Bretar óttast verðhækkanir á fiski og frönskum vegna verkfalls sjómanna á Íslandi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. febrúar 2017 11:01 Fiskur og franskar er gríðarlega vinsæll réttur víða um heim, sérstaklega í Bretlandi. Vísir/AFP Breskir neytendur óttast nú að verð á hinum gríðarvinsæla rétti, fiski og frönskum, geti hækkað vegna lítils framboðs af þorski. Verkfalli sjómanna hér á landi er kennt um. Á nýlegu uppboði á fiskmarkaðinum í Grimsby, helsta innflutningsaðila ferks fisk frá Íslandi í Bretlandi, voru aðeins 514 kassar af ferskum fiski til sölu. Í frétt Sky News er það sagt vera minnsta framboð á ferskum fiski í manna minnum. Það hefur gert það að verkum að verð á þorski hefur hækkað úr 2,80 pundum í þrjú pund fyrir hvert kíló, eða úr 396 krónum í 424 krónur. Verð á ýsu hefur einnig hækkað, úr 2,20 pundum í 3,30 pund fyrir hvert kíló. Óttast er þetta muni leiða til þess að verði á fiski og frönskum muni hækka en í frétt Sky News er greint frá því að meirihluti af þorski sem nýttur sé réttinn sé veiddur við Ísland eða í Barentshafi. Í frétt Sky er rætt við Martyn Boyers, framkvæmdastjóra fiskmarkaðar í Grimsby að ástandið sé mjög alvarlegt en kaupmenn í Grimsby kaupa jafnan mikið af fiski frá Íslandi og eru þeir farnir að óttast um lífsviðurværi sitt. „Róðurinn er þungur enda reiðum við okkur á fisk frá Íslandi,“ sagði Boyers sem neyðst hefur til þess að segja hluta starfsfólks síns upp störfum. Á vef Guardian er einnig fjallað um verkfall sjómanna hér á landi og þau áhrif sem það hefur í Bretlandi. Þar segir að norskir framleiðendur hafi hagnast á verkfallinu enda sé verð á norskum þorski í hæstu hæðum. Verkfall sjómanna hefur nú staðið yfir í um níu vikur og sér ekki fyrir endann á þeirri deilu. Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Áhrif sjómannaverkfalls hríslast um allt samfélagið Útflutningur á ferskum botnfiskafurðum hefur dregist saman um 40 til 55 prósent í verkfalli sjómanna og fiskverkafólk hefur orðið af tekjum upp á rúmar átta hundruð milljónir króna. 10. febrúar 2017 20:00 Fiskkaupmenn í Grimsby segja upp starfsfólki vegna verkfalls íslenskra sjómanna Verkfall íslenskra sjómanna hefur nú staðið yfir í á þriðja mánuð og hafa fiskkaupmenn ytra nú neyðst til að bregðast við fiskskortinum með uppsögnum starfsfólks 9. febrúar 2017 10:18 Útflutningstekjur hafa dregist saman um 3,5 til 5 milljarða vegna verkfallsins Mat á þjóðhagslegum áhrifum verkfalls sjómanna kynnt í sjávarútvegsráðuneytinu. 10. febrúar 2017 15:00 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira
Breskir neytendur óttast nú að verð á hinum gríðarvinsæla rétti, fiski og frönskum, geti hækkað vegna lítils framboðs af þorski. Verkfalli sjómanna hér á landi er kennt um. Á nýlegu uppboði á fiskmarkaðinum í Grimsby, helsta innflutningsaðila ferks fisk frá Íslandi í Bretlandi, voru aðeins 514 kassar af ferskum fiski til sölu. Í frétt Sky News er það sagt vera minnsta framboð á ferskum fiski í manna minnum. Það hefur gert það að verkum að verð á þorski hefur hækkað úr 2,80 pundum í þrjú pund fyrir hvert kíló, eða úr 396 krónum í 424 krónur. Verð á ýsu hefur einnig hækkað, úr 2,20 pundum í 3,30 pund fyrir hvert kíló. Óttast er þetta muni leiða til þess að verði á fiski og frönskum muni hækka en í frétt Sky News er greint frá því að meirihluti af þorski sem nýttur sé réttinn sé veiddur við Ísland eða í Barentshafi. Í frétt Sky er rætt við Martyn Boyers, framkvæmdastjóra fiskmarkaðar í Grimsby að ástandið sé mjög alvarlegt en kaupmenn í Grimsby kaupa jafnan mikið af fiski frá Íslandi og eru þeir farnir að óttast um lífsviðurværi sitt. „Róðurinn er þungur enda reiðum við okkur á fisk frá Íslandi,“ sagði Boyers sem neyðst hefur til þess að segja hluta starfsfólks síns upp störfum. Á vef Guardian er einnig fjallað um verkfall sjómanna hér á landi og þau áhrif sem það hefur í Bretlandi. Þar segir að norskir framleiðendur hafi hagnast á verkfallinu enda sé verð á norskum þorski í hæstu hæðum. Verkfall sjómanna hefur nú staðið yfir í um níu vikur og sér ekki fyrir endann á þeirri deilu.
Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Áhrif sjómannaverkfalls hríslast um allt samfélagið Útflutningur á ferskum botnfiskafurðum hefur dregist saman um 40 til 55 prósent í verkfalli sjómanna og fiskverkafólk hefur orðið af tekjum upp á rúmar átta hundruð milljónir króna. 10. febrúar 2017 20:00 Fiskkaupmenn í Grimsby segja upp starfsfólki vegna verkfalls íslenskra sjómanna Verkfall íslenskra sjómanna hefur nú staðið yfir í á þriðja mánuð og hafa fiskkaupmenn ytra nú neyðst til að bregðast við fiskskortinum með uppsögnum starfsfólks 9. febrúar 2017 10:18 Útflutningstekjur hafa dregist saman um 3,5 til 5 milljarða vegna verkfallsins Mat á þjóðhagslegum áhrifum verkfalls sjómanna kynnt í sjávarútvegsráðuneytinu. 10. febrúar 2017 15:00 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira
Áhrif sjómannaverkfalls hríslast um allt samfélagið Útflutningur á ferskum botnfiskafurðum hefur dregist saman um 40 til 55 prósent í verkfalli sjómanna og fiskverkafólk hefur orðið af tekjum upp á rúmar átta hundruð milljónir króna. 10. febrúar 2017 20:00
Fiskkaupmenn í Grimsby segja upp starfsfólki vegna verkfalls íslenskra sjómanna Verkfall íslenskra sjómanna hefur nú staðið yfir í á þriðja mánuð og hafa fiskkaupmenn ytra nú neyðst til að bregðast við fiskskortinum með uppsögnum starfsfólks 9. febrúar 2017 10:18
Útflutningstekjur hafa dregist saman um 3,5 til 5 milljarða vegna verkfallsins Mat á þjóðhagslegum áhrifum verkfalls sjómanna kynnt í sjávarútvegsráðuneytinu. 10. febrúar 2017 15:00