Segir að skipverjanum hefði mátt sleppa fyrr Snærós Sindradóttir skrifar 7. febrúar 2017 05:00 Einn sakborningur er enn í haldi grunaður um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur. Í fréttum RÚV segir að vatn hafi verið í lungum Birnu og hún fundist nakin. vísir/anton brink „Ég tel að það hefði mátt sleppa honum fyrr,“ segir Unnsteinn Elvarsson, verjandi skipverjans á Polar Nanoq sem sleppt var í síðustu viku. Maðurinn sat í einangrun í tvær vikur á grundvelli þess að Hæstiréttur dæmdi manninn til gæsluvarðhalds grunaðan um að bana Birnu Brjánsdóttur. Unnsteinn vill ekki dæma um hvenær lögreglu hefði átt að vera ljóst að maðurinn væri saklaus af ásökunum sem bornar voru á hann. „En hvað mig varðar þá tel ég að það hafi verið nokkuð snemma, bara alveg á fyrstu dögunum. Nánast eftir fyrstu skýrslutöku,“ segir Unnsteinn. Umbjóðandi hans hafi verið samkvæmur sjálfum sér frá upphafi. „Hann vissi auðvitað eitthvað en þessi bílferð er honum mjög óljós. Það liggur fyrir í málinu að hann var ofurölvi, það er engu logið um það. Það er hægt að fullyrða að hann hafi verið samvinnuþýður og viljað upplýsa um málið eins og honum var fremst mögulegt. Hann hringdi í mig tvisvar til þrisvar á dag til að tala um að hann væri að reyna að svara öllu til að hægt væri að upplýsa málið. Það skiptir hann öllu að málið leysist eins fljótt og hægt er.“ Einangrunarvistin mun hafa reynst skipverjanum verulega þungbær. Unnsteinn vill ekki gera of mikið úr því. Mestu skipti að niðurstaða fáist í málið. Ef hann hafi enn stöðu sakbornings svo kalla megi hann fyrir dóm síðar meir til að bera vitni þá sé það óþarfi, umbjóðandi hans hafi ítrekað sagst mundu sjálfviljugur koma til að bera vitni. „Svo er það hinn vinkillinn í þessu máli. Með mynd- og nafnbirtingu er æra hans farin,“ segir Unnsteinn. Unnsteinn segir enga ákvörðun hafa verið tekna um mögulegt bótamál gegn íslenska ríkinu. „Það er ekki viðeigandi og ekki tímabært á meðan málið er í rannsókn og verður ekki skoðað fyrr en því lýkur.“ Fréttastofa hafði samband við Grím Grímsson vegna málsins en hann vildi ekki gefa upp hvers vegna nákvæmlega skipverjinn hefði enn stöðu sakbornings.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Segir manninn hafa verið samstarfsfúsan frá upphafi Verjandi mannsins, sem grunaður var um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana en er nú laus úr haldi, segir hann hafa verið samstarfsfúsan frá upphafi. Einangrunin og málið í heild hafi reynst honum afar erfitt. Hann sé að vinna úr sínum málum á Grænlandi með aðstoð fjölskyldu og fagaðila. 6. febrúar 2017 20:30 Telja dánarorsök Birnu vera drukknun Lögreglan telur að dánarorsök Birnu Brjánsdóttur, sem fannst látin við Selvogsvita þann 22. janúar síðastliðinn, hafi verið drukknun. 6. febrúar 2017 19:06 Sakaði þann sem er í haldi um nauðgun Lögreglan hefur farið yfir sakaferil mannsins sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur. Hann var sýknaður af nauðgun á Grænlandi fyrir fjórum árum. Konan sem kærði manninn þá segir mál Birnu hafa haft mikil áhrif á sig. 7. febrúar 2017 05:00 Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
„Ég tel að það hefði mátt sleppa honum fyrr,“ segir Unnsteinn Elvarsson, verjandi skipverjans á Polar Nanoq sem sleppt var í síðustu viku. Maðurinn sat í einangrun í tvær vikur á grundvelli þess að Hæstiréttur dæmdi manninn til gæsluvarðhalds grunaðan um að bana Birnu Brjánsdóttur. Unnsteinn vill ekki dæma um hvenær lögreglu hefði átt að vera ljóst að maðurinn væri saklaus af ásökunum sem bornar voru á hann. „En hvað mig varðar þá tel ég að það hafi verið nokkuð snemma, bara alveg á fyrstu dögunum. Nánast eftir fyrstu skýrslutöku,“ segir Unnsteinn. Umbjóðandi hans hafi verið samkvæmur sjálfum sér frá upphafi. „Hann vissi auðvitað eitthvað en þessi bílferð er honum mjög óljós. Það liggur fyrir í málinu að hann var ofurölvi, það er engu logið um það. Það er hægt að fullyrða að hann hafi verið samvinnuþýður og viljað upplýsa um málið eins og honum var fremst mögulegt. Hann hringdi í mig tvisvar til þrisvar á dag til að tala um að hann væri að reyna að svara öllu til að hægt væri að upplýsa málið. Það skiptir hann öllu að málið leysist eins fljótt og hægt er.“ Einangrunarvistin mun hafa reynst skipverjanum verulega þungbær. Unnsteinn vill ekki gera of mikið úr því. Mestu skipti að niðurstaða fáist í málið. Ef hann hafi enn stöðu sakbornings svo kalla megi hann fyrir dóm síðar meir til að bera vitni þá sé það óþarfi, umbjóðandi hans hafi ítrekað sagst mundu sjálfviljugur koma til að bera vitni. „Svo er það hinn vinkillinn í þessu máli. Með mynd- og nafnbirtingu er æra hans farin,“ segir Unnsteinn. Unnsteinn segir enga ákvörðun hafa verið tekna um mögulegt bótamál gegn íslenska ríkinu. „Það er ekki viðeigandi og ekki tímabært á meðan málið er í rannsókn og verður ekki skoðað fyrr en því lýkur.“ Fréttastofa hafði samband við Grím Grímsson vegna málsins en hann vildi ekki gefa upp hvers vegna nákvæmlega skipverjinn hefði enn stöðu sakbornings.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Segir manninn hafa verið samstarfsfúsan frá upphafi Verjandi mannsins, sem grunaður var um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana en er nú laus úr haldi, segir hann hafa verið samstarfsfúsan frá upphafi. Einangrunin og málið í heild hafi reynst honum afar erfitt. Hann sé að vinna úr sínum málum á Grænlandi með aðstoð fjölskyldu og fagaðila. 6. febrúar 2017 20:30 Telja dánarorsök Birnu vera drukknun Lögreglan telur að dánarorsök Birnu Brjánsdóttur, sem fannst látin við Selvogsvita þann 22. janúar síðastliðinn, hafi verið drukknun. 6. febrúar 2017 19:06 Sakaði þann sem er í haldi um nauðgun Lögreglan hefur farið yfir sakaferil mannsins sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur. Hann var sýknaður af nauðgun á Grænlandi fyrir fjórum árum. Konan sem kærði manninn þá segir mál Birnu hafa haft mikil áhrif á sig. 7. febrúar 2017 05:00 Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Segir manninn hafa verið samstarfsfúsan frá upphafi Verjandi mannsins, sem grunaður var um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana en er nú laus úr haldi, segir hann hafa verið samstarfsfúsan frá upphafi. Einangrunin og málið í heild hafi reynst honum afar erfitt. Hann sé að vinna úr sínum málum á Grænlandi með aðstoð fjölskyldu og fagaðila. 6. febrúar 2017 20:30
Telja dánarorsök Birnu vera drukknun Lögreglan telur að dánarorsök Birnu Brjánsdóttur, sem fannst látin við Selvogsvita þann 22. janúar síðastliðinn, hafi verið drukknun. 6. febrúar 2017 19:06
Sakaði þann sem er í haldi um nauðgun Lögreglan hefur farið yfir sakaferil mannsins sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur. Hann var sýknaður af nauðgun á Grænlandi fyrir fjórum árum. Konan sem kærði manninn þá segir mál Birnu hafa haft mikil áhrif á sig. 7. febrúar 2017 05:00
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent