Þórdís Elva og nauðgari hennar stíga fram saman Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 7. febrúar 2017 13:09 Þórdís Elva og Tom á sviði í fyrirlestri sínum á vegum Ted. Skjáskot Rithöfundurinn, fyrirlesarinn og leikskáldið Þórdís Elva Þorvaldsdóttir hefur skrifað nýja bók, Handan fyrirgefningar, með manninum sem nauðgaði henni á unglingsaldri, Tom Stranger. Þegar Þórdís Elva var 16 ára unglingur í Reykjavík var henni nauðgað af kærasta sínum, ástralska skiptinemanum Tom. Hún kærði aldrei ofbeldið sem hafði djúpstæð áhrif á alla hennar tilveru. Mörgum árum síðar skrifaði hún Tom og lýsti ofbeldinu sem hann beitti hana, í tilraun til að skila skömminni og rjúfa eigin þögn. Hún bjó sig undir neikvæð viðbrögð en fékk þess í stað skilyrðislausa játningu frá Tom, með ósk um að gera upp fortíðina í sameiningu. Eftir átta ára bréfaskipti ákváðu þau að mætast á miðri leið, í Suður-Afríku, landi sem á bæði sögu um átakanlegt ofbeldi og græðandi mátt fyrirgefningar. Undir lok síðasta árs héldu þau TED-fyrirlestur um efni bókarinnar þar sem þau, gerandi og brotaþoli, stigu fyrst fram í sameiningu og Fyrirlesturinn birtist á TED.com í dagÁttuðu sig hvorugt strax að ofbeldi hefði átt sér stað Í fyrirlestrinum reifa þau Þórdís og Tom sögu sína í sameiningu á opinskáan hátt. Þar lýsir Þórdís því að á jólaballi hafi hún ákveðið að drekka romm í fyrsta skipti og orðið ofurölvi. Tom hafi hjálpað henni heim og hún hafi verið honum þakklát þar til hann klæddi hana úr fötunum, lagðist ofan á hana og nauðgaði henni. Hún hafi verið með meðvitund en ekki haft kraft til að streitast á móti. Hún segir að hún hafi ekki upplifað atvikið sem nauðgun vegna þess að Tom hafi ekki verið sú ímynd af nauðgara sem hún hafi séð í kvikmyndum. Þegar hún áttaði sig á að henni hafði verið nauðgað var skiptinámi Tom lokið og hann farinn aftur til Ástralíu. Tom segist sjálfur ekki strax hafa áttað sig á að hann hefði nauðgað Þórdísi. Hann hafi afneitað sannleikanum og sannfært sjálfan sig að um kynlíf hefði verið að ræða en ekki nauðgun. „Ég sagði Þórdísi upp nokkrum dögum seinna og sá hanna nokkrum sinnum aftur á meðan ég dvaldi á Íslandi og fékk sting í hjartað í hvert sinn. Innst inni vissi ég að ég hefði gert eitthvað skelfilega rangt. En án þess að átta mig á því gróf ég minninguna djúpt niðri.“ Þegar Þórdís hafi haft samband hafi honum boðist einstakt tækifæri til að horfast í augu við gjörðir sinar. Hann segir að ekki megi vanmeta mátt orða og að það að segja við Þórdísi að hann hafi nauðgað henni hafi breytt sýn sinni á sjálfan sig. „En það sem mestu skiptir er að ég færði ábyrgðina frá henni og yfir á mig.”Hægt er að sjá fyrirlesturinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.Þórdís segir að þau vilji ekki mæla með þessari aðferð fyrir aðra og að enginn hafi rétt á að segja fólki hvernig það eigi að takast á við slíkan sársauka. Hún hafi skrifað bókina vegna þess að hún gat það. „Ég var ekki grýtt, hýdd eða fangelsuð fyrir að hafa verið nauðgað,“ segir hún. „Ég var ekki neydd í hjónaband með gerandanum. Ég var ekki myrt til að endurheimta „heiður fjölskyldunnar“. Á vissan hátt má segja að stærsta áfall lífs míns sé jafnframt til marks um hversu mikilla forréttinda ég nýt, því ég get tjáð mig um það án þess að stofna öryggi mínu í hættu. En forréttindum fylgir ábyrgð og mér finnst ég skyldug til að beita rödd minni þegar svo margir brotaþolar um allan heim geta það ekki. En það er ekki nóg að brotaþolar tjái sig. Gerendur þurfa líka að rjúfa þögnina og axla ábyrgð.“ Tom tekur í sama streng: „Áframhaldandi þögn leiðir ekki til breytinga. Ég hef verið hluti af þessu vandamáli og nú langar mig að leggja mitt af mörkum til lausnarinnar. Tekið skal fram að ég er einn einstaklingur og alls ekki fulltrúi stærri hóps eða karlmanna í heild. Þetta er eingöngu mín saga, saga um hvítan millistéttarmann sem nauðgaði sextán ára kærustunni sinni þegar hann var sjálfur átján ára, og vill nú taka ábyrgð á sársaukanum sem hann hefur valdið í von um að það opni uppbyggilega umræðu.“ Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Rithöfundurinn, fyrirlesarinn og leikskáldið Þórdís Elva Þorvaldsdóttir hefur skrifað nýja bók, Handan fyrirgefningar, með manninum sem nauðgaði henni á unglingsaldri, Tom Stranger. Þegar Þórdís Elva var 16 ára unglingur í Reykjavík var henni nauðgað af kærasta sínum, ástralska skiptinemanum Tom. Hún kærði aldrei ofbeldið sem hafði djúpstæð áhrif á alla hennar tilveru. Mörgum árum síðar skrifaði hún Tom og lýsti ofbeldinu sem hann beitti hana, í tilraun til að skila skömminni og rjúfa eigin þögn. Hún bjó sig undir neikvæð viðbrögð en fékk þess í stað skilyrðislausa játningu frá Tom, með ósk um að gera upp fortíðina í sameiningu. Eftir átta ára bréfaskipti ákváðu þau að mætast á miðri leið, í Suður-Afríku, landi sem á bæði sögu um átakanlegt ofbeldi og græðandi mátt fyrirgefningar. Undir lok síðasta árs héldu þau TED-fyrirlestur um efni bókarinnar þar sem þau, gerandi og brotaþoli, stigu fyrst fram í sameiningu og Fyrirlesturinn birtist á TED.com í dagÁttuðu sig hvorugt strax að ofbeldi hefði átt sér stað Í fyrirlestrinum reifa þau Þórdís og Tom sögu sína í sameiningu á opinskáan hátt. Þar lýsir Þórdís því að á jólaballi hafi hún ákveðið að drekka romm í fyrsta skipti og orðið ofurölvi. Tom hafi hjálpað henni heim og hún hafi verið honum þakklát þar til hann klæddi hana úr fötunum, lagðist ofan á hana og nauðgaði henni. Hún hafi verið með meðvitund en ekki haft kraft til að streitast á móti. Hún segir að hún hafi ekki upplifað atvikið sem nauðgun vegna þess að Tom hafi ekki verið sú ímynd af nauðgara sem hún hafi séð í kvikmyndum. Þegar hún áttaði sig á að henni hafði verið nauðgað var skiptinámi Tom lokið og hann farinn aftur til Ástralíu. Tom segist sjálfur ekki strax hafa áttað sig á að hann hefði nauðgað Þórdísi. Hann hafi afneitað sannleikanum og sannfært sjálfan sig að um kynlíf hefði verið að ræða en ekki nauðgun. „Ég sagði Þórdísi upp nokkrum dögum seinna og sá hanna nokkrum sinnum aftur á meðan ég dvaldi á Íslandi og fékk sting í hjartað í hvert sinn. Innst inni vissi ég að ég hefði gert eitthvað skelfilega rangt. En án þess að átta mig á því gróf ég minninguna djúpt niðri.“ Þegar Þórdís hafi haft samband hafi honum boðist einstakt tækifæri til að horfast í augu við gjörðir sinar. Hann segir að ekki megi vanmeta mátt orða og að það að segja við Þórdísi að hann hafi nauðgað henni hafi breytt sýn sinni á sjálfan sig. „En það sem mestu skiptir er að ég færði ábyrgðina frá henni og yfir á mig.”Hægt er að sjá fyrirlesturinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.Þórdís segir að þau vilji ekki mæla með þessari aðferð fyrir aðra og að enginn hafi rétt á að segja fólki hvernig það eigi að takast á við slíkan sársauka. Hún hafi skrifað bókina vegna þess að hún gat það. „Ég var ekki grýtt, hýdd eða fangelsuð fyrir að hafa verið nauðgað,“ segir hún. „Ég var ekki neydd í hjónaband með gerandanum. Ég var ekki myrt til að endurheimta „heiður fjölskyldunnar“. Á vissan hátt má segja að stærsta áfall lífs míns sé jafnframt til marks um hversu mikilla forréttinda ég nýt, því ég get tjáð mig um það án þess að stofna öryggi mínu í hættu. En forréttindum fylgir ábyrgð og mér finnst ég skyldug til að beita rödd minni þegar svo margir brotaþolar um allan heim geta það ekki. En það er ekki nóg að brotaþolar tjái sig. Gerendur þurfa líka að rjúfa þögnina og axla ábyrgð.“ Tom tekur í sama streng: „Áframhaldandi þögn leiðir ekki til breytinga. Ég hef verið hluti af þessu vandamáli og nú langar mig að leggja mitt af mörkum til lausnarinnar. Tekið skal fram að ég er einn einstaklingur og alls ekki fulltrúi stærri hóps eða karlmanna í heild. Þetta er eingöngu mín saga, saga um hvítan millistéttarmann sem nauðgaði sextán ára kærustunni sinni þegar hann var sjálfur átján ára, og vill nú taka ábyrgð á sársaukanum sem hann hefur valdið í von um að það opni uppbyggilega umræðu.“
Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira