Leita að munum tengdum Birnu í Selvogi: „Meðal annars erum við að tala um fatnað og síma“ Birgir Olgeirsson skrifar 5. febrúar 2017 14:20 Hátt í hundrað björgunarsveitarfólk að störfum í Selvogi. Mynd/Gunnar Atli Hátt í hundrað björgunarsveitafólk tekur nú þátt í leit í Selvogi á Reykjanesi sem tengist rannsókn á dauða Birnu Brjánsdóttur. Lík hennar fannst við Selvogsvita 22. janúar síðastliðinn eftir átta daga leit. Um er að ræða sérhæft leitarfólk sem er saman í ellefu hópum en við þann fjölda bætast þeir sem sinna þessu leitarfólki í færanlegri stjórnstöð Landsbjargar í Selvogi. „Við erum að fara ansi vel yfir þetta svæði því það vantar enn þá muni tengda henni Birnu,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn sem stýrir leitinni í Selvogi.Leita að öllum vísbendingum Aðspurður hvort verið sé að leita að fatnaði og síma sem Birna átt svarar hann því játandi. „Við erum að leita að öllum þeim vísbendingum sem við getum fundið. Meðal annars erum við að tala um fatnað og síma,“ segir Ásgeir í samtali við Vísi um málið.Leitað er á svæðinu frá Hlíðarvatni, að Herdísarvík og Selvogsvita.Loftmyndir ehf.Ábending frá borgara Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn á dauða Birnu, sagði við Vísi í morgun að ábending hefði borist frá borgara um helgina og því hefði verið ákveðið að fara í þessa leit í dag. Leitað er á svæði frá Hlíðarvatni að Herdísarvík og Selvogsvita. Ásgeir segir björgunarsveitarfólk leita á tveggja kílómetra kafla eftir strandlengju og á leiðinni frá Hlíðarvatni og niður að sjó. „Það er það svæði sem við erum að fókusera á.“Vaða þar sem það er hægt Aðspurður hvort leitað sé í vatni segir hann að á einhverjum tímapunkti muni leitarfólk vaða og þá aðallega á svæðinu frá brúnni við Hlíðarvatn og niður að sjó. Hann segir að leitað verði fram að myrkri og staðan verði metin um það leyti.Tengdist síðast símamastri við Flatahraun Nánast frá upphafi rannsóknar málsins hefur verið leitað að síma Birnu. Í upphafi var talið að slökkt hefði verið handvirkt á símanum hennar aðfaranótt laugardagsins 15. janúar en á síðari stigum rannsóknar greindi lögreglan frá því að hún muni aldrei fá úr því skorið hvort slökkt hafi verið handvirkt á síma Birnu þegar hún hvarf eða hvort hann hafi orðið rafmagnslaus. Birna sást síðast á Laugavegi þessa aðfaranótt 15. janúar en lögregla hefur rakið ferðir hennar út frá símagögnum þar sem er gengið út frá því að hún hafi verið með símann á sér um nóttina. Síminn kom fyrst inn á sendi við Mál og menningu á Laugavegi um klukkan 05:25 nóttina sem hún hvarf, síðan kom hann inn á mastur við Lindargötu og er þá á gönguhraða. Því næst tengdist hann mastri á horni Laugavegs og Barónsstígs en var svo kominn á ökuhraða næst þegar hann tengdist mastri í Laugarnesi. Rúmum tuttugu mínútum síðar, eða um klukkan 5:50 er slokknaði á símanum þegar hann tengdist símamastri við Flatahraun í Hafnarfirði. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Yrsa Sigurðardóttir: „Ljóstýra myndi þannig brjótast út úr þessum myrka harmleik“ Í viðtalinu útskýrir Yrsa fyrir blaðamönnum Guardian að Birna hafi verið tákngervingur margra sem hér búa þar sem margir hafi getað sett sig í hennar spor. Hún hafi verið saklaus stúlka sem hafi verið í blóma lífsins. Von allra hafi verið sterk og íbúar hafi beðið með öndina í hálsinum eftir fregnum af Birnu. 5. febrúar 2017 09:56 Leita á svæði við Selvogsvita eftir að ábending barst frá borgara um helgina Lík Birnu Brjánsdóttur fannst við Selvogsvita 22. janúar síðastliðinn eftir átta daga leit. 5. febrúar 2017 09:38 Stúlkan sem snerti streng í brjósti íslensku þjóðarinnar Birna Brjánsdóttir verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju klukkan 15 í dag. Óhætt er að segja að mál hennar hafi hreyft við þjóðinni en hún hvarf aðfaranótt laugardagsins 14. janúar og fannst látin í fjörunni við Selvogsvita átta dögum síðar. Lögreglan telur að henni hafi verið ráðinn bani. 3. febrúar 2017 09:00 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunnar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Sjá meira
Hátt í hundrað björgunarsveitafólk tekur nú þátt í leit í Selvogi á Reykjanesi sem tengist rannsókn á dauða Birnu Brjánsdóttur. Lík hennar fannst við Selvogsvita 22. janúar síðastliðinn eftir átta daga leit. Um er að ræða sérhæft leitarfólk sem er saman í ellefu hópum en við þann fjölda bætast þeir sem sinna þessu leitarfólki í færanlegri stjórnstöð Landsbjargar í Selvogi. „Við erum að fara ansi vel yfir þetta svæði því það vantar enn þá muni tengda henni Birnu,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn sem stýrir leitinni í Selvogi.Leita að öllum vísbendingum Aðspurður hvort verið sé að leita að fatnaði og síma sem Birna átt svarar hann því játandi. „Við erum að leita að öllum þeim vísbendingum sem við getum fundið. Meðal annars erum við að tala um fatnað og síma,“ segir Ásgeir í samtali við Vísi um málið.Leitað er á svæðinu frá Hlíðarvatni, að Herdísarvík og Selvogsvita.Loftmyndir ehf.Ábending frá borgara Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn á dauða Birnu, sagði við Vísi í morgun að ábending hefði borist frá borgara um helgina og því hefði verið ákveðið að fara í þessa leit í dag. Leitað er á svæði frá Hlíðarvatni að Herdísarvík og Selvogsvita. Ásgeir segir björgunarsveitarfólk leita á tveggja kílómetra kafla eftir strandlengju og á leiðinni frá Hlíðarvatni og niður að sjó. „Það er það svæði sem við erum að fókusera á.“Vaða þar sem það er hægt Aðspurður hvort leitað sé í vatni segir hann að á einhverjum tímapunkti muni leitarfólk vaða og þá aðallega á svæðinu frá brúnni við Hlíðarvatn og niður að sjó. Hann segir að leitað verði fram að myrkri og staðan verði metin um það leyti.Tengdist síðast símamastri við Flatahraun Nánast frá upphafi rannsóknar málsins hefur verið leitað að síma Birnu. Í upphafi var talið að slökkt hefði verið handvirkt á símanum hennar aðfaranótt laugardagsins 15. janúar en á síðari stigum rannsóknar greindi lögreglan frá því að hún muni aldrei fá úr því skorið hvort slökkt hafi verið handvirkt á síma Birnu þegar hún hvarf eða hvort hann hafi orðið rafmagnslaus. Birna sást síðast á Laugavegi þessa aðfaranótt 15. janúar en lögregla hefur rakið ferðir hennar út frá símagögnum þar sem er gengið út frá því að hún hafi verið með símann á sér um nóttina. Síminn kom fyrst inn á sendi við Mál og menningu á Laugavegi um klukkan 05:25 nóttina sem hún hvarf, síðan kom hann inn á mastur við Lindargötu og er þá á gönguhraða. Því næst tengdist hann mastri á horni Laugavegs og Barónsstígs en var svo kominn á ökuhraða næst þegar hann tengdist mastri í Laugarnesi. Rúmum tuttugu mínútum síðar, eða um klukkan 5:50 er slokknaði á símanum þegar hann tengdist símamastri við Flatahraun í Hafnarfirði.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Yrsa Sigurðardóttir: „Ljóstýra myndi þannig brjótast út úr þessum myrka harmleik“ Í viðtalinu útskýrir Yrsa fyrir blaðamönnum Guardian að Birna hafi verið tákngervingur margra sem hér búa þar sem margir hafi getað sett sig í hennar spor. Hún hafi verið saklaus stúlka sem hafi verið í blóma lífsins. Von allra hafi verið sterk og íbúar hafi beðið með öndina í hálsinum eftir fregnum af Birnu. 5. febrúar 2017 09:56 Leita á svæði við Selvogsvita eftir að ábending barst frá borgara um helgina Lík Birnu Brjánsdóttur fannst við Selvogsvita 22. janúar síðastliðinn eftir átta daga leit. 5. febrúar 2017 09:38 Stúlkan sem snerti streng í brjósti íslensku þjóðarinnar Birna Brjánsdóttir verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju klukkan 15 í dag. Óhætt er að segja að mál hennar hafi hreyft við þjóðinni en hún hvarf aðfaranótt laugardagsins 14. janúar og fannst látin í fjörunni við Selvogsvita átta dögum síðar. Lögreglan telur að henni hafi verið ráðinn bani. 3. febrúar 2017 09:00 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunnar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Sjá meira
Yrsa Sigurðardóttir: „Ljóstýra myndi þannig brjótast út úr þessum myrka harmleik“ Í viðtalinu útskýrir Yrsa fyrir blaðamönnum Guardian að Birna hafi verið tákngervingur margra sem hér búa þar sem margir hafi getað sett sig í hennar spor. Hún hafi verið saklaus stúlka sem hafi verið í blóma lífsins. Von allra hafi verið sterk og íbúar hafi beðið með öndina í hálsinum eftir fregnum af Birnu. 5. febrúar 2017 09:56
Leita á svæði við Selvogsvita eftir að ábending barst frá borgara um helgina Lík Birnu Brjánsdóttur fannst við Selvogsvita 22. janúar síðastliðinn eftir átta daga leit. 5. febrúar 2017 09:38
Stúlkan sem snerti streng í brjósti íslensku þjóðarinnar Birna Brjánsdóttir verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju klukkan 15 í dag. Óhætt er að segja að mál hennar hafi hreyft við þjóðinni en hún hvarf aðfaranótt laugardagsins 14. janúar og fannst látin í fjörunni við Selvogsvita átta dögum síðar. Lögreglan telur að henni hafi verið ráðinn bani. 3. febrúar 2017 09:00