Óttast svartan markað með nikótínolíu Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 19. febrúar 2017 20:00 Samkvæmt frumvarpi um breytingar á lögum um tóbaksvarnir verða rafrettur flokkaðar sem tóbak og settar reglur varðandi sölu, markaðssetningu og neyslu á rafrettum. Erna Margrét Oddsdóttir á og rekur verslunina Gryfjuna sem selur öll tól til rafrettunotkunar. Samkvæmt frumvarpinu á að minnka skammtana sem má selja af olíu í rafretturnar sem hækkar kostnað fyrir neytendur. Einnig á að minnka rýmið í rafrettunum og því þarf að skipta oft á dag um olíu með tilheyrandi veseni en Erna segir ekki mega auka flækjustigið. „Sérstaklega vegna eldra fólksins. Það finnst þetta mjög flókið. En það á að gera þetta enn flóknara. Gera þetta enn erfiðara. Því lyfjafyrirtækin og tóbaksfyrirtækin fundu ekki upp á þessu. Það var almenni maðurinn sem fann upp á þessu. Þannig að hinir græða ekki nóg af þessu. Vaskurinn, skatturinn og svona græða ekki á þessu. Ég veit að ég reiti fólk til reiði með því að segja þetta en svona er þetta, þetta snýst um peninga!" Reglurnar eru settar til að minnka hættuna á eitrun ef börn komast í vökvann. „En þú getur fengið fimm lítra af klór út í búð og stíflueyði í stórum einingum. En það er með barnalæsingu eins og þetta er allt með barnalæsingu,“ segir Erna en hún segist vita af svörtum markaði með nikótínolíu á Íslandi og óttast að hann muni stækka. „Það er verið að búa þetta til heima. Það eru margir sem búa þetta til sjálfir. Það getur misheppnast gríðarlega og verið stórhættulegt. Að neytandinn skuli finna að það sé betra að fara í heimahús undir engu eftirliti - þar sem olían er búin til undir engu eftirliti - og kaupa það frekar en eitthvað innsiglað og tryggt úr búð - það er sorgleg þróun. En þetta mun gerast. Þetta mun verða svo dýrt með nýju lögunum að þetta mun gerast." Erna segist berjast fyrir þessu af hugsjón enda hafi ótrúlegasta fólk náð að hætta að reykja með hjálp rafrettunnar. Fólk sem hafi reynt allt annað en aldrei tekist að hætta og er komið með ströng fyrirmæli frá lækni að hætta reykingum. „Ef Óttarr Proppé og hans fólk myndi heyra sögurnar sem ég heyri á hverjum einasta degi þá myndu þau vinna harðari höndum að gera þetta aðgengilegra og auðveldara fyrir fólk," segir Erna. Rafrettur Tengdar fréttir Rafrettur flokkaðar eins og tóbak: „Þetta er einfaldlega stórslys“ Rafrettur verða flokkaðar eins og tóbak samkvæmt frumvarpi um breytingar á lögum um tóbaksvarnir. Læknir segir breytingarnar einfaldlega vera stórslys. 13. febrúar 2017 21:03 Langtímanotkun rafretta mjög hættulítil samkvæmt rannsókn Mun minna magn krabbameinsvaldandi efna og annarra skaðvalda fannst í líkömum fyrrverandi reykingafólks sem skipti yfir í rafrettur miðað við reykingamenn sem héldu sínu striki. 15. febrúar 2017 07:00 Sífellt fleiri ungmenni fikta með rafrettur 46% prósent drengja í framhaldsskólum undir átján ára aldri hafa prófað rafrettu. Stefnt er á að innleiða ný tóbaksvarnalög er taka á rafrettum en víða hefur verið kallað eftir ramma utan um sölu og notkun þessara tækja. 16. febrúar 2017 19:31 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira
Samkvæmt frumvarpi um breytingar á lögum um tóbaksvarnir verða rafrettur flokkaðar sem tóbak og settar reglur varðandi sölu, markaðssetningu og neyslu á rafrettum. Erna Margrét Oddsdóttir á og rekur verslunina Gryfjuna sem selur öll tól til rafrettunotkunar. Samkvæmt frumvarpinu á að minnka skammtana sem má selja af olíu í rafretturnar sem hækkar kostnað fyrir neytendur. Einnig á að minnka rýmið í rafrettunum og því þarf að skipta oft á dag um olíu með tilheyrandi veseni en Erna segir ekki mega auka flækjustigið. „Sérstaklega vegna eldra fólksins. Það finnst þetta mjög flókið. En það á að gera þetta enn flóknara. Gera þetta enn erfiðara. Því lyfjafyrirtækin og tóbaksfyrirtækin fundu ekki upp á þessu. Það var almenni maðurinn sem fann upp á þessu. Þannig að hinir græða ekki nóg af þessu. Vaskurinn, skatturinn og svona græða ekki á þessu. Ég veit að ég reiti fólk til reiði með því að segja þetta en svona er þetta, þetta snýst um peninga!" Reglurnar eru settar til að minnka hættuna á eitrun ef börn komast í vökvann. „En þú getur fengið fimm lítra af klór út í búð og stíflueyði í stórum einingum. En það er með barnalæsingu eins og þetta er allt með barnalæsingu,“ segir Erna en hún segist vita af svörtum markaði með nikótínolíu á Íslandi og óttast að hann muni stækka. „Það er verið að búa þetta til heima. Það eru margir sem búa þetta til sjálfir. Það getur misheppnast gríðarlega og verið stórhættulegt. Að neytandinn skuli finna að það sé betra að fara í heimahús undir engu eftirliti - þar sem olían er búin til undir engu eftirliti - og kaupa það frekar en eitthvað innsiglað og tryggt úr búð - það er sorgleg þróun. En þetta mun gerast. Þetta mun verða svo dýrt með nýju lögunum að þetta mun gerast." Erna segist berjast fyrir þessu af hugsjón enda hafi ótrúlegasta fólk náð að hætta að reykja með hjálp rafrettunnar. Fólk sem hafi reynt allt annað en aldrei tekist að hætta og er komið með ströng fyrirmæli frá lækni að hætta reykingum. „Ef Óttarr Proppé og hans fólk myndi heyra sögurnar sem ég heyri á hverjum einasta degi þá myndu þau vinna harðari höndum að gera þetta aðgengilegra og auðveldara fyrir fólk," segir Erna.
Rafrettur Tengdar fréttir Rafrettur flokkaðar eins og tóbak: „Þetta er einfaldlega stórslys“ Rafrettur verða flokkaðar eins og tóbak samkvæmt frumvarpi um breytingar á lögum um tóbaksvarnir. Læknir segir breytingarnar einfaldlega vera stórslys. 13. febrúar 2017 21:03 Langtímanotkun rafretta mjög hættulítil samkvæmt rannsókn Mun minna magn krabbameinsvaldandi efna og annarra skaðvalda fannst í líkömum fyrrverandi reykingafólks sem skipti yfir í rafrettur miðað við reykingamenn sem héldu sínu striki. 15. febrúar 2017 07:00 Sífellt fleiri ungmenni fikta með rafrettur 46% prósent drengja í framhaldsskólum undir átján ára aldri hafa prófað rafrettu. Stefnt er á að innleiða ný tóbaksvarnalög er taka á rafrettum en víða hefur verið kallað eftir ramma utan um sölu og notkun þessara tækja. 16. febrúar 2017 19:31 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira
Rafrettur flokkaðar eins og tóbak: „Þetta er einfaldlega stórslys“ Rafrettur verða flokkaðar eins og tóbak samkvæmt frumvarpi um breytingar á lögum um tóbaksvarnir. Læknir segir breytingarnar einfaldlega vera stórslys. 13. febrúar 2017 21:03
Langtímanotkun rafretta mjög hættulítil samkvæmt rannsókn Mun minna magn krabbameinsvaldandi efna og annarra skaðvalda fannst í líkömum fyrrverandi reykingafólks sem skipti yfir í rafrettur miðað við reykingamenn sem héldu sínu striki. 15. febrúar 2017 07:00
Sífellt fleiri ungmenni fikta með rafrettur 46% prósent drengja í framhaldsskólum undir átján ára aldri hafa prófað rafrettu. Stefnt er á að innleiða ný tóbaksvarnalög er taka á rafrettum en víða hefur verið kallað eftir ramma utan um sölu og notkun þessara tækja. 16. febrúar 2017 19:31