Skipverjinn yfirheyrður áður en tekin verður ákvörðun um áframhaldandi varðhald Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. febrúar 2017 14:59 Á fimmtudag hefur maðurinn setið í gæsluvarðhaldi og einangrun í fjórar vikur. vísir/anton brink Skipverjinn af grænlenska togaranum Polar Nanoq sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana hefur ekki verið yfirheyrður síðan á föstudag. Birna fannst látin í fjörunni við Selvogsvita þann 22. janúar síðastliðinn en hennar hafði þá verið saknað í átta daga. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn málsins, segir að líkur séu til þess að hann verði yfirheyrður á morgun en gæsluvarðhald yfir manninum rennur út á fimmtudag. Vill lögreglan yfirheyra manninn áður og má búast við því að ákvörðun um það hvort krafist verði áframhaldandi varðhalds verði tekin í kjölfar yfirheyrslunnar, þá annað hvort á morgun eða á fimmtudagsmorgun, en maðurinn verður þá búin að sitja í haldi og sæta einangrun í alls fjórar vikur. Grímur segir að enn hafi ekki borist niðurstöður úr lífsýnum sem send voru erlendis til rannsóknar en hann á ekki von á að það dragist mikið lengur. Það getur þó tekið allt frá fjórum og upp í sex vikur að fá niðurstöður úr slíkum rannsóknum og eru nú komnar þrjár vikur frá því að fyrstu sýnin voru send út. Segist Grímur vonast til þess að niðurstöðurnar komi síðar í þessari viku. Þá á lögreglan jafnframt von á lokaskýrslu krufningar á líki Birnu. Aðspurður hvort hann hafi einhverja tilfinningu fyrir því hvenær rannsókn ljúki kveðst Grímur telja að rannsóknarteymið komist mjög langt á næstu fjórum vikum og að rannsókninni gæti lokið innan þess tímaramma. Gögn málsins verða þá send héraðssaksóknara sem tekur ákvörðun um hvort og þá hverjir verða ákærðir í málinu en auk mannsins sem situr í haldi hefur annar skipverji af togaranum réttarstöðu grunaðs manns. Hann sat í gæsluvarðhaldi og einangrun í tvær vikur en var svo látinn laus. Í kjölfarið hélt hann heim til sín á Grænlandi. Eins og áður hefur komið fram liggur engin játning fyrir í málinu en Grímur vill þó ekki svara því hvort að skipverjinn sem situr í gæsluvarðhaldi neiti sök eða neiti hreinlega alfarið að tjá sig um sakarefnið. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Skipverjinn var yfirheyrður í morgun í fyrsta skipti í viku Maðurinn sem grunaður er um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana í síðasta mánuði var yfirheyrður í morgun. 10. febrúar 2017 18:49 Ekki ákveðið hvenær yfirheyrslur fara næst fram Maðurinn sem grunaður er um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana var síðast yfirheyrður á föstudaginn. 13. febrúar 2017 12:13 Segir síðustu vikur þær verstu í sögu Polar Seafood Henrik Leth, stjórnarformaður Polar Seafood, segir undanfarnar vikur hafa verið versta tímabil í 32 ára sögu fyrirtækisins. 11. febrúar 2017 12:59 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fleiri fréttir Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Sjá meira
Skipverjinn af grænlenska togaranum Polar Nanoq sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana hefur ekki verið yfirheyrður síðan á föstudag. Birna fannst látin í fjörunni við Selvogsvita þann 22. janúar síðastliðinn en hennar hafði þá verið saknað í átta daga. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn málsins, segir að líkur séu til þess að hann verði yfirheyrður á morgun en gæsluvarðhald yfir manninum rennur út á fimmtudag. Vill lögreglan yfirheyra manninn áður og má búast við því að ákvörðun um það hvort krafist verði áframhaldandi varðhalds verði tekin í kjölfar yfirheyrslunnar, þá annað hvort á morgun eða á fimmtudagsmorgun, en maðurinn verður þá búin að sitja í haldi og sæta einangrun í alls fjórar vikur. Grímur segir að enn hafi ekki borist niðurstöður úr lífsýnum sem send voru erlendis til rannsóknar en hann á ekki von á að það dragist mikið lengur. Það getur þó tekið allt frá fjórum og upp í sex vikur að fá niðurstöður úr slíkum rannsóknum og eru nú komnar þrjár vikur frá því að fyrstu sýnin voru send út. Segist Grímur vonast til þess að niðurstöðurnar komi síðar í þessari viku. Þá á lögreglan jafnframt von á lokaskýrslu krufningar á líki Birnu. Aðspurður hvort hann hafi einhverja tilfinningu fyrir því hvenær rannsókn ljúki kveðst Grímur telja að rannsóknarteymið komist mjög langt á næstu fjórum vikum og að rannsókninni gæti lokið innan þess tímaramma. Gögn málsins verða þá send héraðssaksóknara sem tekur ákvörðun um hvort og þá hverjir verða ákærðir í málinu en auk mannsins sem situr í haldi hefur annar skipverji af togaranum réttarstöðu grunaðs manns. Hann sat í gæsluvarðhaldi og einangrun í tvær vikur en var svo látinn laus. Í kjölfarið hélt hann heim til sín á Grænlandi. Eins og áður hefur komið fram liggur engin játning fyrir í málinu en Grímur vill þó ekki svara því hvort að skipverjinn sem situr í gæsluvarðhaldi neiti sök eða neiti hreinlega alfarið að tjá sig um sakarefnið.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Skipverjinn var yfirheyrður í morgun í fyrsta skipti í viku Maðurinn sem grunaður er um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana í síðasta mánuði var yfirheyrður í morgun. 10. febrúar 2017 18:49 Ekki ákveðið hvenær yfirheyrslur fara næst fram Maðurinn sem grunaður er um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana var síðast yfirheyrður á föstudaginn. 13. febrúar 2017 12:13 Segir síðustu vikur þær verstu í sögu Polar Seafood Henrik Leth, stjórnarformaður Polar Seafood, segir undanfarnar vikur hafa verið versta tímabil í 32 ára sögu fyrirtækisins. 11. febrúar 2017 12:59 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fleiri fréttir Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Sjá meira
Skipverjinn var yfirheyrður í morgun í fyrsta skipti í viku Maðurinn sem grunaður er um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana í síðasta mánuði var yfirheyrður í morgun. 10. febrúar 2017 18:49
Ekki ákveðið hvenær yfirheyrslur fara næst fram Maðurinn sem grunaður er um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana var síðast yfirheyrður á föstudaginn. 13. febrúar 2017 12:13
Segir síðustu vikur þær verstu í sögu Polar Seafood Henrik Leth, stjórnarformaður Polar Seafood, segir undanfarnar vikur hafa verið versta tímabil í 32 ára sögu fyrirtækisins. 11. febrúar 2017 12:59
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“