Páll gagnrýnir Silfrið: „Er það ofsögum sagt að veröldin lítur öðruvísi út séð úr 101 Reykjavík“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. febrúar 2017 20:24 Páll Magnússon og Egill Helgason Vísir/Anton/GVA Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, hefur ýmislegt að athuga við áherslur Egils Helgasonar sjónvarpsmanns í þjóðmálaþættinum Silfrinu sem hóf göngu sína á RÚV í dag. Í færslu á Facebook-síðu sinni fagnar Páll því að þátturinn hafi hafið göngu sína. Hann er þó ekki jafn kátur með að Egill, sem er annar stjórnandi þáttarins, hafi fengið til sín fjóra þingmenn úr Reykjavík til þess að ræða „það mikilvægasta á vettvangi dagsins.“ „Og forgangsröð stóru málanna hjá Agli voru þessi: Fyrst var rætt í 20 mínútur um fyrirkomulag á smásölu áfengis. Svo var rætt í 17 mínútur um hvort kalla mætti Trump fasista,“ skrifar Páll sem virðist hafa verið með skeiðklukkuna á lofti. Í fyrri hluta þáttarins fékk Egill þingmennina Kolbein Óttarsson Proppé úr Vinstri grænum, Hönnu Katrínu Friðriksdóttur úr Viðreisn, Birgittu Jónsdóttur úr Pírötum og Brynjar Níelsson til þess að ræða um áfengisfrumvarpið, Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem og önnur mál sem Páll telur að hefði átt að gera hærra undir höfði. „Ég ætla að koma inn á tvö lítil mál,“ sagði Egill áður en umræða um kjaradeilu sjómanna og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og mögulega útrýmingu á reiðufé til að koma í veg fyrir skattsvik hófst. „Það eru kannski stóru málin,“ sagði Egill áður en að þingmennirnir fengu að tjá sig. „Annað þessara litlu mála reyndist vera sjómannaverkfallið og í það smámál eyddi Egill 2 mín. og 49 sek. af sínum dýrmæta tíma,“ skrifar Páll. „Er það ofsögum sagt að veröldin lítur öðruvísi út séð úr 101 Reykjavík en frá öðrum sjónarhólum?“ Donald Trump Tengdar fréttir Kepptust um orðið í umræðu um áfengismálið: „Slappaðu aðeins af“ „Æi, elsku Brynjar minn, ekki fara niður á þetta plan.“ 5. febrúar 2017 12:08 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Sjá meira
Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, hefur ýmislegt að athuga við áherslur Egils Helgasonar sjónvarpsmanns í þjóðmálaþættinum Silfrinu sem hóf göngu sína á RÚV í dag. Í færslu á Facebook-síðu sinni fagnar Páll því að þátturinn hafi hafið göngu sína. Hann er þó ekki jafn kátur með að Egill, sem er annar stjórnandi þáttarins, hafi fengið til sín fjóra þingmenn úr Reykjavík til þess að ræða „það mikilvægasta á vettvangi dagsins.“ „Og forgangsröð stóru málanna hjá Agli voru þessi: Fyrst var rætt í 20 mínútur um fyrirkomulag á smásölu áfengis. Svo var rætt í 17 mínútur um hvort kalla mætti Trump fasista,“ skrifar Páll sem virðist hafa verið með skeiðklukkuna á lofti. Í fyrri hluta þáttarins fékk Egill þingmennina Kolbein Óttarsson Proppé úr Vinstri grænum, Hönnu Katrínu Friðriksdóttur úr Viðreisn, Birgittu Jónsdóttur úr Pírötum og Brynjar Níelsson til þess að ræða um áfengisfrumvarpið, Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem og önnur mál sem Páll telur að hefði átt að gera hærra undir höfði. „Ég ætla að koma inn á tvö lítil mál,“ sagði Egill áður en umræða um kjaradeilu sjómanna og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og mögulega útrýmingu á reiðufé til að koma í veg fyrir skattsvik hófst. „Það eru kannski stóru málin,“ sagði Egill áður en að þingmennirnir fengu að tjá sig. „Annað þessara litlu mála reyndist vera sjómannaverkfallið og í það smámál eyddi Egill 2 mín. og 49 sek. af sínum dýrmæta tíma,“ skrifar Páll. „Er það ofsögum sagt að veröldin lítur öðruvísi út séð úr 101 Reykjavík en frá öðrum sjónarhólum?“
Donald Trump Tengdar fréttir Kepptust um orðið í umræðu um áfengismálið: „Slappaðu aðeins af“ „Æi, elsku Brynjar minn, ekki fara niður á þetta plan.“ 5. febrúar 2017 12:08 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Sjá meira
Kepptust um orðið í umræðu um áfengismálið: „Slappaðu aðeins af“ „Æi, elsku Brynjar minn, ekki fara niður á þetta plan.“ 5. febrúar 2017 12:08