Segir manninn hafa verið samstarfsfúsan frá upphafi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 6. febrúar 2017 20:30 Verjandi mannsins, sem grunaður var um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana en er nú laus úr haldi, segir hann hafa verið samstarfsfúsan frá upphafi. Einangrunin og málið í heild hafi reynst honum afar erfitt. Hann sé að vinna úr sínum málum á Grænlandi með aðstoð fjölskyldu og fagaðila. Fréttablaðið greindi frá því í dag að Birna hafi verið á lífi um borð í rauða Kia Rio bílnum, þegar hann kom til Hafnarfjarðarhafnar að morgni laugardagsins 14. janúar síðastliðins. Rannsókn lögreglu miðist við að henni hafi ekki verið unnið mein fyrr en eftir að skipverjinn, sem sat í gæsluvarðhaldi í tvær vikur grunaður um aðild að málinu, var farinn um borð í togarann. Þá herma heimildir Fréttablaðsins að lögregla gangi nú út frá því að Birnu hafi verið unninn mestur miski á bryggjusporðinum við Hafnarfjarðarhöfn á milli klukkan 6.10 og 7 að morgni þegar sá sem enn er í gæsluvarðhaldi var einn með henni í bílnum. Verjandi mannsins, sem nú hefur verið látinn laus, segir það hafa verið ljóst nánast frá upphafi að hann hafi ekkert haft með morðið á Birnu að gera. Hann hefur gert athugasemdir við að maðurinn hafi enn réttarstöðu sakbornings en ekki vitnis. „Hann hefur svarað öllum þeim spurningum sem hefur verið beint að honum og reynt að upplýsa um málið. Það er ekki rétt að hann hafi ekki verið samstarfsfús frá upphafi. Hann er komin heim til sín og laus úr gæsluvarðhaldinu sem skiptir mestu máli. Nú þarf hann að vinna úr því í rólegheitum með fjölskyldunni og það stendur til að fara til sálfræðings,“ segir Unnsteinn og bætir við að aðalmálið sé að málið upplýsist sem fyrst. „Sérstaklega vegna fjölskyldu hennar og svo auðvitað líka svo sakleysi hans sé sannað,“ segir Unnsteinn. Hann úrskýrir að einangrunin hafi reynst skjólstæðingi sínum erfið. „Ég hugsa að hann hafi rætt við mig tvisvar til þrisvar á hverjum degi. Bæði fyrir andlegan stuðning og til að rifja upp,“ segir Unnsteinn en eins og fram hefur komið var maðurinn mjög ölvaður umrætt kvöld. Unnsteinn segir að manninum hafi verið tekið vel við komuna á Grænlandi. „Eftir því sem hann segir mér var tekið mjög vel að honum bæði af fjölskyldu, vinum og vinnuveitanda. Hlúð að honum bara,“ segir Unnsteinn. Maðurinn sem er í gæsluvarðhaldi var ekki yfirheyrður í dag. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsóikn málsins, segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um það hvenær hann verði yfirheyrður næst. Þá var ekki leitað í dag að fatnaði eða síma Birnu en í gær var leitað við Vogsósa án árangurs. Ekki liggur fyrir játning í málinu. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Líklegt að lík Birnu hafi verið sett í Vogsós Umfangsmikil leit fór fram í dag, meðal annars að farsíma og fatnaði Birnu. 5. febrúar 2017 18:30 Telja dánarorsök Birnu vera drukknun Lögreglan telur að dánarorsök Birnu Brjánsdóttur, sem fannst látin við Selvogsvita þann 22. janúar síðastliðinn, hafi verið drukknun. 6. febrúar 2017 19:06 Birna var á lífi við komuna á bryggjuna Lögreglan rannsakar hvort Birnu Brjánsdóttur hafi verið ráðinn bani við bryggjusporðinn á Hafnarfjarðarhöfn. Gengið er út frá því að Birnu hafi ekki verið unninn miski fyrr en eftir að hún var ein í bílnum með Thomas Møller Olsen. 6. febrúar 2017 04:00 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira
Verjandi mannsins, sem grunaður var um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana en er nú laus úr haldi, segir hann hafa verið samstarfsfúsan frá upphafi. Einangrunin og málið í heild hafi reynst honum afar erfitt. Hann sé að vinna úr sínum málum á Grænlandi með aðstoð fjölskyldu og fagaðila. Fréttablaðið greindi frá því í dag að Birna hafi verið á lífi um borð í rauða Kia Rio bílnum, þegar hann kom til Hafnarfjarðarhafnar að morgni laugardagsins 14. janúar síðastliðins. Rannsókn lögreglu miðist við að henni hafi ekki verið unnið mein fyrr en eftir að skipverjinn, sem sat í gæsluvarðhaldi í tvær vikur grunaður um aðild að málinu, var farinn um borð í togarann. Þá herma heimildir Fréttablaðsins að lögregla gangi nú út frá því að Birnu hafi verið unninn mestur miski á bryggjusporðinum við Hafnarfjarðarhöfn á milli klukkan 6.10 og 7 að morgni þegar sá sem enn er í gæsluvarðhaldi var einn með henni í bílnum. Verjandi mannsins, sem nú hefur verið látinn laus, segir það hafa verið ljóst nánast frá upphafi að hann hafi ekkert haft með morðið á Birnu að gera. Hann hefur gert athugasemdir við að maðurinn hafi enn réttarstöðu sakbornings en ekki vitnis. „Hann hefur svarað öllum þeim spurningum sem hefur verið beint að honum og reynt að upplýsa um málið. Það er ekki rétt að hann hafi ekki verið samstarfsfús frá upphafi. Hann er komin heim til sín og laus úr gæsluvarðhaldinu sem skiptir mestu máli. Nú þarf hann að vinna úr því í rólegheitum með fjölskyldunni og það stendur til að fara til sálfræðings,“ segir Unnsteinn og bætir við að aðalmálið sé að málið upplýsist sem fyrst. „Sérstaklega vegna fjölskyldu hennar og svo auðvitað líka svo sakleysi hans sé sannað,“ segir Unnsteinn. Hann úrskýrir að einangrunin hafi reynst skjólstæðingi sínum erfið. „Ég hugsa að hann hafi rætt við mig tvisvar til þrisvar á hverjum degi. Bæði fyrir andlegan stuðning og til að rifja upp,“ segir Unnsteinn en eins og fram hefur komið var maðurinn mjög ölvaður umrætt kvöld. Unnsteinn segir að manninum hafi verið tekið vel við komuna á Grænlandi. „Eftir því sem hann segir mér var tekið mjög vel að honum bæði af fjölskyldu, vinum og vinnuveitanda. Hlúð að honum bara,“ segir Unnsteinn. Maðurinn sem er í gæsluvarðhaldi var ekki yfirheyrður í dag. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsóikn málsins, segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um það hvenær hann verði yfirheyrður næst. Þá var ekki leitað í dag að fatnaði eða síma Birnu en í gær var leitað við Vogsósa án árangurs. Ekki liggur fyrir játning í málinu.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Líklegt að lík Birnu hafi verið sett í Vogsós Umfangsmikil leit fór fram í dag, meðal annars að farsíma og fatnaði Birnu. 5. febrúar 2017 18:30 Telja dánarorsök Birnu vera drukknun Lögreglan telur að dánarorsök Birnu Brjánsdóttur, sem fannst látin við Selvogsvita þann 22. janúar síðastliðinn, hafi verið drukknun. 6. febrúar 2017 19:06 Birna var á lífi við komuna á bryggjuna Lögreglan rannsakar hvort Birnu Brjánsdóttur hafi verið ráðinn bani við bryggjusporðinn á Hafnarfjarðarhöfn. Gengið er út frá því að Birnu hafi ekki verið unninn miski fyrr en eftir að hún var ein í bílnum með Thomas Møller Olsen. 6. febrúar 2017 04:00 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira
Líklegt að lík Birnu hafi verið sett í Vogsós Umfangsmikil leit fór fram í dag, meðal annars að farsíma og fatnaði Birnu. 5. febrúar 2017 18:30
Telja dánarorsök Birnu vera drukknun Lögreglan telur að dánarorsök Birnu Brjánsdóttur, sem fannst látin við Selvogsvita þann 22. janúar síðastliðinn, hafi verið drukknun. 6. febrúar 2017 19:06
Birna var á lífi við komuna á bryggjuna Lögreglan rannsakar hvort Birnu Brjánsdóttur hafi verið ráðinn bani við bryggjusporðinn á Hafnarfjarðarhöfn. Gengið er út frá því að Birnu hafi ekki verið unninn miski fyrr en eftir að hún var ein í bílnum með Thomas Møller Olsen. 6. febrúar 2017 04:00