Vilja reglugerð um jafnræði í skráningu foreldratengsla Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 1. febrúar 2017 17:53 Átta þingmenn Vinstri grænna og Pírata hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að fela dómsmálaráðherra að setja reglugerð um framkvæmd laga um þjóðskrá og almannaskráningu. Með tillögunni vilja þau tryggja að jafnræði ríki með foreldrum barna og afnumin verði sú mismunun sem nú á sér stað gagnvart mæðrum í samkynja hjúskap eða sambúð.Í greinargerð sem fylgir tillögunni segir að mæðrum í samkynja hjúskap eða skráðri sambúð er gert að afhenda Þjóðskrá yfirlýsingu um að barn þeirra sé getið með aðstoð tæknifrjóvgunar, annars er einungis sú kona skráð foreldri sem elur barnið. „Þessi krafa er ekki gerð til gagnkynhneigðs fólks í hjúskap eða skráðri sambúð sem hefur notið atbeina tæknifrjóvgunar við barnsgetnað og verður þessi framkvæmd því til þess að fólki er mismunað á grundvelli kynferðis,“ segir í greinargerð. „Samkvæmt hinni svokölluðu „pater est“-reglu er gengið út frá því sem vísu að eiginmaður eða sambúðarmaður konu sem elur barn sé faðir þess. Af augljósum náttúrulegum ástæðum er ekki hægt að ganga út frá þessu þegar tvær konur eru í hjónabandi eða sambúð og parinu fæðist barn.“ Þar segir jafnframt að ætlunin með tillögunni sé ekki að rýra rétt einstaklinga til að öðlast vitneskju um uppruna sinn, en að furðumikill ósveigjanleiki sé að gera þá kröfu til samkynhneigðra kvenna að þær sanni aðild tæknifrjóvgunar að gegnaði barnsins. Málum sé háttað svo að fjöldi gagnkynhneigðra einstaklinga í hjónabandi eða sambúð nýti sér einnig tæknifrjóvgun til að geta börn en þurfa ekki að standa skil á upplýsingum um uppruna erfðaefnis þeirra. „Þar sem Þjóðskrá Íslands hefur ekki sýnt neina tilburði til að breyta verklagi sínu þótt undan því hafi verið kvartað og ekki verður fallist á það sjónarmið sem haldið hefur verið fram af hennar hálfu að nauðsynlegt sé að breyta barnalögum til þess að hverfa megi frá mismununinni er lagt til að dómsmálaráðherra taki málið í sínar hendur og láti útbúa reglugerð sem bindi enda á þá mismunun sem mæður í samkynja hjúskap eða sambúð þurfa nú að þola af hendi Þjóðskrár Íslands. “ Flutningsmenn tillögunnar eru Svandís Svavarsdóttir, Steinunn Þóra Árnadóttir, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Birgitta Jónsdóttir, Einar Brynjólfsson, Björn Leví Gunnarsson og Ásta Guðrún Helgadóttir. Alþingi Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira
Átta þingmenn Vinstri grænna og Pírata hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að fela dómsmálaráðherra að setja reglugerð um framkvæmd laga um þjóðskrá og almannaskráningu. Með tillögunni vilja þau tryggja að jafnræði ríki með foreldrum barna og afnumin verði sú mismunun sem nú á sér stað gagnvart mæðrum í samkynja hjúskap eða sambúð.Í greinargerð sem fylgir tillögunni segir að mæðrum í samkynja hjúskap eða skráðri sambúð er gert að afhenda Þjóðskrá yfirlýsingu um að barn þeirra sé getið með aðstoð tæknifrjóvgunar, annars er einungis sú kona skráð foreldri sem elur barnið. „Þessi krafa er ekki gerð til gagnkynhneigðs fólks í hjúskap eða skráðri sambúð sem hefur notið atbeina tæknifrjóvgunar við barnsgetnað og verður þessi framkvæmd því til þess að fólki er mismunað á grundvelli kynferðis,“ segir í greinargerð. „Samkvæmt hinni svokölluðu „pater est“-reglu er gengið út frá því sem vísu að eiginmaður eða sambúðarmaður konu sem elur barn sé faðir þess. Af augljósum náttúrulegum ástæðum er ekki hægt að ganga út frá þessu þegar tvær konur eru í hjónabandi eða sambúð og parinu fæðist barn.“ Þar segir jafnframt að ætlunin með tillögunni sé ekki að rýra rétt einstaklinga til að öðlast vitneskju um uppruna sinn, en að furðumikill ósveigjanleiki sé að gera þá kröfu til samkynhneigðra kvenna að þær sanni aðild tæknifrjóvgunar að gegnaði barnsins. Málum sé háttað svo að fjöldi gagnkynhneigðra einstaklinga í hjónabandi eða sambúð nýti sér einnig tæknifrjóvgun til að geta börn en þurfa ekki að standa skil á upplýsingum um uppruna erfðaefnis þeirra. „Þar sem Þjóðskrá Íslands hefur ekki sýnt neina tilburði til að breyta verklagi sínu þótt undan því hafi verið kvartað og ekki verður fallist á það sjónarmið sem haldið hefur verið fram af hennar hálfu að nauðsynlegt sé að breyta barnalögum til þess að hverfa megi frá mismununinni er lagt til að dómsmálaráðherra taki málið í sínar hendur og láti útbúa reglugerð sem bindi enda á þá mismunun sem mæður í samkynja hjúskap eða sambúð þurfa nú að þola af hendi Þjóðskrár Íslands. “ Flutningsmenn tillögunnar eru Svandís Svavarsdóttir, Steinunn Þóra Árnadóttir, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Birgitta Jónsdóttir, Einar Brynjólfsson, Björn Leví Gunnarsson og Ásta Guðrún Helgadóttir.
Alþingi Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira