Líklegt að lík Birnu hafi verið sett í Vogsós Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 5. febrúar 2017 18:30 Lögreglan telur líklegt að líki Birnu Brjánsdóttur hafi verið komið í Vogsós sem er í tæplega sex kílómetra fjarlægð frá þeim stað þar sem hún fannst. Umfangsmikil leit fór fram í dag, meðal annars að farsíma og fatnaði Birnu. Í dag eru tvær vikur síðan Birna Brjánsdóttir fannst látin í fjörunni við Selvogsvita eftir átta daga leit. Frá þeim tíma hefur lítil sem engin leit farið fram í tengslum við rannsókn málsins en hún hófst að nýju í dag. Tæplega eitt hundrað björgunarsveitarfólk frá björgunarsveitum af Suðurlandi og Suðurnesjum í ellefu leitarhópum tóku þátt í henni auk lögreglumanna. Þá voru meðal annars notaðir drónar, fjórhjól og bátar við leitina. Leitarsvæðið var allt frá Hlíðarvatni, að Herdísarvík og Selvogsvita. Ekki var verið að leita að einum tilteknum hlut. Björgunarsveitarfólk fékk fyrirmæli um að hafa augun opin fyrir öllum hugsanlegum vísbendingum, meðal annars fatnaði eða farsíma.Björggunarsveitarmenn að störfum við leitina í dag.Vísir/GAGErfitt að segja til um hvort að leitin skilaði árangri Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn og stjórnandi leitarinnar segir að leitað hafi verið að öllum veraldlegum hlutum sem tengst geta máli Birnu. Meðal annars hafi verið leitað að fatnaði og farsíma Birnu en tilefni leitarinnar var ábending sem lögreglu barst frá almennum borgara. „Það kom ábending sem að styrkti þá trú okkar að fara og leita betur hér á þessu svæði. En ég get ekki farið nánar út í hver sú ábending er,“ segir Ásgeir. Leitinni lauk nú síðdegis. Aðspurður hvort leitin hafi skilað árangri segir Ásgeir erfitt að segja til um það. „Við höfum ekki fundið neinar eigur eða neitt sem að tengist málinu. En við erum búin að útiloka að sama skapi einhver svæði sem að við teljum ekki þurfa að leita aftur,“ segir Ásgeir.Vogsós.Vísir/GAGTelja að Birnu hafi frekar verið komið í vatn vestan við fundarstaðinn en austan Í leitinni í dag var sérstök áhersla lögð á leit við Vogsós sem er afrennsli Hlíðarvatns. Lögreglan telur líklegt að líki Birnu hafi verið komið fyrir í ósnum en hann er um tæpum sex kílómetrum frá þeim stað þar sem Birna fannst.Hvers vegna teljið þið þennan stað líklegan?„Þetta er samkvæmt veðurfarslegum skilyrðum að þá teljum við að henni hafi verið komið í vatn frekar vestan við fundarstaðinn heldur en austan. Þetta er bara einn af þeim stöðum sem að tengist sjónum vestan við Selvogsvita,“ segir Ásgeir. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Leita að munum tengdum Birnu í Selvogi: „Meðal annars erum við að tala um fatnað og síma“ Hátt í hundrað björgunarsveitarfólk að störfum. 5. febrúar 2017 14:20 Leita á svæði við Selvogsvita eftir að ábending barst frá borgara um helgina Lík Birnu Brjánsdóttur fannst við Selvogsvita 22. janúar síðastliðinn eftir átta daga leit. 5. febrúar 2017 09:38 Hafa ekki fundið muni sem tengjast Birnu Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn, segir björgunarsveitafólk ekki hafa fundið muni á Reykjanesi í dag, sem tengjast rannsókn á máli Birnu Brjánsdóttur, nú þegar tekið er að rökkva, en leit verður ekki haldið áfram á morgun, nema eitthvað nýtt komi upp. 5. febrúar 2017 17:33 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Lögreglan telur líklegt að líki Birnu Brjánsdóttur hafi verið komið í Vogsós sem er í tæplega sex kílómetra fjarlægð frá þeim stað þar sem hún fannst. Umfangsmikil leit fór fram í dag, meðal annars að farsíma og fatnaði Birnu. Í dag eru tvær vikur síðan Birna Brjánsdóttir fannst látin í fjörunni við Selvogsvita eftir átta daga leit. Frá þeim tíma hefur lítil sem engin leit farið fram í tengslum við rannsókn málsins en hún hófst að nýju í dag. Tæplega eitt hundrað björgunarsveitarfólk frá björgunarsveitum af Suðurlandi og Suðurnesjum í ellefu leitarhópum tóku þátt í henni auk lögreglumanna. Þá voru meðal annars notaðir drónar, fjórhjól og bátar við leitina. Leitarsvæðið var allt frá Hlíðarvatni, að Herdísarvík og Selvogsvita. Ekki var verið að leita að einum tilteknum hlut. Björgunarsveitarfólk fékk fyrirmæli um að hafa augun opin fyrir öllum hugsanlegum vísbendingum, meðal annars fatnaði eða farsíma.Björggunarsveitarmenn að störfum við leitina í dag.Vísir/GAGErfitt að segja til um hvort að leitin skilaði árangri Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn og stjórnandi leitarinnar segir að leitað hafi verið að öllum veraldlegum hlutum sem tengst geta máli Birnu. Meðal annars hafi verið leitað að fatnaði og farsíma Birnu en tilefni leitarinnar var ábending sem lögreglu barst frá almennum borgara. „Það kom ábending sem að styrkti þá trú okkar að fara og leita betur hér á þessu svæði. En ég get ekki farið nánar út í hver sú ábending er,“ segir Ásgeir. Leitinni lauk nú síðdegis. Aðspurður hvort leitin hafi skilað árangri segir Ásgeir erfitt að segja til um það. „Við höfum ekki fundið neinar eigur eða neitt sem að tengist málinu. En við erum búin að útiloka að sama skapi einhver svæði sem að við teljum ekki þurfa að leita aftur,“ segir Ásgeir.Vogsós.Vísir/GAGTelja að Birnu hafi frekar verið komið í vatn vestan við fundarstaðinn en austan Í leitinni í dag var sérstök áhersla lögð á leit við Vogsós sem er afrennsli Hlíðarvatns. Lögreglan telur líklegt að líki Birnu hafi verið komið fyrir í ósnum en hann er um tæpum sex kílómetrum frá þeim stað þar sem Birna fannst.Hvers vegna teljið þið þennan stað líklegan?„Þetta er samkvæmt veðurfarslegum skilyrðum að þá teljum við að henni hafi verið komið í vatn frekar vestan við fundarstaðinn heldur en austan. Þetta er bara einn af þeim stöðum sem að tengist sjónum vestan við Selvogsvita,“ segir Ásgeir.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Leita að munum tengdum Birnu í Selvogi: „Meðal annars erum við að tala um fatnað og síma“ Hátt í hundrað björgunarsveitarfólk að störfum. 5. febrúar 2017 14:20 Leita á svæði við Selvogsvita eftir að ábending barst frá borgara um helgina Lík Birnu Brjánsdóttur fannst við Selvogsvita 22. janúar síðastliðinn eftir átta daga leit. 5. febrúar 2017 09:38 Hafa ekki fundið muni sem tengjast Birnu Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn, segir björgunarsveitafólk ekki hafa fundið muni á Reykjanesi í dag, sem tengjast rannsókn á máli Birnu Brjánsdóttur, nú þegar tekið er að rökkva, en leit verður ekki haldið áfram á morgun, nema eitthvað nýtt komi upp. 5. febrúar 2017 17:33 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Leita að munum tengdum Birnu í Selvogi: „Meðal annars erum við að tala um fatnað og síma“ Hátt í hundrað björgunarsveitarfólk að störfum. 5. febrúar 2017 14:20
Leita á svæði við Selvogsvita eftir að ábending barst frá borgara um helgina Lík Birnu Brjánsdóttur fannst við Selvogsvita 22. janúar síðastliðinn eftir átta daga leit. 5. febrúar 2017 09:38
Hafa ekki fundið muni sem tengjast Birnu Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn, segir björgunarsveitafólk ekki hafa fundið muni á Reykjanesi í dag, sem tengjast rannsókn á máli Birnu Brjánsdóttur, nú þegar tekið er að rökkva, en leit verður ekki haldið áfram á morgun, nema eitthvað nýtt komi upp. 5. febrúar 2017 17:33