þar með nært djúprætta vanmetakennd í þessu furðufyrirbæri sem er hinn miðaldra hvíti karlmaður. Og hefndi sín með því að senda okkur Trump. Við getum ekkert nema vonað að upphafslínur lagsins sem hann valdi að láta syngja yfir sér eigi bara við um valdatíð hans: „And now the end is near…“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Trump var ekki kosinn þrátt fyrir ókosti sína heldur vegna þeirra. Öll súpum við seyðið af þessu kjöri, afleiðingarnar kunna að verða skelfilegar fyrir alla heimsbyggðina og nú þegar eru teknar að streyma frá honum tilskipanir sem hafa beinlínis áhrif til hins verra á líf venjulegs fólks sem ekkert hefur til saka unnið, en hefur orðið fyrir barðinu á þeim ofstækisfullu stríðsmönnum sem Trump lætur sem hann berjist gegn, en tekur nú höndum saman við. Við störum á þennan mann í forundran. Trúum naumast eigin augum þegar hann sést þagga ruddalega niður í brosandi konu sinni eða ryðst fram fyrir hana, talar eins og fábjáni yfir CIA-mönnum og fer að þrátta um mannfjöldatölur á innsetningarathöfn sinni, sem liggja þó fyrir og blasa við öllum nema honum og höfundi Staksteina.Raunveruleikaþáttaforsetinn Stundum heyrist að kjör hans sé sök einhverra. „Góða fólkið“ er þá nefnt í því sambandi, aðallega af þeim sem telja að heiminum stafi um þessar mundir einkum ógn af fólki sem viðrar frjálslyndar skoðanir, umburðarlyndar og mannúðlegar. Kenningin er þá sú að þessi eilífa pólitíska rétttrúnaðarkrafa um góðvild í garð annarra og jafnrétti fólks burtséð frá kyni, stétt eða uppruna, sé svo íþyngjandi og þrúgandi að hún hafi hrakið fólk í fang Donalds Trump og viðlíka afla sem gefi fólki nauðsynlega útrás fyrir þörf sína að viðra andúð á öðru fólki. Samkvæmt þessum þankagangi er hatur og fordómagirni nokkurs konar grunnhvöt hjá öllum manneskjum og sá eða sú sem predikar kærleika, jafnrétti og mildi í dómum sé þá að hræsna, að þykjast, til þess að ná völdum í samfélaginu og „þagga“ niður „umræðuna“ sem „þarf að taka“. Ég veit það ekki. Er ekki nærtækara að líta svo á að kjör Trumps sé fremur þeim að kenna sem kusu hann en hinum sem kusu hann ekki? Að vísu má segja sem svo að allt það fólk sem sat heima í forsetakosningunum – meirihluti þjóðarinnar – eigi sína sök á þessu, og eins má færa rök fyrir því að Hillary hafi mistekist að kveikja í mörgu fólki sem ekki vildi Trump – en nennti ekki heldur að kjósa hana. Við megum að vísu ekki gleyma því að hún fékk skýran meirihluta atkvæða á þjóðarvísu, en Trump krækti hins vegar í kjörmennina. Af hverju tapaði svo augljóslega hæf kona fyrir svo augljósum labbakút? Þar kemur ýmislegt til: íhaldssemi í kynjamálum; það er til fólk sem frekar treystir vanhæfum karli til mannaforráða en hæfri konu: en líka hitt: Hillary var fulltrúi 20. aldarinnar, gamaldags stjórnmála. Trump var kallinn í sjónvarpinu sem réð og rak og réð öllu. Hann er raunveruleikaþáttaforsetinn.Já en af hverju? Eftir stendur samt spurningin: Af hverju kusu svona margir Bandaríkjamenn þennan andstyggilega mann? Vissu þeir ekki betur? Jú – en annað vegur þyngra í huga þeirra. Nefnum fernt: Hann lofar óháskólagengnu fólki að taka á afleiðingum alþjóðavæðingar og skapa störf með nýrri tegund af merkantílisma sem á eftir að breyta mjög andrúmsloftinu í heiminum, og í leiðinni herða mjög á ágangi á náttúruauðlindir, með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir Jörðina og framtíð mannkyns. Annað: hinni fjölmennu millistétt, sem er vellaunuð en hefur ekki jafnmikið milli handanna og hún telur sig þurfa lofar hann stórfelldum skattalækkunum og afnámi sjúkratryggingakerfis, en hjá mörgu slíku fólki hafa slíkar greiðslur hækkað til muna eftir að Obamastjórnin innleiddi sitt tryggingakerfi. Þannig nær hann bæði að höfða til háskólagengins fólks í sérhæfðum störfum og fólks í láglaunastörfum sem keppir um störfin við fólk úr öllum heiminum. Og það þriðja er svolítið óljóst en mikilvægt. Aftur: Trump er ekki kosinn þrátt fyrir galla sína heldur vegna þeirra. Hann er ófyrirleitinn, óútreiknanlegur reglubrjótur. Hann er kallinn í sjónvarpinu sem við skellum okkur á lær yfir: upp á hverju tekur hann nú? Hann höfðar til okkar verri manns. Mótþróinn er innbyggður í þjóðarsálina þar vestra; persónur með mótþróaröskun eru þar í hávegum hafðar í kvikmyndum, bókum og rokkmúsík-kúltur; við höfum séð ótal bíómyndir um þessa týpu sem gerir aldrei það sem ætlast er til af henni, er með dónaskap og ljótan munnsöfnuð – vart húsum hæf – en endar svo á að bjarga öllu út af hyggjuviti sínu og þvermóðsku. Þessi mannshugsjón einstaklingshyggjunnar endurspeglar sjálfsmynd hvítra karla, sem hafa gníst tönnum yfir Obamahjónunum, svo elegant og gáfuð og framúrskarandi sem þau eru. Og virðast hafa þar með nært djúprætta vanmetakennd í þessu furðufyrirbæri sem er hinn miðaldra hvíti karlmaður. Og hefndi sín með því að senda okkur Trump. Við getum ekkert nema vonað að upphafslínur lagsins sem hann valdi að láta syngja yfir sér eigi bara við um valdatíð hans: „And now the end is near…“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun