Birna var á lífi við komuna á bryggjuna Snærós Sindradóttir skrifar 6. febrúar 2017 04:00 Björgunarsveitarfólk leitaði á sunnanverðum Reykjanesskaganum í gær að fatnaði og farsíma Birnu. Ekki er áætlað að halda leit áfram í dag. Fréttablaðið/GunnarAtli Birna Brjánsdóttir var á lífi um borð í rauða Kia Rio bílnum, þegar hann kom til Hafnarfjarðarhafnar að morgni laugardagsins 14. janúar síðastliðins. Rannsókn lögreglu miðast við að henni hafi ekki verið unnið mein fyrr en eftir að skipverjinn, sem sat í gæsluvarðhaldi í tvær vikur grunaður um aðild að málinu, var farinn um borð í togarann Polar Nanoq. Heimildir Fréttablaðsins herma að lögregla gangi nú út frá því að Birnu hafi verið unninn mestur miski á bryggjusporðinum við Hafnarfjarðarhöfn á milli 6.10 og 7 að morgni þegar Thomas Møller Olsen var einn með henni í bílnum. Sjá einnig: Stúlkan sem snerti streng í brjósti þjóðarinnarEins og áður hefur verið greint frá í fjölmiðlum kom bílaleigubíllinn sem hann hafði til umráða að Hafnarfjarðarhöfn klukkan rúmlega sex um morguninn. Í upptökum eftirlitsmyndavéla á svæðinu sjást skipverjarnir tveir koma út úr bílnum, ræðast við í stutta stund, áður en Nikolaj fer um borð í skipið en Thomas Møller keyrir að enda bryggjunnar og er þar í um 50 mínútur. Þá ók bíllinn burt af hafnarsvæðinu en lögregla hefur reynt að rekja ferðir hans til 11.30 um morguninn. Heimildir Fréttablaðsins herma jafnframt að eftir að skipverjinn, sem nú hefur verið látinn laus, hóf að greina frá málavöxtum um morguninn hafi lögreglu orðið ljóst að saga hans stóðst og ekki séð ástæðu til að draga í efa að hann hafi ekkert með morðið á Birnu að gera. Í fréttum Stöðvar 2 í gær var greint frá því að líklega hafi Birnu verið kastað af brúnni á Vogsósi, sex kílómetrum frá Selvogsvita þar sem hún fannst látin.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Líklegt að lík Birnu hafi verið sett í Vogsós Umfangsmikil leit fór fram í dag, meðal annars að farsíma og fatnaði Birnu. 5. febrúar 2017 18:30 Samdi lag til minningar um Birnu Tónlistarmaðurinn Gunnar Þórðarson samdi lag til minningar um Birnu Brjánsdóttur eftir ljóði Friðriks Erlingssonar. 5. febrúar 2017 16:54 Hafa ekki fundið muni sem tengjast Birnu Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn, segir björgunarsveitafólk ekki hafa fundið muni á Reykjanesi í dag, sem tengjast rannsókn á máli Birnu Brjánsdóttur, nú þegar tekið er að rökkva, en leit verður ekki haldið áfram á morgun, nema eitthvað nýtt komi upp. 5. febrúar 2017 17:33 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Sjá meira
Birna Brjánsdóttir var á lífi um borð í rauða Kia Rio bílnum, þegar hann kom til Hafnarfjarðarhafnar að morgni laugardagsins 14. janúar síðastliðins. Rannsókn lögreglu miðast við að henni hafi ekki verið unnið mein fyrr en eftir að skipverjinn, sem sat í gæsluvarðhaldi í tvær vikur grunaður um aðild að málinu, var farinn um borð í togarann Polar Nanoq. Heimildir Fréttablaðsins herma að lögregla gangi nú út frá því að Birnu hafi verið unninn mestur miski á bryggjusporðinum við Hafnarfjarðarhöfn á milli 6.10 og 7 að morgni þegar Thomas Møller Olsen var einn með henni í bílnum. Sjá einnig: Stúlkan sem snerti streng í brjósti þjóðarinnarEins og áður hefur verið greint frá í fjölmiðlum kom bílaleigubíllinn sem hann hafði til umráða að Hafnarfjarðarhöfn klukkan rúmlega sex um morguninn. Í upptökum eftirlitsmyndavéla á svæðinu sjást skipverjarnir tveir koma út úr bílnum, ræðast við í stutta stund, áður en Nikolaj fer um borð í skipið en Thomas Møller keyrir að enda bryggjunnar og er þar í um 50 mínútur. Þá ók bíllinn burt af hafnarsvæðinu en lögregla hefur reynt að rekja ferðir hans til 11.30 um morguninn. Heimildir Fréttablaðsins herma jafnframt að eftir að skipverjinn, sem nú hefur verið látinn laus, hóf að greina frá málavöxtum um morguninn hafi lögreglu orðið ljóst að saga hans stóðst og ekki séð ástæðu til að draga í efa að hann hafi ekkert með morðið á Birnu að gera. Í fréttum Stöðvar 2 í gær var greint frá því að líklega hafi Birnu verið kastað af brúnni á Vogsósi, sex kílómetrum frá Selvogsvita þar sem hún fannst látin.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Líklegt að lík Birnu hafi verið sett í Vogsós Umfangsmikil leit fór fram í dag, meðal annars að farsíma og fatnaði Birnu. 5. febrúar 2017 18:30 Samdi lag til minningar um Birnu Tónlistarmaðurinn Gunnar Þórðarson samdi lag til minningar um Birnu Brjánsdóttur eftir ljóði Friðriks Erlingssonar. 5. febrúar 2017 16:54 Hafa ekki fundið muni sem tengjast Birnu Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn, segir björgunarsveitafólk ekki hafa fundið muni á Reykjanesi í dag, sem tengjast rannsókn á máli Birnu Brjánsdóttur, nú þegar tekið er að rökkva, en leit verður ekki haldið áfram á morgun, nema eitthvað nýtt komi upp. 5. febrúar 2017 17:33 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Sjá meira
Líklegt að lík Birnu hafi verið sett í Vogsós Umfangsmikil leit fór fram í dag, meðal annars að farsíma og fatnaði Birnu. 5. febrúar 2017 18:30
Samdi lag til minningar um Birnu Tónlistarmaðurinn Gunnar Þórðarson samdi lag til minningar um Birnu Brjánsdóttur eftir ljóði Friðriks Erlingssonar. 5. febrúar 2017 16:54
Hafa ekki fundið muni sem tengjast Birnu Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn, segir björgunarsveitafólk ekki hafa fundið muni á Reykjanesi í dag, sem tengjast rannsókn á máli Birnu Brjánsdóttur, nú þegar tekið er að rökkva, en leit verður ekki haldið áfram á morgun, nema eitthvað nýtt komi upp. 5. febrúar 2017 17:33