Líklegt að lík Birnu hafi verið sett í Vogsós Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 5. febrúar 2017 18:30 Lögreglan telur líklegt að líki Birnu Brjánsdóttur hafi verið komið í Vogsós sem er í tæplega sex kílómetra fjarlægð frá þeim stað þar sem hún fannst. Umfangsmikil leit fór fram í dag, meðal annars að farsíma og fatnaði Birnu. Í dag eru tvær vikur síðan Birna Brjánsdóttir fannst látin í fjörunni við Selvogsvita eftir átta daga leit. Frá þeim tíma hefur lítil sem engin leit farið fram í tengslum við rannsókn málsins en hún hófst að nýju í dag. Tæplega eitt hundrað björgunarsveitarfólk frá björgunarsveitum af Suðurlandi og Suðurnesjum í ellefu leitarhópum tóku þátt í henni auk lögreglumanna. Þá voru meðal annars notaðir drónar, fjórhjól og bátar við leitina. Leitarsvæðið var allt frá Hlíðarvatni, að Herdísarvík og Selvogsvita. Ekki var verið að leita að einum tilteknum hlut. Björgunarsveitarfólk fékk fyrirmæli um að hafa augun opin fyrir öllum hugsanlegum vísbendingum, meðal annars fatnaði eða farsíma.Björggunarsveitarmenn að störfum við leitina í dag.Vísir/GAGErfitt að segja til um hvort að leitin skilaði árangri Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn og stjórnandi leitarinnar segir að leitað hafi verið að öllum veraldlegum hlutum sem tengst geta máli Birnu. Meðal annars hafi verið leitað að fatnaði og farsíma Birnu en tilefni leitarinnar var ábending sem lögreglu barst frá almennum borgara. „Það kom ábending sem að styrkti þá trú okkar að fara og leita betur hér á þessu svæði. En ég get ekki farið nánar út í hver sú ábending er,“ segir Ásgeir. Leitinni lauk nú síðdegis. Aðspurður hvort leitin hafi skilað árangri segir Ásgeir erfitt að segja til um það. „Við höfum ekki fundið neinar eigur eða neitt sem að tengist málinu. En við erum búin að útiloka að sama skapi einhver svæði sem að við teljum ekki þurfa að leita aftur,“ segir Ásgeir.Vogsós.Vísir/GAGTelja að Birnu hafi frekar verið komið í vatn vestan við fundarstaðinn en austan Í leitinni í dag var sérstök áhersla lögð á leit við Vogsós sem er afrennsli Hlíðarvatns. Lögreglan telur líklegt að líki Birnu hafi verið komið fyrir í ósnum en hann er um tæpum sex kílómetrum frá þeim stað þar sem Birna fannst.Hvers vegna teljið þið þennan stað líklegan?„Þetta er samkvæmt veðurfarslegum skilyrðum að þá teljum við að henni hafi verið komið í vatn frekar vestan við fundarstaðinn heldur en austan. Þetta er bara einn af þeim stöðum sem að tengist sjónum vestan við Selvogsvita,“ segir Ásgeir. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Leita að munum tengdum Birnu í Selvogi: „Meðal annars erum við að tala um fatnað og síma“ Hátt í hundrað björgunarsveitarfólk að störfum. 5. febrúar 2017 14:20 Leita á svæði við Selvogsvita eftir að ábending barst frá borgara um helgina Lík Birnu Brjánsdóttur fannst við Selvogsvita 22. janúar síðastliðinn eftir átta daga leit. 5. febrúar 2017 09:38 Hafa ekki fundið muni sem tengjast Birnu Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn, segir björgunarsveitafólk ekki hafa fundið muni á Reykjanesi í dag, sem tengjast rannsókn á máli Birnu Brjánsdóttur, nú þegar tekið er að rökkva, en leit verður ekki haldið áfram á morgun, nema eitthvað nýtt komi upp. 5. febrúar 2017 17:33 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Sjá meira
Lögreglan telur líklegt að líki Birnu Brjánsdóttur hafi verið komið í Vogsós sem er í tæplega sex kílómetra fjarlægð frá þeim stað þar sem hún fannst. Umfangsmikil leit fór fram í dag, meðal annars að farsíma og fatnaði Birnu. Í dag eru tvær vikur síðan Birna Brjánsdóttir fannst látin í fjörunni við Selvogsvita eftir átta daga leit. Frá þeim tíma hefur lítil sem engin leit farið fram í tengslum við rannsókn málsins en hún hófst að nýju í dag. Tæplega eitt hundrað björgunarsveitarfólk frá björgunarsveitum af Suðurlandi og Suðurnesjum í ellefu leitarhópum tóku þátt í henni auk lögreglumanna. Þá voru meðal annars notaðir drónar, fjórhjól og bátar við leitina. Leitarsvæðið var allt frá Hlíðarvatni, að Herdísarvík og Selvogsvita. Ekki var verið að leita að einum tilteknum hlut. Björgunarsveitarfólk fékk fyrirmæli um að hafa augun opin fyrir öllum hugsanlegum vísbendingum, meðal annars fatnaði eða farsíma.Björggunarsveitarmenn að störfum við leitina í dag.Vísir/GAGErfitt að segja til um hvort að leitin skilaði árangri Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn og stjórnandi leitarinnar segir að leitað hafi verið að öllum veraldlegum hlutum sem tengst geta máli Birnu. Meðal annars hafi verið leitað að fatnaði og farsíma Birnu en tilefni leitarinnar var ábending sem lögreglu barst frá almennum borgara. „Það kom ábending sem að styrkti þá trú okkar að fara og leita betur hér á þessu svæði. En ég get ekki farið nánar út í hver sú ábending er,“ segir Ásgeir. Leitinni lauk nú síðdegis. Aðspurður hvort leitin hafi skilað árangri segir Ásgeir erfitt að segja til um það. „Við höfum ekki fundið neinar eigur eða neitt sem að tengist málinu. En við erum búin að útiloka að sama skapi einhver svæði sem að við teljum ekki þurfa að leita aftur,“ segir Ásgeir.Vogsós.Vísir/GAGTelja að Birnu hafi frekar verið komið í vatn vestan við fundarstaðinn en austan Í leitinni í dag var sérstök áhersla lögð á leit við Vogsós sem er afrennsli Hlíðarvatns. Lögreglan telur líklegt að líki Birnu hafi verið komið fyrir í ósnum en hann er um tæpum sex kílómetrum frá þeim stað þar sem Birna fannst.Hvers vegna teljið þið þennan stað líklegan?„Þetta er samkvæmt veðurfarslegum skilyrðum að þá teljum við að henni hafi verið komið í vatn frekar vestan við fundarstaðinn heldur en austan. Þetta er bara einn af þeim stöðum sem að tengist sjónum vestan við Selvogsvita,“ segir Ásgeir.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Leita að munum tengdum Birnu í Selvogi: „Meðal annars erum við að tala um fatnað og síma“ Hátt í hundrað björgunarsveitarfólk að störfum. 5. febrúar 2017 14:20 Leita á svæði við Selvogsvita eftir að ábending barst frá borgara um helgina Lík Birnu Brjánsdóttur fannst við Selvogsvita 22. janúar síðastliðinn eftir átta daga leit. 5. febrúar 2017 09:38 Hafa ekki fundið muni sem tengjast Birnu Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn, segir björgunarsveitafólk ekki hafa fundið muni á Reykjanesi í dag, sem tengjast rannsókn á máli Birnu Brjánsdóttur, nú þegar tekið er að rökkva, en leit verður ekki haldið áfram á morgun, nema eitthvað nýtt komi upp. 5. febrúar 2017 17:33 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Sjá meira
Leita að munum tengdum Birnu í Selvogi: „Meðal annars erum við að tala um fatnað og síma“ Hátt í hundrað björgunarsveitarfólk að störfum. 5. febrúar 2017 14:20
Leita á svæði við Selvogsvita eftir að ábending barst frá borgara um helgina Lík Birnu Brjánsdóttur fannst við Selvogsvita 22. janúar síðastliðinn eftir átta daga leit. 5. febrúar 2017 09:38
Hafa ekki fundið muni sem tengjast Birnu Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn, segir björgunarsveitafólk ekki hafa fundið muni á Reykjanesi í dag, sem tengjast rannsókn á máli Birnu Brjánsdóttur, nú þegar tekið er að rökkva, en leit verður ekki haldið áfram á morgun, nema eitthvað nýtt komi upp. 5. febrúar 2017 17:33